Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 11

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 11
G E S T U R 11 torveldari. Meg var fulltrúi Ömmu, eiganda óðalsins, hinnar fullkomnu húsfreyju. „Við vonumst eftir að þú snæðir hádegisverð með okkur,“ sagði Meg við Ken. „Þú getur reitt þig á, að það hefur verið vandað til máltíð- arinnar." „Þess gerist engin þörf að múta mér, ég verð kyrr,“ svaraði Ken. „Angela hefur líka búið til sér- staka kökutegund,“ sagði Meg og blandaði Angelu þannig hógværlega inn í umræðurnar. „Amma segir, að það sé engin máltíð, ef ekki séu að minnsta kosti tvær nýjar kökuteg- undir á borðinu, og þá minnum við hana alltaf á, að hún verði að reyna að gleyma því, að móðir hennar hafi verið fædd og uppalin í Virginíu; það er mér alveg hulin ráðgáta hvernig kvenfólkið þar fer að því að halda sér grönnu.“ Þarna stóð hún við hliðina á Ken, grönn, myndarleg og ástúðleg. Ang- ela hugsaði til þess með beizkju, hvernig fólkið í héraðinu var búið að tvinna nöfn þeirra saman. Hún vann allra hylli með fegurð sinni — nema jafn- öldru sinnar, sem ATHYGLI ANGELU VAKNAÐI skyndilega, þegar Ken sagði: „Ég er vís með að afla mér hálfs annars atkvæðis, ef ég fer á fundinn í garð- klúbbnum í kvöld, en það er líklega bezt að sitja hann samt ekki af sér.“ „Áttu að flytja aðra ræðu þar?“ spurði Angela. „Nei, farðu nú ekki að flytja stjórnmálaræðu í garðklúbbnum“, sagði Meg, og minnti Angelu með því á siði héraðsins um leið og hún útilokaði hana í þúsundasta skipti frá samræðunum. En þetta gaf Angelu kærkomið tilefni. „Hvað gerirðu annars þai-na á fundinum í kvöld?“ spurði hún, eins og hún væri full áhuga fyrir málefninu. „Ég tek í höndina á fólki“, svar- aði Ken. „Ég sýni þeim áhuga fyrir málefnum héraðsins, glaðlegur og áhugasamur á svipinn". „Ég hefði gaman af að vera við- stödd“, sagði Angela. „Komdu þá með“, sagði Ken. „Ég hefði reglulega gaman af því. Meg lofar mér að verða sér sam- ferða, er það ekki, Meg?“ Hún sá vandræðasvipinn á andliti Meg, og elskaði þann, sem hrifinn var af Angelu ... hélt því áfram: „Meg er alltaf svo yndisleg við mig, þegar ég kem í heimsókn“. „Kemurðu hingað reglulega?“ spurði Ken. „Ég er búinn að vera svo lengi fjarverandi, í skóla og út- löndum, að ég hef ekki tekið eftir þér hérna áður“. „Frú Brandon og faðir minn voru góðir vinir“, svaraði Angela. „For- eldrar mínir dóu báðir, þegar ég var lítill, og frú Brandon hefur ver- ið mér fjarska góð. Ég fæ alltaf að koma hingað tvisvar á ári. Þetta er eiginlega eina heimilið, sem ég hef eignazt". „Branford er líka yndislegt heim- ili“, sagði Kan hugsandi. „Meg álít- ur það sjálfsagt, en ...“. „Meg fæddist með silfurskeið í munninum“, sagði Angela glaðlega. „Og það finnst mér ömurleg tilhugs- un. Það væri gaman að vita, hverj- um hefði fyrst dottið þessi setning í hug“. Það hlakkaði í Ken meðan hann horfði á Angelu. „Það er nefndarfundur hjá þér á morgun, er það ekki, Ken?“ sagði Angela og breytti um umtalsefni. „Hvers vegna býður þú ekki nefnd- armönnunum hingað eftir fundinn? Við getum svo hæglega veitt þeim góðgerðir. ömmu væri það reglulega kært að hafa hönd í bagga með kosningabaráttu þinni“. „Það væri alveg stórkostlegt“, sagði Ken. „Það er þó sannarlega einhver munur á að bjóða þeim hing- að heldur en í ráðhúsið“. Og Ken myndi gera sér ljóst, hversu dásamleg húsmóðir Meg væri, þegar hún bæri á borð fyrir nefndannennina, hugsaði Angela gremjulega. Honum myndi víst sann- arlega verða ljóst, hvílíkt konuefni hún yrði verðandi stjórnmálamanni, með Branford-óðalið að bakhjarli. Hvaða möguleika hafði hún eigin- lega á móts við Meg? Sífellt í skugg- Framh. á bls. 14.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.