Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 24

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 24
átti kyn til 18 og ræðumaður einn hinn mesti um sína daga. 19 Sigfús Jónsson var sonur Jóns bónda Árnasonar á Víðimýri, * 20 þess sem Stephan G. Stephansson minntist með þakklæti fyrir margvíslega hjálp og lán á bókum. 21 Sr. Sigfús Jónsson afgreiddi mikið af vörum til félags- manna í vöruskemmu, 22 við bekk úr óhefluðum borðum, 23 sem lögð voru ofan á tómar tunnur. 24 Sigurður Þórðarson naut skólagöngu á Hólum, 25 hjá Sigurði Sigurðssyni, þegar mest var fjör í Hólaskóla. 26 Hann var þá lausamaður um stund og græddist brátt fé meira en títt er um unga menn á hans reki. 27 Síðan giftist hann dóttur sr. Sigfúsar og settist að á sókn tengdaföður síns. 28 Sigurður var gæddur fágætum eiginleikum til að verða mikill bóndi, 29 en hæfileikar hans fá ekki nægilegt svig- rúm á einni bújörð. 30 Brjóstveik vinnukona var um stund í Kirkjubæ og sýkti sum af börnunum. 31 Flest þeirra náðu þó fullri heilsu, 32 en Egill varð fyrir því óhappi að veikjast af inflúensu eftir uppskurð, 33 og þessi lega markaði varanlegt spor í heilsu hans. 34 Egill gerðist um stund sjómaður á togara og féll vistin vel, 35 og eru allar líkur til, að hann hefði orðið togaraskipstjóri ef heilsan hefði verið jafnörugg 36 eins og kjarkur hans og viljaþrek. 37 Þegar Sigurður Símonarson var nýfluttur inn í hið nýkeypta verzlunarhús, 38 mátti sjá þar glöggar menjar um það harðræði, 39 sem almenningur í þessum lands- hluta hafði átt við að búa. Tvær skrifstofur voru inn af búðinni. 40 í þeirri sem fjær var umferð hafði kaup- maðurinn eins konar yfirheyrsluherbergi. 41 Þangað voru leiddir hinir skuldugu fátæklingar, sem sérstaklega þurfti að athuga. 42 Þeim var skipað að standa við vegginn gagnvart borði húsbóndans. 43 í þessum óskemmtilegu yfirheyrslum varð smælingj- unum á að halla sér aftur að veggnum, 44 svo sem til að leita sér stuðnings hjá dauðum hlutum. 45 Var dökk rönd af óhreinindum þvert yfir vegginn, eftir fátækleg vinnuföt viðskiptamanna, sem skriftuðu í þessu herbergi. 46 . . . nokkrum missirum síðar drukknaði Guðmundur Skarphéðinsson. 47 en kaupfélagið var þá komið yfir örðugasta hjallann. 48 Ari er manna fjölhæfastur til alls konar verka, 49 og má segja að hann leggi gjörva hönd á flest störf. 50 Hann vann á þessum árum að trésmíði, bakarastarfsemi, kenndi dans, 51 gekk í Verzlunarskól- ann og var fimm sumur samfleytt túlkur og fylgdarmaður erlendra ferðamanna. Heimildir: íslenzkir samvinnumenn, eftir Jónas frá Hriflu. Núverandi stjórn og fulltrúaráð Kristín Bragadóttir, formaður Guðmundur H. Hagalín, ritari Sigurður Kristjánsson, gjaldkeri Jónas Guðnason, fulltr. stjórnar í ritnefnd Hermesar Guðmundur Bogason, spjaldskrárritari Gylfi Gunnarsson, meðstjórnandi Lilja Ólafsdóttir, meðstjórnandi 1957 Gunnar Ingi Jónsson 1958 Elís Helgason 1959 Grétar Snær Hjartarson 1960 Halldór Jóhannesson 1961 Kristján Óli Hjaltason 1962 Sigurður Kristjánsson 1963 Ólafur H. Ólafsson 1964 Ólafur Jónsson 1965 Magnús Yngvason 1966 Sigurður Halldórsson 1967 Þorgerður Baldursdóttir 1968 Eyþór Elíasson 1969 Gréta Sörensdóttir 1970 Helga Guðmundsdóttir 1971 Gunnar H. Helgason 24

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.