Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 17
G E S T U R
17
augunum á skelfilegan hátt, og frá geysiþykkum vörum
þeirra bárust laglínur, einkennilegar, hálf öskraðar — hálf
raulaðar, en alltaf eins hjá öllum, og komu hjarta aðkomu-
mannsins til þess að frjósa af skelfingu.
Nokkrir skóku löng tréspjót, sem þeir gátu komið til að
nötra á afar fáránlegan hátt. Aðrir sveifluðu eftir hljómfall-
inu löngum, svörtum pálmatrésbogum, sem tveggja metra
löngum örvum er skotið með. Aðrir sveifluðu þungum stein-
kylfum, sem voru ájþekkastar handsprengjum útlits. Þeir
stöppuðu svo í jörðina, að ryk og gras þeyttist upp; eitt skref
áfram, tvö aftur á bak, eitt hopp til vinstri og eitt hopp til
hægri, og síðan eitt stökk áfram, allir f einu, meðan öskrin
beljuðu eins og þrumur.
Það var markmið þeirra að skjóta mér skelk í bringu. Það
heppnaðist þeim líka sannarlega — en það mátti ég ekki
láta nokkurn mann sjá.
Sveittur og brosandi gekk ég í áttina til þeirra. í glaðlegri
kveðju veifaði ég göngustafnum mínum — eina vopninu
mínu, því að það var regla trúboða að ferðast óvopnaðir.
Það er viturleg regla. Ef við værum með skammbyssu í belti
eða riffil á öxl, myndi freistingin að nota vopnin í tilfelli
sem þessu vera allt of sterk. Og við erum boðberar friðarins
en ekki dauðans.
Nokkrum örvum og spjóti var beint í áttina til mín. En
þesskonar skotum er ekki hægt að jafna saman við byssu-
kúlurnar. Undan þeim beygir enginn sig. Maður sá þó þetta
koma í áttina til sín. Manni gafst líka nægilegt tóm til að
forða sér. En innst inni ákallaði ég verndarengil minn heitt
og innilega.
Ég hélt áfram í áttina til þeirra, veifaði hægri hendi, sem
skalf þó allmikið; ég brosti í sífellu, enda þótt frekar væri
orðið um erfiða grettu að ræða; upp úr skræfþurrum kverk-
unum heppnaðist mér að neyða glaðværum köllum, líkt og
ég hefði þarna fyrirhitt þráða vini og félaga.
Skyndilega hættu örvarnar að þjóta um eyrun á mér. Spjót-
in sigu. Söngvasköllin og trampið dóu út. Hermennirnir
horfðu á mig eins og þrumu lostnir. Nokkrir lögðu meira
að segja á flótta.
Með þessu móti komst ég til eins fremstu dansaranna. í
hendinni hafði ég lítinn, ódýran vasaspegil, og ég rak hann
upp að nefinu á hermanninum. Hann starði í hann og rak
upp hátt furðuöskur yfir því að sjá andlitið á sjálfum sér
í lófa sínum. Aðrir hermenn þyrptust utan um hann, æptu
af hlátri og hrifsuðu spegilinn til sín. Síðan tóku þeir að
rausa um sína eigin andlitssvipi. Skyndilega upphófst nýr
sönglandi upp úr masinu, gjörólíkur þeim fyrri. Sá söngur
átti að bjóða mig velkominn ...
Maður, sem ég hafði frá upphafi veitt sérstaka athygli,
vegna þess, að hann var ómálaður og óvopnaður, en virðu-
legur ásýndum, lagði handlegginn um axlir mér. Hann benti
á hári þakið og kraftalegt brjóst sitt og sagði: Golopuil Það
var greinilegt, að þetta var höfðinginn og þetta var nafn
hans. Eða öllu heldur: hann var að fullvissa mig um vin-
áttu sína!
— Mitsinaril (trúboði), sagði ég og benti á mig sjálfan.
Kynningunum var lokið og sambandi komið á. Ég var
velkominn á þennan stað.
En, drottinn minn dýri, ekki hafði hjartað verið ofarlega
í mér þá stundina.
SPQMCILUm
2UC2bEGtrnUU
Soga úr fSæðormálinu
Frá skipstjórans háborði hljóðlátur maður rís
með hógværu brosi sem efnaður sveitaprestur,
er gnoð leggst við bólverk í borg þeirra Thorsara og SÍS
af brimroknum þiljum hann kýmir í austur og westur.
Eitt forláta skáld með frægasta Nóbelprís
í fæðingarbæ sínum jafnvel er aufúsugestur.
Sjá manngrúinn bíður, sem meistari í „kúlu“ eða „stöng“
hafi milljónum veraldar auglýst skyr vort og rjóma.
Og Herinn bíður, við bæn og frelsaðra söng
slær brigader Leifs sína trommu með heiðri og sóma,
á Rútsbróður Arnald og rauða fánann á stöng
slær roðann úr austri haustfölvum dýrðarljóma.
En skáldið er þungbrýnt, — þótt fylkingin fögur sé
og flest vil ji þríhrossin nú við hans dýrðarskör tróna . ..
Þeir Gvendur H. kadett og faktorinn Bogesen B.
hvern bannsettan skolla eru pamfílar þeir að lóna?
Og er Arnaldur gerir á áróðursofsanum hlé,
andvarpar skáldið . .. Hvað dvelur Valtý með skóna?
Það eru strætisvagnarnir. Ef ég væri uppfinningamað-
ur, mundi ég finna upp nýja gerð strætisvagna; í stíl við
barnarúm, jrannig að draga mætti þá í sundur, þegar far-
þegarnir eru sem flestir, t. d. á bíótímum.
Aldrei munu menn óska jress heitar, að þeir kæmust
niður úr gólfinu, en þegar jjeir þurfa að komast út úr
troðfullum strætisvagni . . .
Nú mun lokið verðlaunasamkep|jni þeirri, sem SÍS
efndi til um bezt nafn á hinu nýja sjálfsafgreiðslufyrir-
komulagi, og mun jiá hefjast ný samkeppni — um hent-
ugast nafn á afgreiðslustúlkunum —.
★