Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 21
G E S T U R
21
Krossgáta GESTS I
KROSSGÁTUSKÝRINGAR.
Lárétt:
1. vikublað (þf.) 5. róar 10. skel 14. farviðir 15. gjaldmiðill 16.
umbúðir 17. hrósa 18. landakort 19. leyndarmál 20. flýtinum 22.
viðbæturnar 24. formóðir 26. hina 27. borðar 30. ládeyðuna 34. hús-
dýr 35. tegund 36. mann 37. nibba 38. amboð 39. á litinn 40. vefn-
aður. 41. Karlmannsnafn 44. hnöttur 47. leiði 48. eftirsjáin 50. fugl-
ar 52. heiti 53. sakfellda 54. æsktu! 57. klæðlitlar 61. erfiðið 62.
hellirinn 66. byrgja 67. líffæri 68. fjærst 69. fætt 70. menn 71.
merkja 72. hnjóta.
Lóðrétt:
1. flenna 2. verzlunarfyrirtæki 3. vökva 4. otar 5. áví'tar 6. espar
7. ofstopi 8. flana 9. hnaust 10. rímið 11. óvild 12. tímabilin 13.
kvenm.nafn 21. gefa frá sér hljóð 23. sarga 25. ræktarsemi 26. fæða
27. útlendingur 28. líffærið 29. eftir dauða 31. ungviði 32. telpa 33.
fiskar 41. flanað 42. boðunum 43. greinir 44. þrír eins 45. tannlausa
46. lélega 49. sælu 51. hundar 54. leggja frá landi 55. óhreinkar 56.
mjúka 58. segja 59. ljósmyndastofa 60. skipa niður 63. fæða 64.
meiðsli 65. ílát.
gate, en hinn til Ludgate Circus,
skammt frá. Þeir skildu án þess að
kveðjast. Þeir þekktust heldur alls ekk-
ert.
Þeir höfðu aldrei sézt fyrr en þenn-
an morgun. Þeir vissu ekki, hvað hinn
hét. Aðgerðir þeirra höfðu verið al-
gerlega vélrænar, framkvæmdar eftir
nákvæmum skipunum. Og hvorugur
vissi, hver gaf þær skipanir.
Annar þeirra hafði í vasa sínum vél-
ritað bréf, sem sendill nokkur hafði
fært honum. Það var undirritað .,Mad-
dick", og var á þessa leið:
„Klukkan tíu í fyrramálið finnið þér
lokaða Delage-bifreið við gatnamótin
Saville Row—Burlington-stræti. Akið í
henni til Berkeley Place. Þar munuð
þér hitta ungan mann í bláum fötum.
Kallið hann Mullens. Hann á að kalla
yður Kelly. Akið honum til Curtis,
skartgripasala, í Gamla Bond-stræti.
Bíðið eftir honum fyrir utan. Akið síð-
an eftir Grafton-stræti og Albemerle-
stræti til Dover-strætis. Bíðið þar með-
an Mullens setur bréf í' póstinn. Akið
síðan eftir Berkeley-stræti, þar scm þér
munuð finna tveggja sæta Bentley-bif-
reið nokkra metra frá Piccadilly. Skilj-
ið Delage-bifreiðina þar eftir, en akið
í hinni bifreiðinni til Piccadilly Circus,
þar sem þér skiljið hana eftir. Takið
síðan leigubifreið til Charing-Cross
stöðvarinnar. Þaðan farið þér í austur-
lestinni til Aldgate. Mullens fer til
Ludgate. Eyðileggið þetta bréf jafn-
skjótt og þér hafið leyst verk yðar af
hendi. Minnist ekki undir neinum
kringumstæðum á innihald þess við
Mullens. Hann hefur sínar fyrirskip-
anir".
Þær hafði hann líka sannarlega. Þær
voru svohljóðandi:
„Klukkan 10:15 í fyrramálið skuluð
þér vera á Berkeley Place. Þar munuð
þér hitta lágvaxinn mann í Delage-
bifreið. Nafn hans er Kelly. Hann ek-
ur yður til skartgripasala. Biðjið skart-
gripasalann að sýna yður demanta-
djásn, sem er í glugganum. Neyðið
hann til hlýðni með skammbyssu yð-
ar. Takið menið og farið aftur til bif-
reiðarinnar. Látið það síðan í með-
fylgjandi umslögum í póstkassann í
Dover-stræti. Kelly ræður eftir það
ferðum yðar, þangað til þið skiljizt
við Ludgate. Þið megið ekki minnast
á neitt mér viðkomandi".
Tveir menn til viðbótar höfðu tekið
þátt í ráninu án þess að hafa minnstu
hugmynd um það. Annar þeirra sat
við öldrykkju í veitingahúsi í Villier-
stræti. Hann hafði aðeins verið nokkra
tugi metra frá ræningjunum. Daginn
áður hafði hann fengið svohljóðandi
bréf:
„Þér munuð finna Delage-bifreið fyr-
ir utan hús Sir Ernest Whiteman í
Curzon-stræti (nr. , 23A). Takið þessa
bifreið og akið henni að gatnamótun-
um á Saville Row og Burlington-stræti.
Þetta verður að vera framkvæmt klukk-
an 9:55 í fyrramálið. Vogið ekki að
kjafta frá. — Maddick".
Hinn maðurinn las veðhlaupablað á
Euston-stöðinni eftir að hafa leyst sitt
hlutverk af hendi. Það var raunar ekki
svo erfitt:
„Þér munuð finna tveggja-manna
Bentley-bifreið fyrir utan Lincolnvelli
361. Akið henni til Berkeley-strætis og
skiljið hana þar eftir vinstra megin
götunnar nokkra metra frá Piccadilly.
Þangað á hún að vera komin klukkan
10:20. — Vogið ekki að kjafta frá. —
Maddick".
Tveim dögum síðar opnuðu allir
fjórir morgunpóstinn sinn með bros á
vör. Tveir fengu þykk, brún umslög, i
þeim voru engin bréf, aðeins 20 ster-
lingspund í seðlum. „Mullens" og
„Kelly" voru ekki síður ánægðir. Póst-
urinn hafði fært hvorum um sig smá-
pakka. „Mullens" hafði fengið 250
sterlingspund í eins-punds seðlum, og
„Kelly" neri saman höndunum af
ánægju yfir tvö hundruð pundunum
sínum.
Hver svo sem þessi Maddick var, þá
borgaði hann skilvíslega og vel!
/ nœsta kafla pessarar spennandi
leynilögreglusögu segir frá viðbrögðum
lögreglunnar gegn • pessmn harðsnúna
glæpamanni.