Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 6

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 6
6 G E S T U R Dyrabjallan hringdi, og Elna kastaði bréfinu á litla borðið fyrir framan speg- ilinn. Hún flýtti sér fram til þess að opna. Hjartað hamaðist í brjósti lienn- ar, því að skyndilegur ótti hafði gripið hana. Hvers vegna þurfti líka Dave að skjóta upp kollinum eftir öll þessi ár? Ef Harry væri heldur ekki svona hræði- lega afbrýðisamur, þá gæti liún óhrædd kynnt Dave fyrir honum: „Þetta er Dave Robson. Við kynnt- umst, þegar þú varst í hernum og ég vann í flugstöðvarmatsalnum". En hún gat ekki fengið slíkt af sér. Afbrýðisemi lians sannaði, að hann elskaði hana, en olli líka vandræðum og taugaóstyrk hjá henni. Fyrir utan stóð sendisveinn með af- langan kassa í fanginu. „Gjörið svo vel að kvitta hérna!“ sagði hann stuttaralega. Blóm frá Borlands — dýrustu blóma- verzluninni í borginni! Elna hripaði nafnið sitt í kvittanaheftið. Þegar hann var farinn, hallaði Elna sér dauðþreytt upp að veggnum til þess að jafna sig. Síðan reif hún lokið af kassanum . .. rósir, yndislegar rósir, og bréfspjald, sem gaf til kynna, að Dave hefði sent þær. „Ég — ég get ekki átt þær“, muldraði hún örvingluð. „Harry vill fá að vita, frá hverjum þær eru, og hann heldur, að það búi eitthvað undir þessu. Hvað á ég að gera?“ Losna við þær, auðvitað! Elna flýtti sér í kápuna, greip veskið sitt, og með rósirnar í fanginu þaut hún út. Hvolp- urinn gat víst séð um sig sjálfur í nokkrar klukkustundir. Á horninu sá hún gamla konu standa og horfa inn um glugga. Henni datt skyndilega nokkuð í hug. Hún hljóp til gömlu konunnar, stakk pakkanum undir handlegginn á henni og sagði: „Hérna eru nokkur blóm handa yð- ur. Ég þarf ekki á þeim að halda“. Um leið tók hún aftur á rás og stökk upp í strætisvagninn, en konan stóð yfir sig hissa og horfði á eftir henni. ÞEGAR HÚN KOM út úr strætis- vagninum, gekk hún hægt í áttina til Rialto-kaffihússins. Hugrekkið var ekki upp á marga fiska. Hugsunin um Dave gerði hana óstyrka í linjánum. Hár og myndarlegur maður stóð á fætur um leið og hún kom inn í' sal- S A G T Hún er ein af þeim, sem kunna bezt við sig úti i liorni með þykka banltabók ... Fyrir ofan skóvarpið tók hún strax að breiða úr sér upþ i tvö hundruð pundin,*sem hún óg ... inn. Sólskinsbros ljómaði um andlit hans um leið og hann leit til hennar. En hvað var þetta. Það var önnur kona með honum! „Það var sannarlega gaman að sjá þig aftur, Elna, eftir öll þessi ár“, sagði hann glaðlega. „Mig langaði svo mikið til þess að heilsa upp á þig og rifja upp gömul kynni. Má ég kynna þig fyrir eiginkonu minni, Klöru. Klara, ])etta er Elna Graham. Við vorum perluvinir, þegar ég dvaldi hérna, og hún gaf mér þessar líku fínu pönnu- kökur ... ekki satt, Elna?“ Elna hafði ekki náð sér eftir undrun- ina, en henni tókst samt að segja nokk- ur vingjarnieg orð við spóalegginn, sem var gift Dave. Dave náði í stól handa henni og sagði, að nú skyldu þau sann- arlega rifja upp gamlan kunningsskap. Elna mundi eftir að þakka honum fyrir rósirnar. „Blessuð, minnstu ekki á það lítil- ræði“, sagði hann og hellti sér út í frásagnirnar um það, sem á daga hans hafði drifið. Þau drukku te og röbbuðu fjörlega saman. Skyndilega brá Elnu við að sjá, hversu liðið var á daginn. Tíminn lrafði hlaupið frá henni, og Harry myndi koma heim á undan henni. Hann myndi að vísu ekkert segja, þótt hún tefðist um hálfa klukkustund eða svo. Elnu leið nú svo vel, að hún myndi hafa boðið þeim hjónunum heim til sín, ef henni hefði ekki dottið í hug, að Harry, jafn stífur og hann var, myndi ekki kunna að sjá þessa atburði í réttu ljósi. Hún varð að búa hann svolítið betur undir það. Þess vegna bauð hún þeim að lí'ta endilega inn til þeirra hjóna, næst þeg- ar þau ættu leið um, með því myndu þau gera þeim mikla ánægju. 1 STRÆTISVAGNINUM á leiðinni heim hvíldi Elna sig reglulega. Nú gekk allt eins og í sögu. Hún gat ekki varizt hlátri yfir skelfingu sinni um morguninn. Hvað hún hafði hag- að sér heimskulega. Og Harry hefði samt orðið öskuvondur, ef hann hefði komizt í bréfið, og þá hefði orðið hörð senna! Jæja, hann skyldi víst ekki fá að lesa bréfið. Hún ætlaði að rífa það í smáparta og lienda þeim út um glugg- ann. Hún rótaði í veskinu sínu og leit- aði full örvæntingar að bréfinu. Það var ekki þar. „Hvað get ég hafa gert af því?“ Hún greip andann á lofti. Ég leit á það, þegar sendisveinninn kom með pakkann, og síðan — síðan kastaði ég því' á borðið. Það var ein- mitt það, sem ég gerði. Og nú les Harry það, þegar hann kemur heim. Hann heldur, að ég hafi verið á stefnu móti, meðan hann var í vinnunni. Óróinn var kæfandi. Hairy myndi ekki trúa henni, þótt hún segði hon- um, að Dave hefði verið þarna með eiginkonu sinni — hann hafði ekki minnzt einu orði í bréfinu á konuna sína. Öll sagan myndi hljóma hjákátlega, og skýringar hennar naumast teknar gildar. Elna þorði vart að koma heim og standa auglit til auglitis við ofsareiðan eiginmanninn. „Þetta gerði svo sem ekkert til, hann hefur enga ástæða til þess að vera reið- ur, en hann myndi leggja innihald bréfsins út á versta veg“. ÞEGAR HÚN GEKK héim á leið, sá hún Harry koma út í dyrnar með Trygg í fanginu og láta hann niður. Hvolpurinn tók strax á sprett og hent- ist til hennar. Elna gekk hægt inn í húsið. Dyrnar inn í borðstofuna stóðu opnar og hún sá, að Harry liafði gert klaufalega til- raun til þess að leggja á borð. Hann hafði bundið svuntu framan á sig og afhýtt kartöflur frammi í eld- húsi. Hann kom gleiðbrosandi á móti henni. „Það er gott, að þú kemur, elskan mín, því að ég var orðinn dauðsoltinn. Garnirnar gaula inn í mér. Hvar hef- ur þú verið?" Elna reyndi að tala, en orðin sátu föst í hálsinum á henni. Harry leit hörkulega á hana: Framh. á bls. 14.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.