Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Síða 25
þenslusvæða hefur versnað samtímis sem
íbúum hefurfækkað þar. Tekjur ríkisins
hafa aukist hiutfallslega mun meira á
tímabilinu en hjá sveitarfélögunum en
gjöld sveitarfélaganna höfðu vaxið meira í
lok tímabilsins.
Vandi þorpanna
Þorpin eru dregin sérstaklega út úr
flokknum „önnur sveitarfélög". Þar eru
tekin sérstaklega þau sveitarfélög sem
hafa byggt upp ákveðna samfélagsgerð
með fjölþættu framboði á þjónustu. Þessi
sveitarfélög freista þess að reyna að halda
í við hin sterkari og fjölmennari varðandi
uppbyggingu á margháttaðri þjónustu
enda þótt fjárhagslegur styrkleiki sé tæp-
lega fyrir hendi í mörgum tilvikum. Erfið
staða þeirra kemur glöggt í Ijós í þessari
samantekt.
Stærðar-, legu- og aðstöðu-
munur sveitarfélaga
í samantekt hér að framan er sveitarfélög-
unum skipt í fjóra yfirflokka og síðan er
þeim síðasta skipt upp enn frekar. Mark-
mið þessarar skiptingar er að fá gleggra
yfirlit um afkomu sveitarfélaganna þar
sem tillit er tekið til þess mikla munar
sem er á milli stærðar, legu og aðstöðu
einstakra sveitarfélaga. Á þennan hátt á
að fást betra yfirlit um stöðu sveitarfélaga-
geirans og hvar skórinn kreppir fyrst og
fremst að í efnahagslegu og samfélagslegu
tilliti.
Reykjavík er tekin sérstaklega út vegna
stærðar sveitarfélagsins og sérstöðu. Höf-
uðborgarsvæðið er síðan skilgreint sér-
staklega vegna nálægðar sinnar við
Reykjavík. Vaxtarsvæðið nær yfir þau
sveitarfélög utan höfuðborgarinnar þar
sem íbúum hefur fjölgað mest og umsvif
eru mikil.
Síðasti flokkurinn, „Önnur sveitarfé-
lög" er krufinn enn dýpra og þorp og
þéttbýliskjarnar í þeim flokki skoðaðir
sérstaklega. Ástæða þess er að þéttbýlis-
staðirnir víða um land gegna veigamiklu
hlutverki um að veita íbúum sveitarfélags-
ins og nærsveita þá þjónustu sem nauð-
synleg er talin í dag. Gerðar eru kröfur til
þeirra um að þau standi stærri sveitarfé-
lögum snúning er varðar þjónustufram-
boð til að íbúarnir leiti ekki brott vegna
lakari þjónustu. Þessi samfélög hafa á
liðnum árum víða orðið fyrir verulegum
áföllum vegna mikilla breytinga í atvinnu-
lífi þjóðarinnar. Það hefur leitt til þess að
tekjugrunnur þeirra hefur veikst og íbúum
fækkað. Því eru þær miklu kröfur, sem
gerðar eru til þeirra, mörgum þeirra erfið-
ar fjárhagslega.
Greining mismunar
Það er Ijóst að fyrrgreind skipting er að
hluta til gerð eftir tilfinningu og huglægu
mati en í öllum aðalatriðum nær hún
að leiða í Ijós þann mun sem er á milli
einstakra hópa íslenskra sveitarfélaga
og hvaða þróun hefur orðið innan þeirra
á síðustu fjórum árum. Þannig er hægt
að átta sig á þeim höfuðlínum sem
eru fyrir hendi innan íslenskra sveitar-
félaga.
rafhlöðum
Fréttir
Átak í söfnun á
Samkvæmt könnun sem Capacent hefur gert fyrir Úrvinnslusjóð
safna um 22% landsmanna notuðum rafhlöðum til úrvinnslu.
Innan tíðar mun tilskipun Evrópusambandsins um skil á rafhlöð-
um verða innleidd hér á landi en hún kveður á um að skilahlut-
fall þeirra verði komið í 25% á árinu 2012 og í 45% á árinu
2016. Þetta kom fram á fundi þar sem Úrvinnslusjóður hleypti af
stað kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum.
Söfnunarátakinu er ætlað að auka vitund almennings um mik-
ilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og kynna fólki auðveldar leið-
ir til þess að losa sig við þær. Auk Úrvinnslusjóðs standa Olís,
Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás að kynningarátakinu.
Einungis 21 % skilað!
Talið er að einungis 37 tonnum af 151,5 tonnum af rafhlöðum
sem fluttar voru til landsins á árinu 2005 hafi verið skilað. Er það
um 21% af allri rafhlöðunotkun landsmanna. Um 124 tonn af
notuðum rafhlöðum hafa því að öllum líkindum farið beint f
sorpílát og verið urðuð með öðru sorpi. Þær leiðir sem boðið er
upp á til þess að losa sig við rafhlöður, með umhverfisvænni
hætti en að henda þeim í ruslatunnur, er að skila þeim til söfn-
unarstöðva sveitarfélaga um allt land. Einnig er hægt að setja
þær í endurvinnslutunnur fyrir flokkað heimilissorp. Þá er einnig
hægt að skila notuðum rafhlöðum til bensínstöðva.
Unnt er að finna upplýsingar um hvernig losna má við notað-
ar rafhlöður og staðsetningar úrvinnslustöðva á vef Úrvinnslu-
sjóðs, www.urvinnslusjodur.is og einnig má þar finna ýmis svör
við spurningum um innihald rafhlaða og áhrif spilliefna á um-
hverfið. Rafhlöður eru fluttar frá söfnunarstöðvum til Efnamóttök-
unnar eða Hringrásar þar sem þær eru flokkaðar. Sá hluti þeirra
sem ekki inniheldur spilliefni er síðan urðaður en rafhlöður sem
innihalda skaðleg spilliefni eru sendar til Danmerkur þar sem
þeim er eytt með háhitabrennslu hjá viðurkenndum eyðingar-
aðila.
Til gamans má geta þess að sá hiti sem myndast við brennslu
hjá þeim aðila er nýttur til framleiðslu rafmagns og hitunar vatns
sem síðan er notað til húsahitunar hjá sveitarfélaginu Nýborg.
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, kynnir söfnunarverkefn-
ið. Kynningin fór fram ! Kaffi Flóru í Laugardal fyrir nokkru.
tölvumiðlun H-Laun www.tm.is
25