Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 30

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 30
týrannósárarnir úti höf.: jónas fr. guónason. einn morguninn þegar við vöknuðum var hvítt teppi aftur komið á jörðina og við vissum strax að nú myndi ennþá einu sinni verða kalt í marga daga og margar langar nætur. „ojbara", sagði úri, „nú verður maður aftur að fara að sofa hjá gamla helvítinu afþví hún er miklu feitari en þær ungu og heldur betur hita“. langt inni í myrkri hellisins hló gamla helvítið djúp- hásum frygðarhlátri og hlakkaði til kvöldsins. „nú koma sjálfsagt týranósárarnir aftur“, sagði ég „munið þér bara síðast þegar kuldinn kom“. gamla helvítið þagði hláturinn oní sig með sogandi kjökurhljóði og enginn sagði neitt í langan tíma. „kannski koma þeir bara ekkert“, sagði loks einhver en ég held að enginn hafi heyrt það að minnsta kosti leið engu okkar vel. allir mundu nú eftir síðasta kuldatímabili þegar týranósárarnir komu heimundir og báðu okkur að koma út að leika. lengi vel ansaði enginn þeim og við létum öll eins og þeir væru ekki til. svo sögðust þeir kunna eltingaleik og feluleik og skessuleik og afþví að ekkert okkar vissi hvernig skessuleikur er heimtaði ogg að fá að fara út til þeirra og gá og síðan hefur enginn séð hann. náttúrlega getur svosem ogg ennþá verið einhversstaðar að leika skessuleik og hefur kannski bara gleymt að koma heim því hann er stundum hræðilega utan við sig en einhvern- veginn eigum við bágt með að trúa því. okkur er ekki vel við týranósára. „ef þeir koma núna þá látumst við ekki heyra til þeirra og það fer sko enginn út hvernig sem þeir láta“. þetta sagði úri hann er foringi hjá okkur enda er eyðileggja líf sitt á áfengisneyzlu og sígarettureyking- um, því skyldi maður þá ekki alveg eins mega nota til þess hass?“ Undir niðri er nú varla annað hægt en vera þessu sammála, en málið er bara ekki svona einfalt. Skoð- unin byggð á litlu víðsýni. Hjá þessum pilti og hans líkum er aðeins eitt, sem kemst að, það er ÉG. Um hag samborgaranna hugsa þeir ekki og þeir hugsa ekki út í hvað það myndi hafa í för með sér að leyfa sölu þessa efnis. Og þeir hugsa heldur ekkert út í að þeir sjálfir eiga flestir langa framtíð fyrir sér, e. t. v. 50-60 ár. Þeir hugsa ekkert um hvar í samfélagsstiganum þeir eigi að taka sæti. „Mig langar ekki til að vera neins staðar í þess- um hundlega heimi. Mig langar til að vera í mínum eigin heimi“. Þannig hljóðar það. Hass, sítt flaksandi hár, skegg (hjá þeim sem hafa til þess eiginleika), gítar undir hendinni og lítill þrifn- aður yfirleitt, er svar hippanna við spurningum „gamla fólksins“ um tilgang lífsins og fyrirætlanir. En hvað kemur mér þetta við? spyrð þú ef til vill. Hvað varðar mig um fíknilyfjaneyzlu ? Hvað kemur mér það við þó einhverjir unglingar villist inn á þessa hliðargötu í lífínu? Ef til vill ekki svo mikið, og þó. Við lifum í samfélagi þar sem mikið ríður á samvinnu og samhjálp. Ekki sízt á þessu sviði. Ef allir taka höndum saman að hrinda burt böli fíknilyfjaneyzlu, þarf ekki að óttazt um afdrif þeirra sem eiga að „erfa landið“. Við þurfum ekki gerviveruleika og falska sælu hér á íslandi - er það ? 30

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.