Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 18

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 18
18 G E S T U R Hryðjuverk á Vestfjörðum. Framhaldt af bls. 4. gekk Islendingunum illa að sækja þá. Þó fór svo að lokum, að íslending- arnir drápu þá alla, að einum ung- um manni undanskildum, sem komst undan á flótta. Rændu aðkomumenn síðan líkin og flettu þau klæðum og köstuðu þeim síðan í sjóinn. Næturatlaga. De Villa France skipstjóri og menn hans hófust strax handa með fádæma atorku um að hefja hval- veiðar úr eyju sinni, og fyrsta hval- inn drógu þeir á land skammt frá eynni viku eftir komu sína. Settist skipstjórinn að á bóndabæ skammt frá hvalnum með 13 menn sína, en hinir 5 urðu eftir á eynni. Engar fregnir höfðu þeim borizt um örlög félaga sinna 14. Sýslumaður fylgdist gaumgæfi- lega með atferli útlendinganna og safnaði 50 hraustum bændum sam- an með leynd á bæ sinn. Þegar hann vissi, að flokkurinn hefði skiptzt, ákvað hann að hefjast handa. Á niðdimmri óveðursnótt hélt hann með lið sitt út í eyna og kom Spán- verjum svo algerlega að óvörum, að enginn þeirra náði að klæða sig áð- ur en hann var veginn. Eftir þennan atburð hélt sýslu- maður aftur til lands til fundar við de Villa France og menn hans, sem í landi voru. Var honum það mikil heppni, að Spánverjar skyldu ekki dvelja allir á sama stað. Svaf skip- stjórinn í kofa út af fyrir sig ásamt tveim eða þrem öðrum. Hinir voru á býlinu sjálfu. Sýslumaðurinn fékk vitneskju hjá hjúum bónda um hvernig liðið skiptist, og hélt ásamt liði sínu að kofanum. Skipstjórinn og menn hans stukku á fætur. De Villa náði í byssu sína og hélt til móts við aðkomumenn. Annað skotvopna höfðu Spánverjar ekki. Skipstjóri mætti sýslumanni og mönnum hans í dyrum úti. Á- varpaði hann þá á latínu og spurði, hvert erindi þeirra væri. í hópi Islendinga voru þrír prest- 'ar, og gátu þeir túlkað orð hans. Sýslumaður kvað þá leita réttar síns vegna yfirgangs og rána aðkomu- manna. De Villa bauð frið þegar í stað, og kvaðst fús til að semja um skaðabætur fyrir gripdeildir manna sinna, sem hefðu af brýnni nauðsyn verið framkvæmdar. Sýslumaður bar upp helztu klögu- mál landa sinna, og lét de Villa byssu sína af hendi og gekk út á hlað. Svik í tryggðum. Sýslumaður bauð mönnum sínum að gæta de Villa. En er hann var vopnlaus orðinn, hljóp einn aðkomu- manna til, brá lagvopni sínu og særði de Villa á hálsi. Hann sá þeg- ar, að hann hafði verið svikinn í tryggðum, brá hart við, sleit sig lausan af þeim, sem héldu honum og hljóp til sjávar. Þegar hann sá stór- an skara bænda koma hlaupandi á eftir sér, sá hann sér einskis annars úrkosta en kasta sér í ískaldan sjó- inn. Eftirleitarmennirnir skutu báti á flot og eltu hann út á fjörðinn. De Villa synti rösklega í áttina til hafs og söng latneska sálma hárri, skærri röddu. Þegar báturinn náði honum loks, varðist hann árásannönnunum af mikilli hörku, meðan honum ent- ist þrek. En mátturinn þvarr, og lét hann þar líf sitt að lokum. Afdrif annara manna de Villa, Þessu næst sneru bændur sér að þeim mönnum de Villa, sem búsetur höfðu á bóndabænum. Þeir höfðu vaknað við aðförina að félögum sín- um, og voru viðbúnir komu bænd- anna. Lagvopn höfðu þeir eitthvað og sverð, en byssulausir munu þeir hafa verið. Ójafn var liðsmunurinn, en svo frækileg var vörn Spánverj- anna, að bardaginn stóð alla nóttina. Og hefði skipstjórans og fallinna félaga þeirra notið við, er vafalaust, að sýslumaður hefði hrakizt á flótta með margmenni sitt. Meðan á bar- daganum stóð, unnu menn sýslu- manns að því að rífa þakið af bæn- um og freista inngöngu þann veg, er aðrir voru ógreiðfærir. Undir dögun var því verki lokið, og sóttist bændum bardaginn betur, þótt litlu munaði. Sonur Ara sýslumanns, Magnús að nafni, var með í förinni. Þekkti hann nokkuð til skotvopna og var sá eini í hópi bænda, sem gat skotið af byssu. Var hann nú fenginn til að ráða eftirlifandi Spánverjum bana. Drap hann þegar nokkra úr hópi Spánverja með byssuskotum sínum, en hinir urðu að hörfa inn í skot, þar sem þeir áttu örðugra með að verja sig. Létu þeir þar að lokum allir líf sitt. Einn þeirra hafði særzt nokkuð og gafst upp fyrir liði bænda og fleygði vopnum sínum. En um misk- unn var ekki að ræða. Bændur köst- uðu sér yfir hann og hjuggu hann í spað. Sigurgleði. Allar eigur Spánverja lýsti Ari sýslumaður kóngsgóss. Voru bændur harla óánægðir með þá ráðstöfun, en urðu að láta sér hana lynda. Spánverjinn kastaði sér til sunds i ískaldan sjóinn, en íslendingar fylgdu fast eftir.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.