Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 9

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 9
Hamragarðar í síðasta tbl. Hermesar var getið um undirbúning að opnun félagsheimilis hér í bæ. Nú er starfsemi þessa húss staðreynd og var það vígt þann 3. júní s.l. Þetta heimili Jónasar frá Hriflu að Hávallagötu 24 heldur því nafni sem Jónas gaf því, Hamragarðar. Aðiljar að Hamragörðum eru: nemendasamband Samvinnuskólans og starfsmannafélög SÍS, KRON, Olíufélagsins og Samvinnutrygginga. Um daglegan rekstur sér hússtjórn sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju aðildarfélagi. Á vígsludaginn var boðið nokkrum gestum að vera viðstaddir athöfnina. Erlendur Einarsson, for- stjóri, bauð gesti velkomna og þá einkum frú Auði Jónasdóttur og þau barnabörn Jónasar sem voru viðstödd. í ræðu sinni minntist Erlendur starfs Jónas- ar og forystuhlutverks hans í þágu samvinnuhreyf- ingarinnar og stjórnmálalífs. Að lokum afhenti hann Baldri Óskarssyni, formanni hússtjórnar, lykla húss- ins og lýsti húsið opið til þeirra afnota er samningur milli hússtjórnar og Sambandsins gera ráð fyrir. Baldur Óskarsson þakkaði stórhug Sambandsins og þann skilning sem forráðamenn þess sýndu sam- vinnustarfsmönnum og nemendum Samvinnuskólans með því að láta þetta glæsilega hús af hendi til félags- starfsemi. Jafnframt ræddi hann stöðu samvinnu- hreyfingarinnar í dag og nauðsyn þess að taka starf hennar til endurmats sem afleiðinga af breyttum þjóð- félagsháttum. Þá tók til máls frú Auður Jónasdóttir og lýsti einlægri ánægju sinni og ættfólks Jónasar með þessa ráðstöfun hússins. Rakti hún ýmsar minningar sínar frá þeim tíina er Jónas var skólastjóri Samvinnu- skólans og skólinn og heimilið nánast eitt og hið sama. Að lokum tóku til máls formenn þeirra félaga sem hlut eiga að máli og lýstu ánægju sinni með þá að- stöðu sem nú skapaðist. Hamragarðar eru tvær hæðir og kjallari og var húsið teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Þær breyt- ingar sem nú hafa verið framkvæmdar voru gerðar undir yfirumsjón Hákonar Hertervig og um fram- kvæmdir sá Gunnar Guðjónsson byggingameistari. Á efri hæð er íbúð húsvarðar en um húsvörzlu sjá hjónin Eiríkur Guðmundsson og Ólöf Jónsdóttir. Þar er einnig félagsherbergi Nemendasambandsins og eitt herbergi sem enn er óráðstafað. Á neðri hæð er fundarsalur sem tekur 40-50 manns í sæti, setustofa og eldhús. í kjallara eru svo tvö her- bergi fyrir félagsstarfsemi starfsmannafélaganna fjög- urra, billiardherbergi og gufubaðstofa ásamt hvíldar- herbergi. Allt er húsið mjög vistlegt og til fyrirmyndar hvað snertir allan frágang. Á öðrum stað í blaðinu er drepið á starfsemi Hamragarða og birtar myndir af ýmsum þáttum starf- seminnar. Erlendur Einarsson, afhendir Baldri Óskarssyni lykla hússins. 9

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.