Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Qupperneq 22
Viðtal mánaðarins
að Reykjavíkurborgar vegna þessa. í stað
þess að vísa fólki úr borginni með þess-
um hætti á Reykjavíkurborg að leggja
áherslu á að vera góður búsetukostur fyrir
alla."
Frístundakortin eru bylting
Björn Ingi segir ánægjulegt sjá hversu
mikill hraði sé á þeirri uppbyggingu sem
meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn eru að
beita sér fyrir. „í kosningabaráttunni
kynntum við hugtakið athafnastjórnmál,
sem má útleggja að láta verkin tala.
Flokkarnir náðu síðan góðri samstöðu um
það og sem dæmi um að þessu hefur ver-
ið veitt eftirtekt get ég nefnt að við Vil-
hjálmur fengum ábendingu frá sveitar-
stjórnarmanni utan af landi á dögunum
þess efnis að við færum nú heldur hratt
yfir. Við værum annað hvort búnir að efna
allt sem stæði í málefnaáherslunum eða
setja það í farveg. Hann taldi að við ætt-
um að dreifa þessu meira á kjörtímabilið
til þess að við hefðum eitthvað að gera á
síðari hluta þess!"
Björn Ingi nefndi nokkur dæmi um
verkefni sem hafin eru, þar á meðal í
málum eldri borgara og síðan frístunda-
kortin, sem verða í boði fyrir öll börn og
ungmenni í borginni á aldrinum sex til 1 8
ára á komandi sumri. „Frístundakortin eru
risastórt mál sem skipa mun Reykjavíkur-
borg í röð allra fremstu sveitarfélaga í
landinu. Með kortunum erum við að gera
börnum í borginni kleift að taka þátt í
tómstundum, íþróttum, listnámi og öðru
slíku, algerlega óháð efnahag og aðstæð-
um foreldra og forráðamanna. Eg tel að í
þessu felist hrein þjóðfélagsbyIting enda
töldu margir að með þessu væri verið að
leggja nokkuð mikið í hlutina. En ég er
ákaflega stoltur af að standa að þessu
verki og að meirihluta sem er umhugað
um verklegar framkvæmdir eins og skipu-
lagningu íbúðahverfa og atvinnusvæða en
hugsar á sama tíma um velferð fólksins
með aðgerðum á borð við frístundakortin.
Þverpólitísk samstaða myndaðist einnig í
borgarstjórn um málið sem ekki er al-
gengt að gerist í borgarstjórn Reykjavík-
ur."
Þurfum að laða fleira fólk
að sundstöðum
Nú er afstaðin mikil IR-hátíð í tilefni af
100 ára afmæli félagsins. Á árdögum
Breiðholtsins var sú ákvörðun tekin að
flytja meginstarfsemi þess þangað þar
sem hún hefur dafnað síðan. „Ég tel tví-
mælalaust hagstætt að tengja íþróttafélög-
in í borginni við sérstök hverfi með þess-
um hætti. íþróttafélögin hafa mikið upp-
eldislegt gildi og starf þeirra verður öfl-
ugra og nær að mínu viti til mun fleiri
með þessum hætti. Reykjavíkurborg var
að afhenda ÍR nýjan gervigrasvöll f tilefni
af 100 ára afmælinu og sú uppbygging,
sem borgin er að hefja á ÍR svæðinu í
Suður-Mjódd, er liður í að efla þetta fé-
lags-, heilsu- og uppeldisstarf."
Björn Ingi segir fyrirhugað að flytja at-
hafnasvæði íþróttafélagsins Fram í Úlf-
arsárdalinn þegar byggðin þar fer að rísa.
Þar eigi auk þess að byggja fullkomna
sundaðstöðu með vatnsrennibrautum.
„Við höfum verið að íhuga hvernig hægt
sé að laða fleira fólk að sundstöðum,"
segir hann og bendir á að Árbæjarlaugin
hafi lengi verið ein vinsælasta sundlaugin
í Reykjavík. „Hins vegar er það svo að
nýjar sundlaugar draga gjarnan til sín fólk
og þá ekki síst fjölskyldu- og barnafólk og
við viljum reyna að koma til móts við
þann áhuga og þarfir. Við eigum gnægð af
heitu vatni hér á landi og spyrja má hvers
vegna við höfum ekki notað það meira.
íslendingar sækja til dæmis mikið þessa
stóru sundgarða á ferðum erlendis og
busla þar í hálfköldu vatni. Maður hlýtur
að spyrja sig af hverju við getum ekki
byggt svona aðstöðu hér heima, með allt
okkar heita vatn frá náttúrunnar hendi. Ég
er viss um að sundsetrið í Úlfarsárdalnum
á eftir að slá í gegn."
Fólkið er víðar en í 101-um
Björn Ingi flutti tillögu í borgarráði um að
selja húseign borgarinnar við Fríkirkjuveg
11 á síðasta ári. Hann segir að tillagan
hafi ekki verið óumdeild en fleiri hafi þó
talið hana skynsamlega. „Þetta húsnæði
hentaði ekki nægilega vel því nútímalega
starfi ÍTR sem þar er til húsa. Fríkirkjuveg-
ur 11 er hins vegar virðulegt hús og er nú
komið í hendur afkomenda Thors Jensens,
sem byggði það á sínum tíma. Þeir ætla
nú að viðhalda húsinu af miklum metn-
aði og koma þar á fót safni þannig að fólk
mun fá mun meira aðgengi að því en nú
er. Við erum búin að velja ITR framtíðar-
húsnæði í húsi Orkuveitu Reykjavíkur við
Bæjarháls, sem mér finnst tímanna tákn.
Nú kynnu einhverjir að halda því fram að
stjórnsýsla borgarinnar ætti öll að vera á
einum stað í miðborginni. Á móti því vil
ég benda á að fólkið er víðar en við
Tjörnina og í 101-um. Reykvíkingar búa á
stóru svæði og með þessu erum við að
reyna að nálgast þá fjölbreytni sem er í
byggð borgarinnar. Þetta svæði gegnt Ár-
bænum var eitt sinn útnári en er löngu
orðið miðsvæðis í borgarbyggðinni þegar
við lítum yfir hana sem eina heild. Þetta
er skýrt dæmi um breytingar þar sem
byggð er að vaxa og sveitarstjórnir verða
að taka mið af þeim í störfum sínum á
hverjum tíma," segir Björn Ingi Hrafnsson
að lokum.
Nýtt sjónarhom á Reykjavík. Myndin er tekin á Geldingarnesi þar sem áformað er að rísi íbúðabyggð.
SFS
22
Ö TÖLVUMIÐLUN
www.tm.is