Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 32

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 32
að saumaklúbbar eru ekki ýkja merkilegar samkom- ur eins og þessi sneri að okkur. En að baki okkar má heyra að búið er að skrúfa frá og hávaðinn er að ná hámarki á ný. Texti: Atli Freyr Guðmundsson. Myndir : Guðmundur Bogason Líkist svipi dags Á kvöldin reif ég mig brott frá heiminum eins og ég væri að hugsa um eitthvað annað, en það sem ég átti að hugsa um. Eiginlega fóru þá kvöldin í alls ekki neitt, nema þá að fundin voru upp ný tækifæri til þess að notfæra sér út í yztu æsar. Þegar kvöldlíf mitt hafði verið þannig um þriggja mánaða skeið, tók ég upp á því að fara að sofa að loknum sjónvarpsfréttum og vaknaði ég þá árla morguns og hóf daginn á því að íhuga sólina þegar hún var að skreiðast upp á himininn, grútsyfjuð og úrill. - Að lokinni sundlaugaferð fékk ég mér svo ristað brauð og te og lá svo fram að hádegi á lóðinni og hugaði að andvökuleiðum þegar skemmri yrði dagur og kólnaði í veðri. Á brjálæðislegum ferðum næturlangt lékum við okkur að lífinu eins og um væri að ræða litla brot- hætta skel - þó var eiginlega ekki um hættur að ræða á ferðum okkar, en höfðum samt gaman að því öllu saman. Þegar á ferðirnar leið, hugsuðum við ekki einungis um sumarblóm og haustliti, heldur einnig um grýttar brekkur og ógnandi hamra, þar sem feitar köngullær spinna vef sinn á sumrum og klettafrúr blómstra. Einu sinni datt ljóshærðu stúlkunni í hópn- um í hug að leita sér lífsviðurværis og samvistustaðar uppi í háum kirkjuturni, en sökum kuldans dvaldi hún ekki í þessu nýja híbýli sínu nema í fáeinar mínútur og 32 okkur hina skorti nákvæmnina til þess að veita því eftirtekt hvað mínúturnar voru raunverulega marg- ar. í baðhita niðri í nýrri kjallarageymslu fannst okkur þá stundum gott að vera, þegar óöruggt var ofar . . . . . . eða ofsakenndar tilfinningar okkar orsökuðu það oft, að það var líkast því sem líf okkar myndi springa þá og þegar. Þegar komið var á það stig, létum við ætíð frumhljóð okkar bjarga okkur og var þá þess- ari raunverulegu hættulausu hættu að láta sér nægja að draga sig í hlé um stundarsakir og . . . . . . einu sinni gerðum við okkur það til dundurs að ímynda okkur 12 sólir á lofti í einu og síðan lét- um við þær springa hverja af annarri unz himinninn var orðinn rauðglóandi, þá létum við allar sprungnu sólirnar sameinast í eina stóra sól og var hún oftast gerð úr öllum 12 sólunum. En þessa ímyndun létum við ekki eftir okkur nema einstöku sinnum því að afleiðingarnar gátu verið svo ofsafengnar að langur tími leið, þar til okkur tókst að gera himininn raun- verulegan á nýjan leik. Andvökuleiðirnar, sem ég fann upp í sólinni úti á lóðinni, gátu hlaupið með mig í slíka hringavitleysu, að stundum varð ég að rísa upp sem eldibrandur og fá mér ískalda mjólk að drekka. Stundum drakk ég sex eða sjö glös nær því í einum teyg af þessari dásam- legu, ísköldu mjólk, unz ég kom ró á huga minn. Sveittur líkami minn olli mér viðbjóði þegar ég vaknaði stundum örvinglaður á morgnana þegar hausta tók og sólardagarnir urðu sífellt færri. Sem betur fór hresstist ég þó fljótt í ísköldu steypubaðinu og þá fannst mér gott að fá mér heitt kaffi. Ég fór síðan aftur að sofa og svaf vært fram á miðjan dag, og tók síðan upp á fyrra líferni mínu, að leita nýrra tækifæra sem gnótt var af í heilabúinu, léti ég ekki frumunum það eftir að liggja í sljóleika og leti. Einu sinni fór ég með vinkonu upp á háa hlíð fjarri hávaða. Það var svalt í veðri og vindurinn gaf okkur ferkst loft til þess að næstast af. Ég ræddi þá um al-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.