Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Side 20
Viðtal mánaðarins
Frístundakortin eru bylting
Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, segir að frístundakortin, sem Reykjavík-
urborg er að taka í notkun, verði bylting sem skipa muni Reykjavíkurborg í röð allra fremstu sveitarfé-
laga í landinu. Með kortunum sé verið að gera börnum í borginni kleift að taka þátt í tómstundum,
íþróttum og listnámi, algerlega óháð efnahag og aðstæðum foreldra og forráðamanna. Björn Ingi er í
viðtali mánaðarins að þessu sinni.
Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, með son sinn í fanginu.
Myndin er tekin á 100 ára afmæli ÍR fyrir skömmu.
Þegar Björn Ingi gaf kost á sér til
setu í borgarstjórn fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar hafði hann
komið að stjórnmálum með ýms-
um hætti. Hann hefur verið vara-
þingmaður Reykjavíkurkjördæmis
suður undanfarið kjörtímabil og
einnig starfað sem framkvæmda-
stjóri þingflokks framsóknarmanna
og aðstoðarmaður utanríkisráð-
herra og forsætisráðherra.
„Ég byrjaði í þjóðmálunum,
bæði sem varaþingmaður og einnig
með því að sinna störfum fyrir
þingflokk og síðar ráðherra, en
breytti svo um. Ég veit ekki hversu
lengi ég kem til með að starfa í
pólitík en ég hef gaman af þessu
eins og er. Ég lít ekki á pólitík sem
ævistarf. Ég vann við fjölmiðla og
nokkuð við skriftir áður en ég fór
að fást við þjóðmálin og borgar-
málin sem bera hæst ber hjá mér
núna í augnablikinu. Ég starfaði
reyndar í skipulags- og byggingar-
nefnd Reykjavíkur áður en að ég
ákvað að gefa kost á mér til setu í
borgarastjórn fyrir síðustu kosning-
ar. Ég hætti störfum þar þegar
nefndin var lögð niður og nýtt skipulags-
ráð tók við hlutverki hennar. Mér fannst
það skemmtileg reynsla að taka þátt í að
skipuleggja ný svæði og hverfi. Nándin í
sveitarstjórnarmál-
unum er áhugaverð
og oft er auðveld-
ara að láta verkin
tala á sveitarstjórn-
arstiginu en með
setu á Alþingi.
Árangur vinnunnar kemur fljótar fram því
allt er þyngra í vöfum sem fer í gegnum
Alþingi og tekur lengri tíma að skila sér á
hið verklega stig. í borgarstjórn gefst
manni Iíka kostur á að ræða við borgar-
búa augliti til auglitis því margir koma til
borgarfulltrúanna með fjölbreytt erindi."
Styrkja þarf miðborgina
Auk formennsku í borgarráði gegnir Björn
Ingi formennsku í Hafnarstjórn Reykjavík-
urborgar og í ÍTR. Mörg mál tengjast því
setu hans í borgarstjórn og nefndum
borgarinnar. „Sem formaður hafnarstjórn-
ar finnst mér verkefnin á Mýrargötusvæð-
inu mjög áhugaverð og einnig þær hug-
myndir sem við erum að vinna að um
uppbyggingu í Örfirisey þar sem miklar
framkvæmdir eru fyrirhugaðar. í málefna-
skrá okkar í borgarstjórnarmeiri-
hlutanum gerum við ráð fyrir fjór-
um svæðum til íbúðabygginga í
borginni. Þau eru í Úlfarsárdaln-
um, Vatnsmýrinni, á Geldingar-
nesi og í Örfirisey þar sem við
ætlum að skipuleggja íbúðabyggð
nú á kjörtímabilinu. Hvert kjör-
tímabil er fljótt að líða og ef menn
vilja koma einhverju í framkvæmd
verður að hafa snör handtök. Við
erum á fullri ferð í þessu starfi og
nú stendur yfir alþjóðleg sam-
keppni um skipulag Vatnsmýrar-
innar og einnig er unnið á fullu
við skipulag í Örfirisey. Stór fyrir-
tæki á borð við Þyrpingu og
Björgun hafa kynnt hugmyndir um
landfyllingar og nú er verið er að
skoða þær.
Á bak við uppbyggingu í Örfis-
ey og íVatnsmýrinni eru hug-
myndir um hvernig hægt er að
styrkja miðborgina og treysta bak-
stoðir hennar beggja vegna. Á
sama tíma erum við að þróa nýtt
úthverfi í Úlfarsárdal, sem líkjast
mun Fossvoginum að því leyti að
hverfið er byggt í suðurhlíðum.
Með því viljum við gefa venjulegu fólki
kost á að eignast lóðir í afmörkuðu út-
hverfi vegna þess að staðreyndin er sú að
þau lóðauppboð, sem þróast höfðu hjá
Reykjavíkurborg, voru farin að fæla margt
fólk frá því að sækja um lóðir. Ég tel mið-
ur að svo hafi farið vegna þess að í mín-
um huga eru það grundvallarréttindi að
fólk geti byggt þar sem það vill og sveitar-
félögin eiga að stuðla að því án þess að
vera að maka krókinn á lóðaúthlutunum
með þeim hætti sem gert var."
Atvinnufyrirtæki meðfram
Reykjanesbrautinni
Eitt þeirra borgarhverfa, sem mörgum íbú-
um hefur fundist að hafi staðið í stað að
undanförnu, er Breiðholtið. Björn Ingi
„í borgarstjórn gefst manni líka kostur á að ræða
við borgarbúa augliti til auglitis því margir koma
til borgarfulltrúanna með fjölbreytt erindi."
SFS
20
TÖLVUMIÐLUN
www.tm.is