Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Page 24
Fjármál sveitarfélaga
Ríki og sveitarfélög
Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri Hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga,
heldur hér áfram að fjalla um fjármál sveiíarfélaga og fer í þessari grein yfir mismunandi aðstöðu ríkis
og sveitarfélaga.
Ríkissjóður hefur á ýmsan hátt notið góð-
ærisins betur en sveitarfélögin. Fyrir utan
auknar tekjur af tekjuskatti vegna minna
atvinnuleysis og aukins kaupmáttar þá
hafa tekjur ríkisins, til dæmis af fjár-
magnstekjuskatti, vaxið verulega. Tekjur
þess af veltusköttum hafa einnig vaxið
verulega. Sveitarfélögin hafa fengið aukn-
ar tekjur gegnum tekjuskattinn og einnig
hafa þau fengið auknar tekjur af fast-
eignaskatti vegna hækkandi fasteigna-
verðs í þeim sveitarfélögum þar sem íbú-
um hefur fjölgað. Á hinn bóginn er eini
snertiflötur þeirra við aukningu á veltu-
sköttum og fjármagnstekjuskattinn í gegn-
um jöfnunarsjóðinn. Með hliðsjón af
þessu er fróðlegt að bera saman þróun
tekna og gjalda hjá ríki og sveitarfélögum
á árunum 2002-2005. Það kemur fram í
mynd 5.
Á mynd 5 kemur fram að tekjur ríkis-
ins hafa vaxið hlutfallslega mun meira en
tekjur sveitarfélaganna á tímabilinu.
Sömuleiðis höfðu útgjöld ríkisins vaxið
hlutfallslega meira en útgjöld sveitarfélag-
anna fram á árið 2004 en árið 2005 juk-
ust útgjöld sveitarfélaganna hlutfallslega
meira en útgjöld ríkisins.
Neikvæður tekjujöfnuður utan
höfuðborgarsvæðisins
í framhaldi af þessu er rétt að skoða
tekjujöfnuð sveitarfélaganna. Þá er fundin
út fjárþörf sveitarfélaganna þegar tekið
hefur verið tillit til fjárfestinga eftir að
rekstrarniðurstaða liggur fyrir. Eftekjujöfn-
uður er neikvæður eftir að tekið hefur
verið tillit til fjárfestinga þarf að taka lán
eða selja eignir til að uppfylla heildar-
fjárþörfina. Niðurstaðan kemur fram í
mynd 7.
Tekjujöfnuður er neikvæður í öllum til-
vikum hjá sveitarfélögunum nema hjá
höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur á
árinu 2005. Tekjujöfnuður er minnst nei-
kvæður hjá „öðrum sveitarfélögum" en
hann er mest neikvæður hjá Reykjavíkur-
borg og á „vaxtarsvæðum". Þar eiga sveit-
arfélögin því minnst handbært fé sem skal
ganga til fjárfestinga og afborgana lána.
Gunnlaugur lúlíusson.
Fjármálaleg þróun
í þessari samantekt kemur fram greining á
fjármálalegri þróun sveitarfélaganna á ár-
unum 2002-2005. Hún er gerð bæði á
fjárhag sveitarfélaganna í heild sinni og
einnig er þeim skipt niður í fjóra flokka
og einn undirflokk til að fá gleggri yfirsýn
um stöðu þeirra. Til samanburðar er
greind tekju- og gjaldaþróun hjá ríkinu á
sama tímabili.
í Ijós kemur að þróunin á þessum
árum er mjög mismunandi innan sveitar-
félagageirans. Afkoma þeirra sveitarfélaga
sem liggja á þenslusvæðum hefur batnað
verulega og íbúafjöldi þeirra aukist á
sama tíma og afkoma og fjárhagsleg staða
þeirra sveitarfélaga sem liggja utan
Mynd 5. Hlutfalsleg þróun tekna og útgjalda hjá ríki og sveitarfélögum.
Heimild: Ársreikningar sveitarfélaga og Haustskýrsla fjármálaráðuneytisins
Mynd 7. Tekjujöfnuður sveitarfélaga.
SFS
24
TÖLVUMIÐLUN
www.tm.is