Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 2
2
G E S T U R
GESTUR ber að dyrum.
Erindi hans er slikt hið sama og bóndans, sem á verk-
leysisstund gengur yfir á nœsta bœ til þess að sýna sig og
sjá aðra, segja tiðindi, sem hann veit, — sœkja og veita
ána:gju og gott skap.
Eitthvað kann gesturinn líka að segja, sem menn hafa
ána’gju af. Og rabb hans er fjölbreytilegt. Hann rifjar upp
frásögn af hryðjuverkum, sem framin voru á spönskum
hvalföngurum á Vestfjörðum á 17. öld. Er þessi frásögn
með nokkuð öðrum blœ en sagnritarar almennt hafa skýrt
frá málunum. Virðist svo sem almenningur hafi yfirleitt talið
landhreinsun að þeim spönsku. En nokkrir, þar á meðal
Skúli Þórðarson, magister, hafa skýrt frá drápunum sem
raunverulegum hryðjuverkum, og er frásagan hér i blaðinu
„stolin, stœld og frumsamin“ eftir grein Skúla um efnið.
Framhaldssögur verða tveer, Angela, spennandi ástarsaga,
sem blessað kvenfólkið á áreiðanlega eftir að brjóta heilann
um, hvernig endi, og Cardby frá Scotland Yard, sigild saka-
málasaga úr vinsœlasta flokki.
Frásögn knattspyrnusnillingsins Puskas er upphaf á bók,
sem GESTUR fékk nýlega i hendur. Er það sjálfsævisaga
hans, einhver sú allra skemmtilegasta, sem borizt hefur lengi.
Vœri sannarlega gaman að fá hana á islenzku, en fyrst um
sinn verðum við að láta okkur nœgja þennan kafla. Hann
endar að visu nokkuð snubbótt, en ástœðan er einfaldlega
sú, að ritstjórinn þýddi og þýddi, svo spenntur, að honum
fannst hann aldrei eetla að geta hœtt, þangað til liann ýtti
ritvélinni frá sér leiður á svip og sagði: „Það er vist ekki
pláss fyrir meira af greininni i blaðinu!" Þvi fór sem fór.
Strákarnir vilja þó áreiðanlega meira.
Smásögur verða af ýmsu tagi i blaðinu, og er ekkert hecgt
að fullyrða um efni þeirra eða gildi að svo liomnu máli.
Frásagan Mitsinari er af þvi tagi, sem alltaf liefur áti
mikil itök meðal þeirra, sem brunnið hafa af ferðaþrá, en
orðið að sitja kyrrir á sama stað. Franski trúboðinn lendir
lika sannarlega i þeim œvintýrum, að áhuginn helzt vakandi,
og fólkið, sem hann kynnist, hefur sannarlega einkennilega
og furðulega siði.
Leilistarfsemi er sérstakt áhugamál blaðsins, og vill það
leitast við að ná sambandi við sem allra flesta leikflokka um
land allt um að fá frá þeim fregnir af leiksýningum, að
ógleymdum myndum. Vœntir það náins samstarfs við sem
allra flesta aðila á þvi sinði.
Ungur lœknanemi, Guðmundur Bjarnason, hefur teiknað
fjölda fyrirsagna i blaðið, þ. á m. hinn skemmtilega „haus“.
í nœstu blöðum byrja svo smáliaflar um heimilið, fyrir
kvenfólkið okkar, sem finnst ef til vill sinn hlutur nokkuð
fyrir borð borinn.
Margt er ótalið enn, en allt kann þetta að veita einhverj-
um gaman — og þá er tilgangi gestkomunnar náð.
GESTUR vill leitast við að flytja vandað efni, sem les-
endur hans geti haft ánœgju af að fá vikulega. A þvi eru
nokkrir erfiðleikar, sem vonandi verða yfirstignir með ánœgju-
legri samvinnu við lesendur — og umfram allt gagnrýni á
það, sem miður fer.
Við sjáumst aftur um nœstu helgi.
Ef yður vantar góðan plötuspilara,
réttu tónarnir.
Skipta öllum tegundum
af plötum.
Hafa þrjá hraða.
Verðið mjög hagkvæmt.
Sendum gegn póstkröfu.
Hljóðfæraverzlun
SIGRIÐAR HELGADOTTUR s.f.
kemur út vikulega. Útgefandi: Blaðaútgáfan s.f. Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Baldur Hólmgeirsson. Framkvæmdastjóri:
Guðmundur Jakobsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Ingólfsstræti
9. Prentað í Prentsmiðjunni RÚN h.f. Símar 80912 og 7667.
A