Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 4

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 4
4 G E S T U 71 ar sýslumanns, 34 talsins, og réðu til atlögu við Spánverja í skjóli næt- urinnar. Laumuðust þeir heim að býlinu, komu varðmönnunum 5 að óvörum og felldu þá, og komust yfir vopn þeirra. Varnir Spánverjanna voru frá- bærar, en ekki máttu þeir við margnum, einn á móti hverjum fjór- urn íslendingum. Varnarstaðan í bænum var svo óheppileg fyrir þá sem hugsazt gat, en engu að síður stunduðu hvalveiðar sínar þaðan. En árás landsmanna frá því um vetur- inn var þeim í fersku minni, og létu þeir því 11 vopi.aða menn gæta hvers skipanna. Um þetta leyti barst bréf til lands- ins frá kónginum í Kaupinhafn, út- gefið þann 15. apríl 1615, skipun til íslenzkra fyrirmanna og erlendra höndlunarmanna, sem leyfi höfðu til verzlunar á íslandi, þess efnis að herja skuli á hina spænsku aðkomu- menn og taka skip þeirra. Um tveggja alda skeið höfðu Englend- ingar og Hollendingar fengið að stunda veiðar í hafinu umhverfis landið, nokkurnveginn í friði, ef þeir höfðu skjöl sín í lagi. Um Spán- verja fannst yfirvöldunum öðru máli gegna. Voru þeir mjög rógbornir við dönsku hirðina. Sögðu kaupmenn þá eiga ólögleg skipti við þjóðina, stela frá henni og sýna henni versta of- beldi, þessari hrjáðu þjóð, sem kóng- ur og forfeður hans sálugir höfðu með „Gamla sáttmála" heitið sinni náðugsamlegustu vernd. 1 bréfi kóngs fannst þó atriði þess efnis, að á ári hverju mættu fjögur spænsk skip leita hafnar á Islandi, svo fremi, sem áhafnir þeirra stofn- uðu ekki til neinna vandræða við landsmenn. Friðsamleg viðskipti. Allt sumarið dvöldu Spánverjarn- ir í firðinum. Hvalveiðarnar gengu með ágætum. Þeir veiddu 11 stóra hvali og nokkra minni. Samskiptin við landsmenn voru hin ákjósanleg- ustu. Hafísinn og hörkuvetur orsak- aði matarskort þeirra á meðal, og seldu þá Spánverjar þeim hvalkjöt við rnjög vægu verði. Enda þótt sýslumaður hefði í :nafni kónglegrar hátignar bannað landsmönnum öll viðskipti við Spán- verja, streymdu fátækir bændurnir til skipanna og fengu bátsfarma al indælasta hvalkjöti fyrir nokkra sjó- vettlinga eða smjörpund. Aðkomu- mennirnir björguðu því mörgu heim- ilinu frá algerri hungursneyð. Og þegar viðskiptin voru á annað borð hafin, fór fleiri varningur en hvalkjöt á milli. Spánverjar voru furðulega vel birgir af skipsbrauði, víni og ýftiiskonar áhöldum úr járni, sem bændurnir höfðu not fyrir. — Sjálfir höfðu þeir not fyrir nýtt kjöt, ullarvettlinga, úlpur og sokka, sem bændur áttu í ríkum mæli. 1 stytztu máli sagt unnu hinir framandi gestir hug fólksins. Und- antekningar voru að vísu. Eitthvað bar á yfirgangi af hálfu beggja, en öllum var það ljóst, að annar var ekki hinum sekari. Hugsað til heimferðar. Það leið að hausti. Næturnar tók að lengja og verðið að versna. Gekk á með stormi og rigningarhraglanda. Spánverjar tóku að hugsa til heim- ferðar, og eftir nokkum undirbún- ing töldu þeir sig ferðbúna. Daginn 20. september skyldi lagt af stað. Allir voru ánægðir yfir vel- gengni vertíðarinnar, og hlökkuðu óspart til þess að njóta ávaxta erfið- is síns hjá fjölskyldum sínum. Að kvöldi heimferðardagsins brast á ofsaveður. Stórir ísjakar brunuðu inn fjörðinn. Stormurinn þeytti einu skipanna á ísjaka og sökk það á stundarkorni. Áhöfnin bjargaðist þó í land, að þrem mönnum undantekn- um, en farmurinn sökk með skip- inu. Annað skip rak upp á nes og brotnaði þar í spón, en áhöfnin gat bjargað sér í land ásamt nokkru af farminum. Þriðja skipið rak einnig á land, en allir mennirnir björguðust ásamt meiri hluta farmsins. Þannig var ástatt hjá hinum fram- andi sæförum, er veturinn gekk í garð. Skiplausir á framandi strönd, — samkomulagið við landsmenn hafði verið gott, meðan þeir gátu notið góðs af viðskiptunum, en hvað myndi framtíðin bera í skauti sér, þegar þeir yrðu ekki lengur færir um að afla sér fæðu, hvað þá að láta nokkuð af hendi til sveltandi þjóðar? Neyðin vofði yfir Spánverjunum eftirlifandi, 82 að tölu. Mestur hluti eigna þeina hr.fði sokkið með skip- unum. En átta báiar voru eftir heil- ir. Nú var um tvo kosti að gera, búa sig til vetrarsetu í firðinum eða freista brottfarar á bátunum. Um þær mundir bárusi þeim fregnir af stóru skipi, sem dveldi í firði nokkru norðar. Þetta var seinasta vonin um að komast heim, svo að þeir völdu þann kostinn að fara 'til fundar við þá skipsmenn. En mestan hluta þess, sem eftir var af farangri þeiiTa, urðu þeir að skilja eftir. Þrem dögum eftir skipsskaðana lögðu þeir af stað, og þrátt fyrir óveðrið komust þeir á leiðarenda. En skipið reyndist þeim mestu von- brigði, bæði var það lítið, og harla lélegt sjóskip. En þeir afréðu samt að sigla skipinu og fjórum bátum suður með ströndinni. Þótt þeir hefðú haft mestan hluta vistanna með sér, svarf skorturinn brátt að þeim, og urðu þeir að leita á náðir landsmanna. En nú var sá hængur á, að þeir höfðu lítið sem ekkert til að borga með. Mataröfl- unin gekk því erfiðlega, og var það' ráð tekið að skipta hópnum. Stærsti hópurinn, 50 manns, undir forustu Pedro de Aggvidre og Stephan de Tellaria, sigldu skútunni til syðztu fjarða Vestfjarðakjálkans. Martin de Villa France sigldi inn í ísafjarð- ardjúp með 18 manna hóp og settist að á lítilli eyðiey. Þeir 14, sem eftir voru, sigldu til annars fjarðar og settust að á eyðibýli, sem þeir fundu við ströndina. íslendingar hefjast handa. Skammt frá eynni, sem de Villa France og menn hans settust að á, bjó sýslumaður, Ari Magnússon að nafni. Hann frétti fljótt komu Spán- verjanna, og er hann vissi af grip- deildum, sem þeir höfðu framið á nautgripum bænda, ákvað hann að þeir skyldu af lífi teknir. Spánverjarnir 14, sem settust að' á eyðibýlinu, tóku að gerast all- nærgöngulir við bændur í nágrenn- inu. Og þegar séð varð, að ekkert lát myndi verða á því um veturinn, var afráðið að ráða þá af dögiun. Söfnuðust bændur saman án vitund- Framh. á bls. 18.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.