Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 21

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 21
Þegar kaupandinn kemur til mín verð ég að reyna að finna út hvað raunverulega hentar honum, því það er ekki alltaf það sem hann nefnir fyrst. Svo er að komast að, hvað maðurinn getur raun- verulega borgað án þess að ofbjóða getu sinni og síðan að finna eign sem fellur saman við þetta. Nú, þetta tekst venjulegast en þessi vinna krefst þess að maður sé við í rauninni allan sólarhringinn, enda held ég að ég hafi svarað í símann á nær öllum tímum nema helzt yfir blánóttina. Hér í Hafnarfirði líkar mér vel. Konan mín, Guðrún Sæmunds- dóttir, er ættuð héðan og við erum að byggja yfir okkur og börnin þrjú í Norðurbænum. Að lokum vil ég aðeins þakka öllum þeim sem hafa haft við- skipti við mig, fyrr og síðar. anna. Þegar Hagtrygging var stofnuð árið 1965 varð það til að lækka mikið iðgjöld á hinum almenna markaði. Nú er fyrirsjáanlegt að iðgjöld bifreiða hljóta að hækka um áramótin og aðstaðan er önnur en 1965. Allur viðgerðakostnaður hefur þrefaldazt síðan þá svo ekki sé meira sagt, meðan iðgjöldin hafa tæplega tvöfaldast. Og tjónatíðnin eykst jafnt og þétt. Hjá okkur hér var í júlí í sumar einhver versti mánuðurinn. Það má segja að þessi tjón séu afleið- ing þróunarinnar. Bílaeignin vex hröðum skrefum og fjöldi lítt æfðra ökumanna vex stöðugt. Svo hefur aldur bílanna eflaust sitt að segja. Það er eðlilegt að endurnýja bíl á 10 ára fresti en hér er algengt að bílar séu í umferð allt að helmingi lengur. Bæði er þetta dýrt fyrir þjóðina og eykur líkurnar á hættulegum bilum í umferðinni. Nú, fyrir tveim árum hóf ég í samstarfi við annan, rekstur fast- eignasölunnar Hamranes og seljum við einkum hér i Hafnarfirði og nágrenni. Segja má að salan gangi nokkuð vel og samhliða tryggingarumboðinu er afkoman þolanleg. Jú, alltaf má deila um hvort ekki sé of mikið af fasteignasölum. En fjöldi þeirra gefur þér þó kost á meira úrvali og meiri mögu- Ieikum að fá gott verð fyrir þá fasteign sem þú ert að selja. { þessu sambandi vil ég leiðrétta þann misskilning að það séum við sem vinnum að fasteignasölu sem ráðum íbúðaverði og reynum í eiginhagsmunaskyni að koma því upp. Það er í öllum tilvikum seljandinn sem setur verð í íbúðina og þá aftur kaupandinn sem ákveður hvað hann vill borga. Hér gildir reglan um framboð og eftirspurn algerlega, fasteignasalinn er því aðeins tengiliður og í^eynir að finna hinn gullna meðalveg og hann getur oft verið vand- fundinn ekki síður en mjói vegurinn. Dagur Þorleifsson: STORMKVÖLD Nótt hefur lœdst yfir landid; það er legið og elskast á dýnu. Myrkrið er svartara en silki og sverðdans í höfði mínu. I fang þinnar fögrubrekku forðar sér hrelldur máttur. Mér œgir á bakvið augun œðanna trumbusláttur. Nóttin er óróleg úti; af illkvittnum stormi lamin. Aldrei fellir sá ormur aurugan veórahaminn. Og aldrei gleymist hans emjan þótt elskast sé heitt á dýnu -. Nú dámar mér ekki hve dunar dansinn í höfði mínu. 21

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.