Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 34

Hermes - 01.12.1971, Blaðsíða 34
hússkeppni í knattspyrnu og yrði þá keppt milli bekkja. Slík keppni var fyrirhuguð í fyrra en fórst fyrir vegna húsnæðisleysis. Félagsvist verður einu sinni í mánuði í vetur og spilað á Hótel sögu. Spilakvöld eru alltaf vel sótt og meira fjölmenni en svo að Hamragarðar geti tekið við því. Og þá er að víkja að Hamragörðum. Á miðviku- dagskvöldum eru bekkjarkvöld þar sem tveir bekkir koma saman hvert kvöld. Hafa menn skemmt sér mjög vel og yfirleitt ágætlega sótt. Er orðrómur um að endurtaka þetta síðar í vetur. Þá hefur allmikið verið sótt í gufubaðið og billiard spilaður. Er nú í ráði að taka upp leiðsögn fyrir byrjendur í þeirri íþrótt. Lokið er tvímenningskeppni í bridge sem stóð þrjú kvöld. Þar sigruðu Halldór og Ólafur í þriðja sinn í röð og vísast til myndar af þeim i næst síðasta blaði. Úrslit urðu annars þessi: Halldór Jóhannesson og Ólafur Jónsson 375 stig Pálmi Gíslason og Snæþór Aðalsteinsson 373 - Grímur Valdimarsson og Edda Guðbjörnsd. 356 - Sæmundur Guðlaugss. og Guðjón Sigurðss. 331 - Haukur Harðarson og Sigrún Steinsdóttir 329 - Þar fyrir neðan voru fimm önnur pör með lakari árangri. Það vekur dálitla athygli að konurnar tvær sem þátt tóku í keppninni eru í röð þeirra efstu. Þá var haldin skákkeppni en hún féll niður í fyrra og því á þessi að koma í staðinn og verður önnur keppni eftir áramótin. Þátttakendur voru 10 og urðu úrslitin þessi: Þorkell Hjörleifsson ‘66 með 7 vinninga Valdimar Sveinsson ‘67 - óivinning Guðjón Sigurðsson ‘66 - 6 vinninga Guðmundur Jóelsson ‘67 - 6 vinninga Grímur Valdimarsson ‘63 - 5ivinning. Magnús Kjartansson, ráðherra svaraði fyrirspurn- um fyrir fullu húsi og luku allir upp einum munni að fundurinn hefði verið mjög góður. Fyrirhugaðir eru fleiri fundir með ráðherrum og stjórnmálamönnum. 34 Vió líkamsœjingar. A bekkjarkvöldi. Slappaó af í setustofu.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.