Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Side 32
Sveitarfélagið Álftanes Álftanes einkennist enn af sérbýlum en fyrir nokkrum árum byggöi Búseti nokkuö af fjölbýlishúsum á nesinu. Nú er í ráöi aö fjölga búsetukostum. Sigurður segir öflugt tónlistarlíf á Álfta- nesi, öflugan tónslistarskóla starfandi og mikið um tónlistarkennslu í grunnskólan- um og nú hafi nýr meirihluti í sveitar- stjórninni áform um að efla aðrar list- Fjölmargt á í þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfé- lagsins Álftaness er gert ráð fyrir að grunnskóli sveitarfélagsins verði full- byggður á árunum 2008 til 2020 og geti þjónað allt að 600 skólabörnum. Á sama tíma er áætlað að byggja upp framtíðarhúsnæði fyrir tónlistarskólann, sem tengt verði við húsnæði grunnskól- ans. Þá eru uppi áform um að taka mið af eflingu annars listnáms við hönnun skólahúsnæðis. Kostnaður við grunn- skólamannvirki á þessu tímabili er áætl- aður um 600 milljónir króna. í þriggja ára áætluninni er gert ráð fyrir umtalsverðum framkvæmdum á sviði íþróttamála auk eflingar unglinga- starfs. Gerður hefur verið samningur við Fasteign um byggingu sundlaugarmann- virkja og stækkun íþróttamiðstöðvarinn- ar. Þessar fjárfestingar eru áætlaðar um 700 milljónir króna og verða unnar í einkaframkvæmd. Þá er gert ráð fyrir byggingu gervigrasvallar á tímabilinu. greinar. „Við erum með hugmynd um að koma á fót fjöllistaskóla fyrir börn og unglinga. Eftir að hafa lyft tónlistinni upp langar okkur að taka sjónlistir, bókmennt- ir og leiklist og efla starfsemi þeirra í áætluninni er gert ráð fyrir byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara í samstarfi við Búmenn. Áform eru um eflingu heimaþjónustu og byggingu íbúða þar sem miðaldra og eldra fólki verða boðnir fjölbreyttari búsetumögu- leikar en nú eru fyrir hendi á Álfta- nesi. Nýtt stjórnsýsluhús er eitt af því sem áætlað er að ráðast í byggingu á fyrir lok tímabilsins 2010. Enn er ekki ákveðið með hvaða hætti það verður gert en það mun fara að nokkru eftir því hverjar nið- urstöður nýs deiliskipulags verða og hvaða samninga sveitarfélagið kann að gera við fjárfesta. Þá má geta átaks í um- hverfismálum og framkvæmdum við úti- vistarsvæði. Loks er gert ráð fyrir kaupum á landi til þess að fylgja eftir áherslum um frið- un strandsvæða, votlendis og opinna svæða á Álftanesi. einnig, þannig að menningar- og listalíf á eftir að blómstra hér." Skatttekjur aukast samhliða uppbyggingu á miðsvæðinu Nýlega var gengið frá þriggja ára fjárhags- áætlun sveitarfélagsins þar sem tekið er tillit til þeirrar uppbyggingar sem ráðist verður í á tímabilinu. „í áætluninni byggj- um við á reynslu af rekstri fyrri ára og einnig á íbúaspá fyrir tímabilið. Við þurf- um að breikka skattstofninn og styrkja með auknu atvinnulífi sem skilar ein- hverjum tekjum til sveitarfélagsins. Við gerum ráð fyrir að nokkur árangur náist í bættum rekstri og einnig að skatttekjur aukist nokkuð samhliða uppbyggingunni á miðsvæðinu. Við gerum ennfremur ráð fyrir að skatttekjur, tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og þjónustutekjur nái að standa undir rekstri aðalsjóðs en óreglu- legar tekjur, sem tengjast uppbyggingu nýrra íbúða og þjónustusvæða, geti geng- ið til skólabyggingar og annarra þjónustu- bygginga auk annarra framkvæmda. Ef þessi áætlun gengur eftir verða skóli og íþrótta- og þjónustumannvirki byggð í samræmi við íbúaþróun, hagræðingu verður náð í rekstri og skuldir lækkaðar. Með því viljum við leggja grunn að bættri þjónustu til lengri tíma," segir Sigurður Magnússon, bæjarstjóri á Álftanesi. dagskrá SFS 32 TÖLVUMIÐLUN www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.