Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Side 13

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2004, Side 13
Með í ráðum Þátttaka almennings í ákvörðunum um umhverfis- og skipulagsmál Samráð, fbúaþing, íbúalýðræði og þátt- tökulýðræði eru nýleg hugtök sem oft ber á góma í umræðu um ákvarðanir um um- hverfismál. Þessum hugtökum fylgir já- kvætt yfirbragð, hugsun um sanngirni og ákvarðanir sem teknar eru í sátt og sam- lyndi þannig að allir una glaðir við sitt. En er þetta svona í raun? Ef svo er, hvernig næst góður árangur?^Nægir að panta stóran sal, kaffi og kleinur og aug- lýsa fund þar sem allir fá að tjá sig og fara síðan sælir heim. Hvað er gert með þær skoðanir sem fram koma, verður tekið tillit til þeirra við lokaákvarðanir? Þetta eru spurningar sem almenningur ber upp nú þegar nýjar aðferðir eru að ryðja sér til rúms. Við spurningum eins og þessum er ekki til neitt einfalt svar - svarið fer eftir við- fangsefninu hverju sinni, eðli þess og um- fangi. Sá lagalegi rammi sem okkur er búinn varðandi ákvaðanir um umhverfis- og skipulagsmál er ekki sérstaklega afgerandi hvað varðar samráð. í gildandi skipulags- og byggingarlögum og skipulagsreglugerð er meðal annars talað um að leita eftir sjónarmiðum íbúa og eftir föngum að marka stefnu og áherslur í sem mestri samvinnu (undirstrikun höfunda). Deilt hefur verið um hvað sé átt við Sigurborg Kr. Salvör Jónsdóttir, Hannesdóttir, sviösstjóri á Skipu- verkefnisstjóri hjá lags- og byggingar- Alta. sviöi Reykjavíkur- borgar með samráði en þekkt er skýring fyrrver- andi borgarstjóra í Reykjavík sem útskýrði samráð meðal annars þannig að það væri ekki framsal valds. í orðabók er samráð skilgreint sem sameiginleg ráðagerð en þar er ekki talað um vægi þeirra sem koma að ráðagerðinni. Þar hlýtur lögboð- ið vald að skipta nokkru og í skipulags- málum er það í höndum kjörinna fulltrúa. Skipulagsmál snúast meðal annars um það hvernig sameiginleg auðlind, það er land, verður best nýtt þannig að hagsmun- ir heildarinnar séu virtir en einstaklingar fái jafnframt að nýta frelsi sitt til fram- kvæmda. Til að vel takist til þarf að ríkja skiln- ingur á viðfangsefninu. Upplýsingar og fræðsla sem auka gagnkvæman skilning eru því skilyrði fyrir því að hægt sé að taka sameiginlegar ákvarðanir. Við samráð á sér stað ákveðin umræða sem janframt getur af sér þekkingu. I stuttu máli eru ráðleggingar til þeirra sem sinna umhverfis- og skipulagsmálum eftirfarandi: Skilningur almennings og yfirvalda á tilgangi og innihaldi ákvarðana um um- hverfis- og skipulagsmál er forsenda þess að allir aðilar geti tekið þátt í framfylgd þeirra - ef ekki, er hætt við að árangur verði minni en ella. • Mikilvægast í samráði er að bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum fólks og kunna að taka tillit til annarra. • Mikilvægt er að þeir sem sinna skipulagi (ráðgjafar) skynji skoðanir fólks - kunni að leiðbeina og noti fagþekkingu sína til að hjálpa fólki að taka ákvarðanir og til þess þurfa pólitísk leiðarljós og markmið að vera skýr. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að skilgreina hin pólitísku markmið, íbúanna og hagsmunaaðilanna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fagmannanna að taka við þeim hugmyndum, vinsa úr og útfæra frekar. Með skilvirku samráði þess- ara aðila og gagnkvæmri virðingu skapast skilyrði fyrir góðum árangri og betra skipulagi lands. Safnaráð Styrkir til safna skv. safnalögum nr. 106/2001 Safnaráð auglýsir eftir umsóknum frá menningarminjasöfnum, náttúruminjasöfnum og listasöfnum, um styrki úr Safnasjóði á árinu 2005. Hlutverk Safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 106/2001. Safnaráð úthlutar úr sjóðnum samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. Öll söfn sem falla undir safnalög geta sótt um verkefnastyrki til sjóðsins. Til þess að geta sótt um rekstrarstyrk þarf safn að uppfylla skilyrði skv. ákvæðum 10. gr. safnalaga. Umsóknarfrestur er til 1. október 2004. Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem nálgast má á skrifstofu ráðsins eða á vefsíðu þess www.safnarad.is. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Safnaráðs, Rakel Halldórsdóttir. Umsóknir skulu berast skrifstofu ráðsins: SAFNARÁÐ Laufásvegi 12 • 101 Reykjavík Sími: 515 9605 • Bréfsími: 515 9601 safnarad@safnarad.is • www.safnarad.is 13

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.