Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 4

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 4
Eins og flestum er kunnugt, hefur sá siður jafnan verið við hafður að aðalfundur og nemendamót N.S.S. hafa verið haldin samtímis að Bifröst síðari hluta sumars. Var það ýmsum vandkvæðum bundið, einkum fyr- ir þá sök að of fáir gátu sótt mótin þar. Af þessari ástæðu og fleirum var ákveðið nú að breyta þessu fyrirkomulagi á þann veg að halda mótið síðari hluta vetrar en aðalfundinn að hausti. Nemendamótið var haldið að Hótel Sögu hinn 10. apríl sl. og sóttu það um 230 manns. Var til þessa móts vel vandað og þangað boðið skólastjórum og kennurum, sem starfað hafa að Bifröst og mökum þeirra. Þá var og Sigurvin Einarsson alþingismaður og fyrsti formaður N.S.S. gestur okkar. Þótti mótið takast hið bezta og vona ég að þessi breyting verði til að efla samtökin og samheldni þeirra sem að Bif- röst hafa verið. Eins og ég gat um i upphafi þessa máls vann stjórn- in að verkefnum, sem ekki verða leyst á þessu starfs- ári, og bíða næstu stjórnar. Þá er fyrst að skýra frá því, að nú nýlega hafa verið undirritaðir samningar milli Sambands íslenzkra samvinnufélaga annars veg- ar og starfsmannafélaga SÍS, KRON og Nemenda- sambands Samvinnuskólans, hins vegar um afnot af húseign Sambandsins við Hávallagötu 24 til félags- starfs fyrir ofangreind þrjú samtök. Forsaga þess að þetta mál var nú tekið á dagskrá var bréf, sem stjórn N.S.S. ritaði stjórn SÍS hinn 1. júní sl. Bréfið er svohljóðandi: „Á stjórnarfundi Nemendasambands Samvinnu- skólans hinn 5. maí sl. urðu miklar umræður um nauðsyn þess að Nemendasambandið fái húsnæði til umráða fyrir starfsemi sína sem farið hefur vaxandi með ári hverju. í þessum umræðum var m. a. vakin athygli á hug- mynd, sem áður mun hafa verið rædd af öðrum að- ilum þess efnis, að hús Sambands íslenzkra Samvinnu- félaga við Hávallagötu 24, sem Jónas Jónsson frá 4 Hriflu bjó í um árabil verði varðveitt sem félagsheim- ili og safnhús samvinnumanna. Til frekari áréttingar á þessari hugmynd kom fram, að öflug félagshreyfmg eins og Samvinnuhreyfmgin er, verður að kappkosta að varðveita á einum stað allt sem varðar sögu hennar og störf. Einnig er ljóst, að knýjandi þörf er fyrir húsnæði til margs konar fundahalda og félagsstarfs Samvinnumanna í borg- inni. Telur stjórn N.S.S. að „Jónasarhús" búi yfir þeim kostum sem slíkan samastað þurfa að prýða. Með því yrði einnig á verðugan hátt haldið á lofti minningu hins ötula félagsmálaleiðtoga Jónasar Jóns- sonar. Stjórn nemendasambandsins vill því beina þeirri áskorun til stjórnar Sambands ísl. Samvinnufélaga að hún kanni sem allra fyrst möguleika á að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Við viljum leggja sérstaka áherzlu á, að stjórn N.S.S. er reiðubúin að vinna sem bezt að framgangi þessa máls, verði hún til þess kvödd.“ Stjórn SÍS tók erindið fyrir á fundi sínum ekki alls fyrir löngu og fékk það þá afgreiðslu sem undirritun samninga fela í sér. í stuttu máli eru þessir samningar á þá leið, að SÍS afhendir okkur húsið tilbúið til félagsstarfa, en við önnumst rekstur þess. Vinsemd forráðamanna SÍS og þá ekki sízt for- stjórans, Erlends Einarssonar, er mjög þakkarverð. Með tilkomu þessa félagsheimilis eru mörkuð tíma- mót í sögu Nemendasambands Samvinnuskólans. Megi þau tímamót verða öflugur hvati til nýrra átaka. Ákveðið hefur verið að reyna að koma út Árbók N.S.S., sem hafi að geyma upplýsingar um alla nem- endur og kennara, sem verið hafa við Samvinnuskól- ann frá upphafi. Er einnig gert ráð fyrir að í árbók- inni verði rakin stofnsaga skólans og þróun og það starf, sem þar fer fram á hvert. Ef þessi tilraun tekst er miklum áfanga náð, en til þess að svo megi verða þarf mikla vinnu og mikið fé, samstillt átak allra sem geyma vilja sögu Sam-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.