Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 31

Hermes - 01.08.1971, Blaðsíða 31
,,Skyldi helv. hann Tommi hafa not- að sjensinn meðan ég er í sauma- klúbb?“ (Kristín Bragad.) . . . ,,Hvað er þettaj'œr maður ekk- ert að éta hér?“ (Gréta Sörensd.) Anzi er Guðm. Bogason myndarleg- ur þarna á gólfinu, — uppíloft með myndavélina ífúnksjón. (Inga Eng- ilberts.) kvenna, í stað fuglagargs var ógnþrunginn hávaði frá slúðurþyrstum bekkjarsystrum og í stað sjávarlofts mátti finna mjög fina kökulykt. Við nemum staðar utan dyra og leggjum við hlustir. Allar eru að tala og umræðuefnið er margbrotið. Sem dæmi um það eru nokkrar athugasemdir, sem hripaðar voru niður. - Það fara víst allir á Sögu. - Nei, ég fór fyrst á Röðul svo í Þórskaffi. - Ég kann þrjár kjaftasögur, en helvítis Hermesar- strákarnir fara að koma svo það verður að geyma þær. - Ó, stakkels ég, stynur einhver. - Ah, ég sé hele bakkelsið, stelpur, segir ein matar- leg. - Maður skyldi aldrei trúa Atla um of, segir sú tor- tryggna. - Stelpur, vitiði hvað, það brann hjá Siggu á Hjalta- bakka, og það má heyra ábyrgðartilfinningu dreifbýl- iskonunnar í röddinni. - Þegar Magga Gunna og Jónína fá tækifæri til að gera eitthvað, fer allt í dellu hjá þeim. Við kímum góðlátlega, ljósmyndarinn og ég, ypt- um öxlum og skundum til stofu. Allt verður hljótt, þetta er eins og logn eftir stór- viðri. Við ræskjum okkur og heilsum, því er vel tekið og við fáum okkur sæti. Nú verður allt annar blær yfir umræðunum. Sagð- ar eru almennar fréttir af bekkjarsystkinum, menn þræta um hvort sé digurra gesturinn eða Lilla og með þessu öllu er drukkið mikið og gott kaffi með meðlæti frá Möggu. Ljósmyndarinn mundar vélina og nær þeim árangri sem hér má sjá. Undir miðnætti kveðj- um við og höldum heim. Við erum sammála um það, Góóir klúbbar saumaklúbbar. Og svo allt þetta slúður. (Margrét Jónsd.) 31

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.