Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 12
12
G E S T U R
Frábær frammistaða
ungra leikara
Um þessar mundir gefst Keykvíkingum kostur á prýðilegrí
skemmtun í Austurbæjarbíó, þar sem haldnar eru sýningar á
cnska gamanlciknum „Ástir og árekstrar“. Sjö reykvískir leikarar
úr yngri hóp'i hafa myndaS með sér leikflokk, sem vafalaust á
cftir að láta mikið til sín taka, jafn ágætlega og hann fer af stað.
Astir og árekstrar er fyrst og fremst gamanleikrit, samantvinn-
uð grínflækja, sem heldur spenningi áhorfandans til loka. Efnið
er bráðsnjallt og óvenjulegt. Peabody nokkur, auðugur kaupsýslu-
maður, dvelur ásamt dætrum sínum tveim, Jill og Phyllis, og
unnustum þeirra, Stephen og Mark, í sumarbústað uppi í sveit.
Stephen, trúlofaður Phyllis, og Jill, trúlofaður Mark, lenda í slysi,
rotast bæði, og tekur þá að dreyma sama drauminn, sem bæði
eru þátttakendur í, og er með þeim ósköpum, að hann heldur
áfram í hvert skipti, sem þau leggjast til svefns. En þar með er
sagan ekki öll, heldur ber draumnum í hverju smáatriði saman
við óljósa sögusögn um viðburði, sem áttu sér stað á sömu slóð-
um í grárri forneskju. Virðist engu líkara en þau hafi verið
elskendur í fyrri tilveru, sem verður þeim einum ljós vegna rot-
höggsins. Skapazt hið alvarlegasta vandamál, ekki aðeins hjá
draumafólkinu, sem nýtur drauma sinna, sérstaklega þegar fer að
líða á söguna, heldur og hjá unnustu þess og unnusta. Eftir spaugi-
legustu atburðarás skýrist þó málið og allt fer vel að lokum. Við
söguna koma nokkuð málóður einkaritari Peabody, sem hann
hefur heitið eiginorði, en ó erfitt með að standa við, og tannhvass
læknir, harla lítið uppnæmur fyrir hlutunum.
Það er ánægjulegt að sjá, hversu vel sviðsetningin hefur tekizt
hjá leikstjóranum, Gísla Halldórssyni. Hefur honum tekizt að
skapa skemmtilegan hraða og jafnvægi með vandvirkni og smekk-
vísi. Hefur hann leyst ærinn vanda með leikstjórn sinni, þótt
hann undirstriki enn betur snilligáfu sína með smellinni og ör-
uggri túlkun sinni ó hlutverki læknisins, lítið hlutverk, sem
verður áhorfandanum minnisstætt í túlkun Gísla.
Jón Sigurbjörnsson, sem leikur Stephan, og Margrét Ólafs-
dóttir, sem leikur Jill, hafa með meðferð sinni á hlutverkum
„dreymendanna" skipað sér í röð okkar fremstu leikara, sem þau
hafa staðið nærri áður. Túlkun þeirra er lýtalaus, og er þá mikið
sagt. Þeim hættir hvergi til að ofgera og skapa sér þannig auka-
hlátur, enda gerist þess ekki þörf. Skýr framsögn beggja og lát-
laus framkoma hrífa hvem áhorfanda.
Helga Valtýsdóttir, sem leikur hjónabandsfýkna, málóða og
barnalega einkaritarann, vinnur vel að vandasömu hlutverki.
Spaugilegt gerfi, framsögn, svipbrigði og hreyfingar, hljóta að
vekja hlátur, ekki vegna afkáraskapar, heldur vegna snjallrar
meðferðar fjölhæfrar leikkonu.
Einar Ingi Sigurðsson fer prýðilega með hlutverk Peabody.
Framsögn hans er ágæt, og er hann hinn reffilegasti á sviðinu.
Einar Þ. Einarsson, sem leikur Mark, er ólíkur öðrum, sem hér
sjást á sviði. Mark er hinn „typiski“ Englendingur, sem framar
öllu kýs fábrotna lifnaðarháttu, en verður fyrir því óláni, að
atvikin hrossabrestast inn fyrir skelina, sem myndazt hefur utan
um skapgerð hans. Þessa menn hættir ýmsum til að misskilja, og
fæstir geta sett sig í þeirra spor. En Einari skeikar ekki í túlkun
sinni, sem er sönn frá upphafi til enda. Það er ánægjulegt að sjá
til þessa unga leikara, hversu hárfínni og nákvæmri „kómik“
hann beitir. Það er sannarlega ekki á allra meðfæri.
Gerður Hjörleifsdóttir leikur Jill, hálfgert leiðindahlutverk, að
Jón og Margrét.
Gerður, Gisli og Einar Ingi.
Einar Ingi og Helga.