Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Síða 3

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Síða 3
G E S T U R 3 HRYÐJUVERK Á VESTFJÖRÐUM ÞAÐ ER ofsaveður úti fyrir vesturströnd íslands. Spænsku hvalfangararnir, sem haustið áður höfðu komið 16 talsins sunn- an úr heimkynnum sínum, frá San Sebastian og öðrum spænsk- um bæjum norðarlega á Spáni, höfðu átt nepjuveður á Islands- miðum. Rekísinn hafði þegar lagzt að ströndum landsins, þegar þeir komu, og þeim var ógerlegt að leita nokkurs staðar til hafnar. Engu að síður hófu þeir hvalveiðarnar horskir í hug, og henti þá ekkert óhapp um veturinn. En nú var liðið að vori, og ótíðin og kuldinn hélzt hinn sami. Þessum spænsku sæförum var ekki fisjað saman. Sex og sjö voru þeir saman á báti við þessa erfiðu sjósókn. Kuldalegar viðtökur. Ártalið er 1616. I tveim bátkæn- um hrekjast 13 Spánverjar undan óveðrinu á leið til lands. Skip þeirra er löngu horfið út í sortann og veðurofsann, og þeir mega hafa sig alla við að sneiða hjá rekísjökunum, sem hrannast allt í kringum þá. Skyndilega grillir í svartan klettavegg. Fögnuðurinn fyllir brjóst þessara sæhröktu manna, er þeir eygja von um að mega halda lífi, jafn vonlaus og bar- átta þeirra við höfuðskepnurnar hef- ur virzt. Landtakan gengur eftir óskum. Þeir hafa fast land undir fót- um. En lítið órar þá fyrir því, að þeir hafa gengið á vit herskárrar þjóðar, sem berst fyrir lífi sínu gegn hungurdauðanum, og telur sér allt rekagóss af himni sent til bjargar. Við það bætist, að um hina suð- rænu aðkomumenn hafa breiðzt hin- ar svakalegustu sögur, sögur um stuldi, rán og ofbeldi, sem fylgdi þeim hvarvetna. Þá væri sannarlega ekki óhætt að eiga jrfir höfði sér. Sæfararnir verða því brátt varir mannaferða. 30 manna hópur nálg- ast þá úr landi, og lætur ófriðlega. Sjálfsagt hefur landmönnum þótt víst, að ekki yrði mikið úr vörnum hjá svo fáum útlendingum, sjóhrökt- um að auki, en hér fór á annan veg. Er Spánverjar gerðu sér ljósan til- gang aðkomumanna, snerust þeir til varnar af slíku offorsi, að bænda- Spœnsku hvalfangararnir stunduðu veiðar sinar við óblið skilyrði á sjón- um. En erfiðleikarnir hófust fyrir al- vöru, þegar þeir leituðu lands. skarinn leystist upp í trylltri skelf- ingu og tók til fótanna allt hvað af tók. Voru nokkrir særðir úr þeirra hópi. Kunningsskapur við landsmenn. Við þessar ófarir sínar misstu landsmenn alla löngun til þess að eiga í frekari illdeilum við sæfar- ana — að sinni. Bjuggu Spánverjar nú um sig á ströndinni hvað bezt þeir gátu. Þeir voru sannfærðir um, að félagar þeirra myndu koma og sækja þá. Áður en á löngu leið, höfð'u þeir jafnvel stofnað til kunningsskapar við landsmenn. Voru nokkrir tal- andi á latneska tungu, og á bæ í giænndinni bjó lærður maður, Jón Guðmundsson, sem margt hafði skrifað, og talaði það mál. Hann hafði megnustu andstyggð á fram- ferði landa sinna við gestina, og sýndi þeim vináttu sína í mörgu. Reyndist hann þeim stoð og stytta í erfiðleikum þeirra á þessari hrjóstrugu strönd. Veturinn leið að sumri. ísinn rak burt frá ströndinni, snjóinn bræddi, og fagran vordag sást til ferða þriggja skipa í fjarðarmynninu. Þar voru spænskir hvalfangarar á ferð, félagar skipbrotsmannanna. Skip- stjórarnir þrír voru kunnir fyrir hreysti sína, og áhafnir skipanna voru samtals 85 menn, að strandbú- um meðtöldum. Tveim skipanna stjórnuðu þeir Pedro de Aggvidre og Stephan de Tellaria. Þriðja og stærsta skipinu stýrði myndarlega hreystimennið de Villa France, og var áhöfn hans skipuð 33 mönnum. Konungsbréfið. Skipin þrjú höfðu nú aðalbæki- stöðvar sínar þarna í firðinum og 4

x

Vikublaðið Gestur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.