Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Page 17
miðstöðva og hafa Akureyrarkaupstaður, ísafjarðarbær og Sveitar- félagið Árborg sterkasta stöðu að því leyti. Á Austurlandi skipta nokkrir þéttbýIisstaðir þessu hlutverki með sér og því koma Egils- staðir á Fljótsdalshéraði ekki eins sterkt út sem landshlutamið- stöð. Sama á við um Borgarnes í Borgarbyggð, sem að sögn Bjarna kann að skýrast af nálægðinni við höfuðborgarsvæðið og greiðum samgöngum í gegnum Hvalfjarðargöngin. Hann segir að í þessu sambandi megi benda á að sjúkrahús Austurlands sé í Neskaupstað en ekki á Egilsstöðum og framhaldsskóli fyrir sunn- anvert Vesturland sé á Akranesi en ekki í Borgarnesi og þetta geti haft nokkur áhrif á styrk viðkomandi byggða í þeim mælingum sem hann hafi unnið. Fjarlægari svæði háð flugsamgöngum Fólk búsett í Árborg og Akranesi fer fimm sinnum oftar til Reykjavíkur en þeir sem búa í Dalasýslu. Fjöldi ferða minnkar hratt með fjariægð frá höfuðborgar- svæði; að meðaltali 10 ferðir frá Borgarfirði og Suðurlandsundirlendi (utan Ár- borgar) á 3ja mánaða tfmabili, desember 2005 til febrúarloka 2006, en 24 ferðir frá Árborg. Þeir sem búa f 60 til 100 km fjarlægð heimsækja höfuðborg- ina nær vikulega yfir veturinn. Þeir sem búa f 100 til 250 km fjarlægð fara hálfsmánaðar- til mánaðarlega til Reykjavikur og þeir sem fjær búa sjaldnar eftir fjarlægð, eða annan til þriðja hvern mánuð. Bjarni segir að þessar snöggu breytingar á búsetu og ferðavenjum landsmanna kalli á nýjar aðgerðir í samgöngumálum. Þær að- gerðir eigi sérstaklega við um uppbyggingu stofnbrautakerfisins útfrá höfuðborgarsvæðinu. Hann bendir einnig á önnur atriði sem hafi áhrif á samgöngu- kerfið og þá sérstaklega mikla fjölgun erlendra ferðamanna til landsins og tíðar ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins og annarra þéttbýlisstaða í sumarbústaðabyggðir. Þá segir hann að þeir þétt- býlisstaðir og þau landssvæði, sem séu í um 350 kílómetra fjar- lægð eða meira frá höfuðborgarsvæðinu, séu mjög háð öruggum og helst daglegum flugsamgöngum við Reykjavík. Nauðsyn greiðra samgangna eigi sér forsendur í nútíma atvinnulífi sem þurfi að vera í virkum samskiptum við stærstu markaði og einnig miðstöð stjórnsýslu og menningar. Atvinnustarfsemi á fjarlægari landssvæðum og fjærst höfuðborgarsvæðinu þurfi þannig á mjög góðu aðgengi að halda sem beinlínis geri miklar kröfur til ör- uggra flugsamganga. Creinilega kom fram í könnun Bjarna að fólk sem býr í meiri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu telur að það myndi ferðast minna með flugi innanlands ef bækistöðvar innanlandsflugsins yrðu fluttar til Keflavíkurflugvallar en flutningur þess myndi hafa mun minni áhrif á ferðavenjur fólks af hinum svokölluðu aksturs- svæðum eða svæðunum innan 100 til 150 kílómetra radíuss frá Reykjavík. Einnig kom fram í könnun hans að mikill fjöldi flug- farþega til og frá fjarlægari stöðum á landsbyggðinni flýgur vegna atvinnu sinnar hjá ríki, sveitar- félögum, stofnunum og fyrir- tækjum. Um 42% versla í næsta þéttbýliskjarna Bjarni kannaði einnig verslun- arhætti fólks á landsbyggðinni enda tengjast þeir ferðum þess þar sem margar ferðir á milli svæða eru farnar vegna innkaupa einstaklinga á vörum og þjón- ustu. Samkvæmt niðurstöðum hans gera um 42% landsbyggðar- búa stórinnkaup á matvöru í næsta þéttbýliskjarna og tæpur Athygli vekur munur á Árborg og Akranesi sem eru í álfka fjarlægð frá Reykja- vík. Akurnesingar sækja meira til höfuðborgarinnar til að versla, enda er fram- boð á verslunarþjónustu nokkru meira f Árborg. Á þeim byggðasvæðum þar sem engin lágvöruverðsverslun er eins og í Dalasýslu, Ströndum og Húna- vatnssýslum og V.-Skaftafellssýslu, eru verslunarferðir hærra hlutfall erinda en fjarlægð frá höfuðborginni ætti að gefa vfsbendingu um. * helmingur eða 48% í héraðs- eða landshlutamiðstöð. „Það þýðir að einungis um 10% ibúa landsbyggðarinnar fara til höfuðborg- arsvæðisins til stórinnkaupa á matvöru. Þeir sem versla á höfuð- borgarsvæðinu búa einkum á vesturhluta landsins, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, og kann það að or- sakast af litlu framboði á lág- vöruverðsverslunum og einnig greiðum samgöngum við höf- uðborgina." Bjarni segir að af lands- hlutamiðstöðvunum versli flestir á Akureyri, sem sé sterkasta landshlutamiðstöðin með 77% stórinnkaupa á matvörum. Því næst komi ísafjörður fyrir Vestfirði en bæði ísfjörður og Akureyri liggja í umtalsvert meiri fjarlægð frá höfuðborginni en Vesturland. Á Austurlandi skipta nokkrir þéttbýlisstaðir þessu hlutverki með sér og því koma Egilsstaðir á Fljóts- dalshéraði ekki eins sterkt út sem landshlutamið- stöð. Sama á við um Borgarnes í Borgarbyggð. 0 tölvumiðlunI H-Laun I www.tm.is <$> ----- 17 17

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.