Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 7

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 7
LÖG N.S.S. 1. gr. Nafn sambandsins er: Neinendasamband Samvinnuskólans. 2. gr. Félagar sambandsins geta orðið allir þeir, er stundað hafa nám í Samvinnuskólanum. 3. gr. Inntaka nýrra félaga ska! aðeins fara fram á aðalfundi. Þó skulu nýútskrifaðir nemendur, sem sækja skriflega um inn- göngu í sambandið, njóta fullra réttinda til þátttöku í fé- lagsstarfinu fram að aðalfundi. Árgjald skal ákveðið hverju sinni af stjóm N.S.S. Þó greiði hjón, sem bæði eru félagar gjald sem einn aðili. Árgjaldið skal greitt fyrir 1. febrúar. Nemendur sem útskrifaðir eru fyrir 15 árum eða meira, greiði aðeins hálft árgjald og hafi jafnframt rétt til þess að gerast ævifélagar gegn því að greiða kr. 1.500,00. Gjöld ævifélaga verði lögð í sérstakan sjóð, sem ráðstafað verði af aðalfundi. Gjaldkera sambandsins skal heimilt að verja 5% greiddra árgjalda til innheimtustarfa. 4. gr. Tilgangur sambandsins er að vinna að vexti og viðgangi Samvinnuskólans og efla kynni meðal yngri og eldri nem- enda. 5. gr. Tilgangi sínum hyggst sambandið ná með því: a) að halda árlegt nemendamót, ( b) gefa út blaðið Hermes, c) halda skemmtanir, d) starfrækja klúbba og skulu þeir starfa í samráði við stjórn sambandsins. Hver klúbbur kýs sér formann og setur sér starfsreglur. Fjárhagur skal vera sjálfstæður, en eignir eða skuldir, ef einhverjar eru, verði yfirteknar af sam- bandinu, sé starfsemi klúbbsins hætt. 6. gr. Aðalfundur sambandsins skal haldinn árlega í síðasta lagi 15 dögum eftir lok reikningsárs. Til hans skal boðað með góðum fyrirvara, bréflega, eða á annan fullnægjandi hátt. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað samkvæmt framansögðu. 7. gr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Skýrsla stjómar sambandsins. 3. Reikningar sambandsins lagðir fram til samþykktar. 4. Lagabreytingar. 5. Kosning stjómar og endurskoðenda. 6. önnur mál. 8. gr. Stjóm sambandsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara, kosnum á aðalfundi til eins árs í senn, formanni, gjaldkera, ritara og spjaldskrárritara og meðstjómanda, sem jafnframt skal vera fulltrúi stjómarinnar í ritnefnd Hermesar. Skulu þeir kosnir hver í sínu lagi, en tveir vara- menn saman. I forföllum formanns, gegni ritari störfum hans. Kosning skal vera leynileg og bundin. 9. gr. Á hverjum aðalfundi skulu kosnir tveir endurskoðendur, er hafa skulu eftirlit með reikningum sambandsins. 10. gr. Stjómin skal annast málefni sambandsins milli aðalfunda og getur hún skipað félagsmenn sér til aðstoðar til starfa í þágu sambandsins. 11. gr. Stjóm N.S.S. skal skipa fulltrúaráð í upphafi stjórnartíma- bils. Skal það skipað einurn fulltrúa úr hverjum árgangi útskrifuðum frá Bifröst og einum fulltrúa fyrir útskrifaða nemendur frá skólanum í Reykjavík. Fulltrúaráðið skal koma saman minnst þrisvar á ári og skal formaður N.S.S. vera formaður þess. Fundir skulu undirbúnir og boðaðir af stjóminni, sem jafnframt situr fundi ráðsins. Fulltrúar skulu starfa sem tengiliðir milli stjórnarinnar og félaga N.S.S. innan sinna árganga við fram- kvæmd á málefnum sambandsins. 12. gr. Stjórn N.S.S. skal skipa ritstjóra Hermesar í upphafi hvers stjómartimabils og að auki þrjá fulltrúa í ritnefnd í samráði við skipaðan ritstjóra. Skal ritstjóri sitja fundi fulltrúaráðs. 13. gr. Reikningar sambandsins skulu lagðir fram til samþykktar á aðalfundi. Skulu endurskoðendur þá hafa undirritað þá og skráð á þá athugasemdir sínar. Reikningsár sambandsins er frá 1. sept. - 31. ágúst ár hvert. 14. gr. Tekjum sambandsins skal varið til þess að standa straum af kostnaði við starfsemi sambandsins. 15. gr. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á fundum sam- bandsins. Lögum þessum verður þó ekki breytt nema á aðalfundi og þarf til þess tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. FRAMHALDSNÁM Á liðnu hausti gerði menntamálanefnd Stúdentaráðs Háskóla íslands samþykkt, þar sem m. a. var kveðið á um nauðsyn þess að gefa samvinnuskólafólki kost á frekari menntun við viðskiptafræðideild Háskólans. Þessi ályktun hefur vakið mikinn áhuga innan NSS, enda er það nauðsyn að þau samtök reyni eftir getu að vinna að heill Samvinnuskólans og nemenda hans. Þar sem þessi mál eru í deiglunni þótti ekki rétt að taka þau fyrir að sinni, en að líkindum verður þeim gerð einhver skil í Herrnesi innan skamms. Skömmu eftir að samþykkt þessi kom fram, lét Guðmundur Sveinsson skólastjóri svo um mælt við eitt Reykjavíkurblaðanna: 7

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.