Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 9
G E S T U R
9
hvað pabbi hafði sagt, en svo áleit ég
að hann hefði aðeins sagt jþetta til að
bjarga mér úr klóm varðarins og
krakkanna. Ég þorði ekki að trúa því,
að ég fengi að keppa. Ég var fimm
eða sex árum yngri en nokkur hinna,
og þeir voru miklu betri en ég.
En inni í búningsklefanum, þegar
liðsskipunin var lesin upp, sagði pabbi:
,Ocsi, þú leikur vinstri framvörð".
ÞAÐ VAR EKKI hátt á mér risið,
þegar við hlupum út á leikvöllinn.
Mér fannst allra augu beinast að mér,
og fæturnir tóku að skjálfa undir mér.
„Ocsi“, sagði ég við sjálfan mig, „þú
verður að sýna þeim, hvað strákarnir
úr Kispest geta”.
Leikurinn fór illa fyrir okkur, við
töpuðum 3:0. En pabbi klappaði mér
á öxlina. „Vel gert, drengur minn“,
sagði hann. „Svona á að keppa".
Blaðið á staðnum sló fréttinni um
kappleikinn upp, og gat þess sérstak-
lega, að mesti viðburðurinn hefði ver-
ið, að unglingurinn Ocsi Puskas, sextán
ára, hefði tekið þátt í fyrsta-flokks
meistaraleik.
Við vorum komnir hálfa leið til
Búdapest, þegar liðið var kallað inn
í annan vagn. Brátt var ég sóttur líka.
Ég kom, án þess að hafa hugmynd um,
hvað um var að vera. Um leið og ég
kom inn, litu allir upp.
„Á sama hátt og allir hinir, Ocsis
Puskas", sagði einn leikmannanna, sem
var nokkurs konar fundarstjóri, „verð- '
ur þú að ganga í gegnum eldskírnina
inn í meistaraflokkinn. Allar yfirsjónir
þínar verða upptaldar, og eftir eðli
þeirra fer refsing þín. Þá fyrst getur
þú talizt fullgildur meðlimur í okkar
hóp“.
SPURNINGUNUM rigndi yfir mig,
hverri á fætur annari. Sumum gat ég
ekki með nokkru móti svarað, eins og:
— Hvers vegna er gíraffinn svona háls-
langur? — og: — Hvers vegna er ljónið
svona hausstórt? — En mér var sagt,
að það væru til svör við þessum spurn-
ingum: — Hálsinn á gíraffanum er
svona langur til þess að hann nái upp
að hausnum, og: — Ljónið er svona
hausstórt til þess að það komist ekki
út milli rimlanna á búrinu.
Næst sneri fundarstjórinn sér að yf-
irsjónum mínum: „Ocsi Puskas, þín
stærsta yfirsjón er sú, að þú skulir hafa
tekið þátt í meistaraflokkskappleik,
aðeins sextán ára gamall. Fyrir því er
engin afsökun. Og ekki nóg með það.
Þú hleypur ekki nógu hratt. Þú reynir
að skora mörk. Þú ert of stuttklipptur.
Þú heilsaðir ekki, þegar þú komst hing-
að inn. Þú svaraðir spurningunum eng-
an veginn nægilega".
Upptalningarnar virtust aldrei ætla
að taka enda, en að lokum kvað hann
upp dóm. Fyrri hluti refsingarinnar
voru tuttugu og fimm högg á óæðri
endann. Þetta var framkvæmt af slíku
offorsi, að mér var ógerlegt að setjast
niður það, sem eftir var leiðarinnar. En
þó var þetta ekkert hjá því, sem eftir
fór, sem var að hvolfa í sig heilum lítra
af „Þriggja manna víni“. Það heitir
svo, af því að það þarf tvo menn til
að halda fórnarlambinu, meðan sá
þriðji hellir drykknum niður í það —
andstyggilegu samsulli af ódýru víni,
ediki og sykri.
Bragðið var viðurstyggilegt, en ég
varð að kyngja því til þess að kafna
ekki. Þegar dómnum hafði verið full-
nægt, tóku allir í höndina á mér og
buðu mig velkominn í sinn hóp. Ég
komst seinna að því, að þessi „vín-
drykkja" hefur sinn tilgang — hún á
nefnilega að halda leikmanninum frá
áfengi í framtíðinni!
Og þar með var ég kominn í meist-
araflokkinn!
Fögnuður Unguerjanna eftir sigurinn var skiljanlega mikill. A myndinni sést
markvörðurinn samfagna Puskas.