Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 20

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 20
20 G E S T U R í einu og sama ritinu: 15 smásögur 5 ástarsögur 5 sakamálasögur 5 gamansögur Siðasta hefti — nr. 5 — uppselt hjd útgefanda. NYKOMIN Verðlaunalögin úr danslagakeppni S. K. T. Verð kr. 14,00 heftið. Aðalútsala: Hijóðfæraverzlun SIGRIÐAR HELGADOTTUR s.f., Lækjargötu 2. Sími 1815. hafði næstum gloprazt úr höndunum á honum, svo mikil var undrun hans og hnéskjálfti, þegar hann horfði inn f skammbyssuhlaup i hendi þess vel- klædda. Hlaupið beindist beina leið að hjarta hans. Ungi maðurinn gekk hæg- um, stífum skrefum að honum, hrifs- aði djásnið til sín með vinstri hendi, meðan Proddy glápti á hann sem (þrumu lostinn. „Ef þér hrópið eða hreyfið yður, þá salla ég yður niður á stundinni. Ef íþér leyfið yður að yfirgefa búðina fyrr en mínútu eftir að ég er farinn, þá fáið þér sömu útreið af hendi kunn- ingja míns, sem bíður á gangstéttinni hinum megin. Þegar mínútan er liðin, megið þér gera hvern fjandann, sem yður þóknast. Ef yður er annt um líf- tóruna, skuluð þér minnast orða minna. Sælir". Ungi maðurinn stakk djásninu f vasa sinn og skammbyssunni í hægri jakka- vasann. En hann sleppti ekki skeftinu, og skartgripasalinn horfði skelfdur á bunguna utan á jakka hans. Ræning- inn gekk aftur á bak út að dyrunum. Um leið og hann snerti hurðarhúninn, gaf hann fómarlambi sínu seinustu að- vörunina: „Ef þér eltið mig, þá kostar það yður lífið. Vinur minn missir aldrei marks". Dyrnar lokuðust, og um leið þrýsti Proddy á bjölluna undir afgreiðsluborð- inu og stökk síðan að símanum. Bjall- an kallaði á afgreiðslumann, og gegn- um símann náði hann sambandi við Nýja Scotland Yard, þar sem hann til- kynnti ránið — fjórða ránið i West End á einni viku. Meðan afgreiðslu- maðurinn stökk út á götu til þess að elta bifreiðina, gaf Proddy rannsókn- arlögreglunni nákvæma lýsingu á stolna djásninu og útliti ræningjans. Nokkr- um sekúndum seinna var hvorutveggja útvarpað til allra lögreglubifreiða borg- arinnar. Jafnskjótt og ræninginn yfirgaf búð- ina, tók bifreiðin á rás eftir götunni. Um leið og hún fór fram hjá mann- lausu bifreiðinni, stökk ræninginn í sæti sitt við hlið bifreiðarstjórans. „Þá er þessu lokið, Kelly", sagði hann. „Gefðu honum nú rækilega inn. Ég er með draslið í vasanum". Bifreiðin var horfin um horn inn í Grafton-stræti áður en afgreiðsiumað- urinn komst út á gangstéttina. Bifreið- arstjórinn jók hraðann að mun og þaut á ískrandi hjólum inn í Albemarle- stræti. Nokkrum metrum lengra lagði vagninn leið sína inn í Dover-stræti. Þótt ekki væri liðin nema mínúta síð- an ránið átti sér stað, hafði ungi mað- urinn aðhafzt ýmislegt. Hann hafði veitt léreftsfóðrað umslag upp úr vasa á bifreiðarhurðinni. Utan á umslagið var skrifað: Hr. Ernest Reames, 434 Stanhope-stræti, London N. Fyrst setti hann demantadjásnið í venjulegt um- slag og síðan i léreftsfóðraða umslagið. Bifreiðin nam staðar, ungi maðurinn stökk út, ráfaði að næsta póstkassa og lét bréfið falla niður 1 hann. Bifreið- arstjórinn beið eftir honum og beygði eftir nokkurn spöl inn í Berkeley- stræti, þar sem báðir fóru út. Nokkrum metrum neðar stóð snotur tvímenningsvagn. Þeir stigu í hann og óku honum af stað. Um leið og þeir lögðu af stað niður þá frægu götu, heyrðu þeir lögreglubjöllur í fjarska. Ökusveitir lögreglunnar voru komnar á vettvang. Mennirnir tveir í bifreið- inni reyktu og röbbuðu saman meðan þeir bárust með umferðinni. Þar sem St. James-stræti og Albemarle-stræti liggja út að Piccadilly, var umferðin stöðvuð. í fjarska heyrðist klukka hringja, og lögreglujrjónninn stöðvaði alla umferð. Lokuð bifreið með stöf- unum M. P. (höfuðborgarlögreglan) kom þjótandi á fleygiferð meðfram stéttinni á torginu og geystist að King- stræti. Á næsta augnabliki var hún horfin á leið sinni eftir Gamla Bond- stræti. Fremstir í vagnaröðinni voru ungu mennirnir tveir í bifreiðinni, og þeir brostu hvor til annars, þegar lög- i'egluþjónninn veifaði til þeirra að halda áfram og bifreiðin var horfin. Á Piccadilly Circus skildu þeir bif- reiðina við sig og gengu gegnum herra- fataverzlun án þess að kaupa nokkuð, út r Windmill-stræti, þar sem þeir stöðvuðu leigubifreið. „Charing Cross", skipaði Kelly. „Suður- eða neðanjarðarleiðina?" spurði vagnstjórinn. „Suðurleiðina". Eftir smávegis hressingu í veitinga- sölu á járnbrautarpallinum héldu þeir í austurátt. Kelly fékk sér miða til Ald-

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.