Sveitarstjórnarmál - 22.03.2007, Side 34
Skólamál
Heimildir:
Anna Þóra Baldursdóttir. 2000. Hvernig líður kennurum? Könnun á kulnun í
starfi grunnskólakennara og leiðbeinenda ígrunnskóium. Reykjavík, Kennara-
háskóli íslands. lÓbirt M.Ed.-ritgerð.]
Darling-Hammond, Linda. 2000. Teacher quality and student achievement: a
review of state policy evidence. Educational Policy Analysis Archives 8,1. Vef-
síða: http://epaa.asu.edu/epaa/v8n1. Sótt 14. febrúar 2004.
Draper, Janet og Victor Forrester. 2004. Early Teacher Development in the 2ist
Century: Contested and Contrasted. Erindi flutt á ráðstefnu Scottish Ed-
ucational Research Association, Perth, Skotlandi 25.-27. nóvember 2004.
[Fjölrit.J
Feiman-Nemser, Sharon. 2003. What NewTeachers Need to Learn. Ed-
ucational Leadership 60,8:25-29.
Ingersoll, Richard M. ogThomas M. Smith. 2003. The Wrong Solution to the
Teacher Shortage. Educational Leadership 60,8:32-33.
María Steingrímsdóttir. 2005. Margt er að læra og mörgu að sinna. Nýbraut-
skráðir grunnskóiakennarar á fyrsta starfsári; reynsia þeirra og líðan. Akureyri,
Háskólinn á Akureyri, kennaradeild. [Óbirt M.Ed.-ritgerð.]
markviss leiðsögn felur í sér, svo sem að
fylgjast með nýliðanum í kennslustundum.
Þannig getur leiðsagnarkennarinn veitt hon-
um markvissa endurgjöf.
Æskilegt er að minnka vinnuálag nýlið-
ans og gefa honum þar með tíma og ráð-
rúm til ígrundunar um eigið starf með að-
stoð leiðsagnarkennara, stjórnenda og ann-
arra samstarfsmanna (t.d. í Skotlandi er
þeim ætlað að kenna 70% af kennsluskyldu
en 30% eiga að fara í starfsþróun (Draper
og Forrester 2004:10)). Þar með gæfist m.a.
tækifæri fyrir nýliðann að sitja kennslu-
stundir hjá samkennurum sem ná góðum
árangri í starfi.
Ábyrgð stjórnenda er mikil
Ábyrgð stjórnenda er mikil gagnvart nýja
starfsmanninum. Þeir eru ábyrgir gagnvart
ráðningu hans og þurfa að gera sér grein
fyrir hversu þýðingarmikil rétt innleiðing í
starfið getur verið fyrir framtíð hans sem
kennara. Þeir þurfa að skipuleggja leiðsögn-
ina og skilgreina hlutverk leiðsagnarkenn-
ara á þann hátt að leiðsögnin verði góður
stuðningur við starfsþroska nýliðans. Það er
enn fremur á þeirra valdi að tími og tæki-
færi skapist fyrir samstarf leiðsagnarkennara
og nýliða, t.d. með því að taka tillit til þess
við gerð stundatöflu. Einnig ættu skóla- Grunnskóianemendur.
stjórnendur að fylgjast vel með starfi nýlið-
ans og láta hann vita að starf hans skiptir
máli fyrir skólann. Þeir ættu að kalla nýliða til sín í eins konar
starfsmannaviðtal eftir einn til tvo mánuði til að heyra hvernig
málin standa og láta þá vita hvað þeim sjálfum finnst um störf
þeirra. Skólastjórnendur þurfa að vinna að málum nýliða í sam-
starfi við skólayfirvöld í hverju skólaumdæmi og ekki síður þarf
fagfélag kennara að vera meðvitað um þarfir nýliða og setja fram
skýra stefnu þar um.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að fátt hefur meiri áhrif á náms-
árangur nemenda en vel menntaðir og hæfir kennarar (Darling-
Hammond 2000). Þá sýna nýlegar erlendar rannsóknir að þeir
kennarar sem fá markvissa leiðsögn í upphafi ná betri árangri og
verða skuldbundnari starfinu (Ingersoll og Smith 2003). Við höf-
um þörf fyrir áhugasama og vel menntaða kennara sem eru skap-
andi og frjóir og þar með í stakk búnir til að mæta þörfum allra
nemenda í fjölbreytilegu þjóðfélagi. Með þetta í huga er nauð-
synlegt að veita þeim markvissa leiðsögn í upphafi og stuðla
þannig að framþróun í skólastarfi.
TÓLVUMIÐLUN
SFS
34
www.tm.is