Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 20

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 20
A konudaginn. þær kvinnur fyrir ýmsum óhæfuverkum, svo sem vani þeirra er. Einna hæst ber það atvik, er þær borð- uðu við langborð í borðstofu, en karlpeningur skól- ans mátti ekki snæða sökum reiði. Heppnaðist þetta fyrirtæki þeirra kvenna með miklum ágætum, og var þjarkað um þetta mál um hríð, en féll það síðan niður. Þær héldu og uppteknum hætti að ráðast á einn úr hópi pilta, afklæða hann og klína á búk hon- um litum ýmiss konar. Var þess grimmilega hefnt. Flýttu þér að gefa, maður. 20 Um Akademíuna er fátt að segja. Lét hún ekkert á sér kræla, og borðuðu meðlimir hennar ekki einu sinni gæsina sína í borðstofu. Er eigi gott að segja hvað olli þessu. Fleira gerðist, sem telja má athyglisvert. Má þar nefna stofnun bindindisfélags í skólanum, en stofn- dagur þess var 9. marz. Stofnfélagar voru sex og standast þeir allar freistingar ennþá. Margt fleira mætti segja, en einhvers staðar verða mörkin að vera, og læt ég hér staðar numið. Borgþór Arngrímsson. Á vit sósíalisma Til að svara því hverja ég tel æskilegasta þróun þjóð- félagsmála á næstu 10 árum er bezt að huga að því hvers eðlis þjóðfélag okkar er og hvernig það er sam- ansett. Er þjóðfélag okkar heiðvirt? Er þetta ríki réttlæt- is mannúðar, þroskandi gildismats og jafnréttis? Því fer fjarri. Þjóðfélag okkar er venjulegt borgaralegt samfélag. Uppbygging efnahagslífs er kapítalísk; fylgir í einu og öllu því frumskógarlögmáli, sem borgarastétt Vest- urlanda hefur dafnað svo vel á. Allt mat á gildi hluta og atvika er háð smáborgara- legri siðgæðisvitund, sem undir hræsnisgrímunni er reyndar siðleysið uppmálað. Það er til dæmis allt í lagi, þótt íslenzkir námsmenn allt að því svelti við nám erlendis eða verði að lifa á spaghetti og þurru franskbrauði frá jólum til vors. En er þeir, til að leggja áherzlu á erfiðleika sina setjast upp í sendiráði lýðveldisins íslands í Svíþjóð, hlýtur hið borgaralega siðgæði holundarsár. Og í einum Velvakandapistlin-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.