Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 5

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 5
G E S T U R 5 UPTON BROOK: Smásaga. STEFNUMÓT KL. 3 FRÁ HVERJUM VAR ÞETTA BRÉF? Harry leit upp úr morgunblaðinu, þegar konan hans kom inn með bréf í hendinni. Hún hnyklaði brýnnar og leit snökkvast á skrautlega stafina, sem skreyttu umslagið. Frú Elna Graham stóð þar, en hún þekkti ekki skriftina. Þetta hafði enginn kunningi þeirra skrifað. Hún sneri umslaginu við, og sá, að aftan á það var ritað nafn sendandans og heimilisfang: David C. Robson. Dave, sem hún hafði hitt, þegar Harry var í hernum. Síðan voru marg- ar aldir liðnar ... Harry kominn heim og laus við alla herþjónustu. Hún var næstum búin að gleyma því, að nokkru sinni hafði verið til maður með ::aín- inu David Robson. En það leit ekki út fyrir, að hann hefði gleymt henni. Hún hafði sagt honum, að hann yrði að gleyma henni, gleyma seinasta hástemmda kvöldinu, sem |þau eyddu saman, þega~ Iiann hafði sagt henni, brennandi af ástar- þrá, að hann elskaði hana, og að hún skyldi kasta allri tillitssemi frá sér — þau væru eitt — ást þeirra. — Ást þeirra? Hún hafði í rauninni alls ekki elskað í alvöru þennan unga, myndarlega flugmann. Þau liöfðu ekki einu sinni kysstst fyrr en seinasta kvöld- ið, þegar liann dró hana að sér. Og þá hafði hún með andköfum sagt hon- um, að hana skipti aðeins einn karl- maður máli, maðurinn, sem hún var gift — Harry. Dave hafði móðgazt og verið fýldur eins og þrár krakki, og Elna gladdist, þegar leiðir þeirra skildu. Eftir þetta liafði henni aldrei dottið hann í hug, og þess vegna kom þetta bréf eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ó, þetta bréf, það er frá — kunn- ingja mínunT', svaraði hún, og það var að vissu leyti satt. Hún hafði þá unnið í matsölu flugstöðvarinnar og þannig kynnzt Dave. Hjartað hamaðist í brjósti hennar. Ef hann myndi nú krefjast þess að fá að lesa bréfið? Nei, hann sökkti sér niður í kvikmyndasíðuna og minntist ekkert frekar á það. Henni létti stórum, þegar hann kyssti hana og stökk af stað til þess að ná strætisvagninum inn í bæinn. Hún hneig niður í stól, örmagna af geðs- hræringu með óopnað bréfið í kjölt- unni. Litli hvolpurinn hann Tryggur flaðraði upp um hana, en hún ýtti honum ergilega frá sér. Þessi leiðinda- hvolpur. Alltaf að gera eitthvað af sér. Upp um öll húsgögnin með skít- ugar lappirnar. Flún opnaði bréfið, og fingur henn- ar skulfu: „Iíæra Elna, ég vildi aðeins láta þig vita, að ég er staddur í bænum í viðskiptaerindum, og mig langaði svo ákaflega mikið til þess að hitta þig. Manstu eftir litla kaffihúsinu í Breiðugötu? Gætirðu ekki komið þangað klukkan þrjú? Ef ekki, þá hefði ég gaman af að heimsækja þig eitthvert kvöldið .. Það fór hrollur um Elnu um leið og bréfið datt úr liendi hennar. Dave í heimsókn, og Harry svona hræðilega afbrýðisamur .. . það mætti alls ekki koma fyrir, það yrði ógurlegt uppi- stand. Hún yrði að hitta Dave á kaffihús- inu. Og hún mátti engan tíma missa, því' að bréfinu hafði seinkað, hún hefði átt að fá það kvöldið áður. Hún varð að flýta sér með húsverkin til þess að geta náð strætisvagninum í bæinn. Elna fann til samvizkubits, þótt hún vissi raunar enga sök upp á sig. Hún óskaði þess eins, að hún hefði sagt Harry frá Dave, þá hefði allt ver- ið miklu auðveldara. HÚN VAR NÆRRI ferðbúin. Hún gekk að speglinum, málaði á sér var- irnar og strauk úr litnum með fingr- unum. Hún leit í stór, óttaslegin augu sjálfrar sín. Klukkan frammi í forstofunni féll í slag, og Elna vissi, að hún yrði að llýta sér, ef hún ætti að ná strætis- vagninum. Hvar var það nú aftur, sem Dave ætlaði að hitta hana? Hún leit aftur á bréfið. Kaffihúsið í Breið- götu — það var Rialto, á horninu, þegar komið var úr strætisvagninum.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.