Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 7

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 7
G E S T U R 7 FERENC PUSKAS er talinn óviðjafnanlegur knattspyrnumaður. Æskuár hans voru hin erfið- ustu, og byrjunarörðugleikarnir ótrúlegir. Á frægðarstundu, sem hann og félagar hans sköpuðu landi sínu með því að vinna landsleikinn við Englendinga á Wembley leikvanginum í London ár- ið 1953 með 6:3, rifjast bernskan ljóslega upp fyrir honum . . . Ungverski fyrirliðinn HORN DÓMARI BLÉS I FLAUTUNA — og ég þeyttist af stað eftir Wembley-leikvanginum. Framherjamir voru með knöttinn, og sendu hann stutt og hratt á milli sín. Ég spymti honum til Hidegkuti, miðframherj- ans, og áður en níutíu sekúndur voru liðnar frá því leikurinn hófst, hafði hann skorað fyrsta mark leiksins fyrir Ungverjaland. í fyrsta skipti eftir komu okkar til London, datt mér í hug, að við hefðum möguleika til að sigra. Það var 25. nóvember 1953, og sautján ár voru liðin frá því ungverskt lið hafði seinast leikið við enskt. Allir gerðum við okkur Ijóst mikilvægi þess- arar stundar; jafnvel harðsvíruðustu leikmenn okkar áttu erfitt með að vera kyrrir. Fyrsta markið róaði taugar okkar, og mér fannst liðið einbeita sér meir að leiknum, þar sem Englendingarnir — og þá sérstaklega Billy Wright, sem var fyrirliði þeirra — voru hins vegar ó- styrkir. England jafnaði — og Hideg- kuti skoraði á ný. Þá var röðin komin að mér. Ég tók við langri sendingu frá hægri kanti. Sendingin var ónákvæm, og allt í kringum mig voru enskir leikmenn. Það myndi hafa verið ár- angurslaust að senda hann frá sér. Svo að ég spann knöttinn upp á vinstri fótinn á mér og skaut þaðan sem ég stóð. Ég heyrði varla þrumugnýinn frá á- horfendapöllunum: „Mark!“ því að um leið og ég skaut knettinum, varð ég strákur á ný. Lítill strákur, sem eyddi öllum stundum dagsins í að láta sam- anvöðlaðar tuskur dansa á vinstra fæt- inum á sér, í þeim tilgangi að læra upp á eigin spýtur galdra fótknattar- ins, sem hann var of fátækur til að kaupa . .. Níu okkar léku knattleik saman sem drengir á völlunum í Kispest, sem er úthverfi Búdapestborgar, hálfgert uppi í sveit. Sumir okkar voru svo litlir — sérstaklega ég undirritaður — að þið hefðuð orðið að gá aftur til þess að koma auga á okkur. En við lékum frá morgni til kvölds. Við höfðum engan sæmilegan útbúnað: knötturinn okkar var samanvöðlaðar tuskur. Við áttum enga knattspyrnuskó — sjaldnast nokkra skó yfirleitt. Venjulegast Iékum við ber- fættir á velli, sem var alþakinn þyrn- um. En aldrei leiddist okkur við heima- tilbúinn knöttinn. Við æfðum okkur í að sparka, taka við sendingum og stjórna knettinum með bringu, leggj- um, knjám og lærum. Einu rauverulegu kennslustundirnar voru kappleikir at- vinnumannanna á laugardögum og sunnudögum. Þar veittum við nána at- hygli öllum brellum og tilburðum, sem við gætum æft okkur á í næstu viku. Ekki höfðum við peninga, nema við hátíðlegustu tækifæri, en einhvern veg- Unglingaflokkur Kispest. Ocsi Puskas, 13 ára, er þriðji frá heegri i aftari röð. Frímerki, útgefið i Ungverjalandi i :il- efni af leiknum við Englendinga. Lh- slit leiksins voru yfirstimpluð. inn heppnaðist okkur alltaf að komast inn á leikvanginn. Ég man ekki eftir einum einasta kappleik, sem ég sá ekki. Stundum horfðum við á leikina hang- andi í tré í kirkjugarði við hliðina á leikvellinum. Stundum smugum við inn í gegnum klofið á hliðverðinum. Loks- ins útbjuggum við okkur eigin inngang á leikvöllinn. Við grófum holu úr kirkjugarðinum undir vegginn, og þennan einkaaðgang notuðum við allt til ársins 1936, — sem er eitt þýðingar- mesta árið í lífi mínu, — en þá höfð- um við ekki lengur not fyrir hann. Við vorum að leika okkur á vellinum okkar, þegar hvellt blísturshljóð batt enda á leikinn hjá okktrr. Maður, sem ég hafði aldrei séð áður, stóð og horfði á okkur. Hann kom til okkar og spurði okkur, hvað við hétum. Síðan sagði hann: „Strákar, langar ykkur til að leika ykkur með raunverulegan knött?" „Gerið ekki gys að okkur, herra“, sagði Cucu Bozsik, því að hann hélt að maðurinn væri að reyna að selja okkur knött. „Við höfum enga peninga til þess að kaupa knött fyrir". í dag vill svo til, að Cucu er leikmaður í ung- verska landsliðinu og þingmaður að auki! „Strákar, langar ykkur til þess að leika á raunverulegum knattspyrnu-

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.