Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Page 21
Hér sér til suðurs frá Seljakirkju í Breiðhohi yfir ÍR-svæðið en þar eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á næstunni.
flutti þangað úr Vesturbænum fyrir um
tveimur árum og því liggur beint vib að
spyrja hann hvort fyrirhugaðar fram-
kvæmdir og uppbygging í Breiðholtinu
eigi rætur að rekja til þess að þetta sé
orðið hverfið hans. „Breiðholtið á ekki að
líða fyrir það að við Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarstjóri búum þar ogVil-
hjálmur sé raunar frumbýlingur f hverf-
inu. Ýmsum hefur fundist að nokkur
stöðnun hafi orðið í Breiðholtinu eftir að
hverfið byggðist. Þróun Breiðholtsins er
þó á engan hátt lokið og margt er að ger-
ast sem ánægjulegt er að verða vitni að.
Við höfum lagt mikla áherslu á að hreinsa
til í hverfinu og gera ákveðna bragarbót á
frágangi opinna svæða. Ennfremur er
mikil uppbygging að hefjast í Suður-
Mjóddinni þar sem stórt íþróttahús mun
rísa. Ég held að það geti orðið góð mið-
stöð fyrir allt Breiðholtið því með þessu
húsi gefst tækifæri til þess að tengja sam-
an hefðbundið íþróttastarf og ýmiss konar
félagsstarf í öllu hverfinu.
Við erum einnig að þróa hugmyndir
um breytingu á skipulagi í Suður-Mjódd-
inni með aukna uppbyggingu öldrunar-
þjónustunnar fyrir augum. Að mínu viti er
þar um stórt og brýnt mál að ræða eins
og staða öldrunarmála er nú og flestir
þekkja af umræðum undanfarinna mán-
aða. í þessu sambandi erum við einnig að
kanna möguleika á því að byggja yfir at-
vinnufyrirtæki meðfram Reykjanesbraut-
inni og auka þannig atvinnulíf í hverfinu."
Borgarhverfin eru í sífelldri
endurskoðun
Björn Ingi segir að fara verði með gát
hvað það varðar að flytja atvinnulíf inn í
hverfi sem er búið að vinna sér hefð sem
íbúðabyggð. Hins vegar megi aldrei líta
svo á að þróun einhvers borgarhluta eða
hverfis sé lokið þótt byggingarlandið sé
vel nýtt. „Borgarhverfin eru í sífelldri end-
urskoðun og þróun og þótt við séum að
kanna þetta með aukið atvinnulíf fyrir
augum þá stendur engin sú uppbygging
fyrir dyrum í Breiðholtinu sem rýrir lífs-
gæði fólksins sem býr þar. Ég sé enga
ástæðu til þess vegna þess að ég held að í
grunninn sé fólk almenn ánægt með
Breiðholtið sem hverfi og heimkynni þótt
alltaf megi finna einhverjar undantekning-
ar. Ég tel að byggja megi upp meiri at-
vinnustarfsemi í Breiðholtinu án þess að
raska því jafnvægi sem hverfið byggir á.
En við erum opin fyrir öllum möguleikum
til þess að styrkja Breiðholtið, hvort sem
er með nýrri atvinnustarfsemi eða mögu-
leikum til íþrótta- og félagslífs eins og
raunar önnur hverfi í borginni."
Eftirsóttustu útsvars-
greiðendurnir fóru
Reykjavfkurborg hefur þanist nokkuð mik-
ið út með nýjum og nýjum úthverfum. Af
því vaknar spurning um hvort borgarbúar
og jafnvel íslendingar almennt séu út-
hverfasæknir. „Að nokkru leyti eru þeir
það og ég held að það eigi einkum við
fólk á vissu aldursbili. Ég sóttist sjálfur eft-
ir því að búa í miðborginni og nágrenni
hennar fyrir nokkrum árum. Ég kunni því
vel að geta labbað um bæinn og jafnvel í
vinnuna. En nú þegar ég er kominn með
börn sem þurfa að leika sér úti þá koma
aðrar þarfir og aðrir möguleikar. Þá skiptir
gott leiksvæði og rými fyrir börnin miklu
máli og mun meira er um slík rými í út-
hverfum en á miðborgarsvæðinu. Þegar
börnin eru uppkomin þá hallar fólk sér
stundum að miðbæjarbúsetu að nýju til
þess að nýta sér nálægðina við þjónustu
og margs kyns
mannlíf sem þar er
að finna."
Björn Ingi segir
að tryggja verði
fólki val. „Að und-
anförnu hefur skort
lóðir fyrir sérbýli í Reykjavík og við verð-
um að gera bragarbót á því og auka fram-
boðið. Staðreyndin er sú, hverju sem það
er um að kenna, að barnafólki hefur
fækkað í Reykjavík því fólk á þeim aldri
hefur verið að flytja í nágrannasveitarfé-
lögin. Oft er það svo að þessi hópur fólks
er sá tekjuhæsti og hefur stundum verið
kallaður eftirsóttustu útsvarsgreiðendurnir.
Því er alveg Ijóst að tekjur nágrannasveit-
arfélaganna hafa verið að aukast á kostn-
„Við eigum gnægð af heitu vatni hér á landi og
spyrja má hvers vegna við höfum ekki notað það
meira."
Frá Mýrargötu. Þar sem áður var gert við skip verður ráðist í íbúðabyggð á næstunni.
tölvumiðlun H-Laun www.tm.is
21