Hús & Búnaður - 01.05.1968, Qupperneq 18

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Qupperneq 18
Ljósmyndaþáttur Ritstjóri: JÓHANNES EIRÍKSSON Mig langar að rabba stuttlega um þrjú atriði, sem við fyrstu sýn virðast flókin og verða því oft byrjendum, sem eignazt hafa góðar myndavélar, að falli, þ.e. still- ingar ljósops, hraða og fjarlægðar. Ef ljós- mælir er ekki byggður inn í vélina ykkar, þá kaupið hann. Ekki er samt allt fengið með því. Ljósmælir býður upp á val: — stórt eða lítið ljósop, — mikill eða lítill hraði. Á réttu vali velta gæði myndarinn- ar. HRAÐI Flestar myndavélar hafa hraða frá B, sem táknar að ljósaugað sé opið svo lengi sem við höldum fingri á tökuhnappnum, og til 500 (1/500 úr sek.), með mismörg- um millihröðum. Venjulega höfum við hraðann ekki meiri en svo, að nægi til að „frysta" hreyfingu þeirra hluta innan myndflatar, sem við viljum hafa óhreyfða. Ég ætla ekki að gefa ykkur töflu yfir hvað þið þurfið mikinn hraða til að „frysta" á- kveðnar hreyfingar; eyðið einni filmu til að þreifa ykkur áfram með það. Hand- styrkur maður getur, með stuðningi, kom- izt af með hraða 1/25, án þess að myndin verði hreyfð, en hér verður ekki, ef um byrjendur er að ræða, mælt með lægri hraða en 1/100. Ef við erum móð eða þreytt bregzt okkur handstyrkur, og er þá sjálfsagt að nota meiri hraða. En á- kvörðun um hraðasetningu er ekki sjálf- stæð, heldur háð stærð ljósops. Reglan er sú, að því stærra sem Ijósopið er, þeim mun meiri hraði. Festið í minni: L^TIÐ LJÓSOP — LÍTILL HRAÐI. STÓRT LJÓSOP — MIKILL HRAÐI. LJÓSOP Linsa myndavélar hefur þann cigin- leika mannsaugans að geta takmarkað ljósmagnið sem hún hleypir gegn um sig. Eins og augasteinn mannsauga „minnk- ar" og sjáaldur dregst saman, getum við minnkað ljósopið ef birta er mikil, og stækkað aftur, þegar birta dvín. Á linsum flestra myndavéla er kvarði þessu líkur: 2,8 — 3,5 — 4 — 5,6 — 8 — 11 — 16 — 22. Þetta eru hlutfallsrölur og tákna ljósop þau sem völ er á. Fyrrtöldu Ijósop- in eru stærst og notuð þegar skilyrði eru slæm, en þau síðasttöldu eru minnst og notuð við beztu birtuskilyrði. Stærstu ljósopin gefa venjulega óskarpari mynd, sérstaklega við jaðar myndflatar. Annar ókostur stærri ljósopa er að svið mynd- skerpunnar verður styttra. Leggið á minn- ið: — STÓRT LJÓSOP — STUTT SKERPUSVIÐ. LÍTIÐ LJÓSOP — LANGT SKERPUSVIÐ. FJARLÆGÐARSETJARI Fjarlægðarsetjari (fókus), er hið þriðja þeirra atriða er við ræðum í þessum þætti. Það er algengt að byrjendur og jafnvel vanir menn hagnýti ekki sem skyldi möguleika myndskerpu með tilliti til sam- vinnu framangreindra höfuðatriða. Við skulum nú líta á myndina hér að ofan. Hún er af Jena linsu f/2 með 58 mm. brennivídd. Að ofan eru tölur, sem tákna fjarlægðina í metrum, en á móti tölur sem samsvara þeim stærðum ljósopa, sem vélin ræður yfir. Við sjáum að fjarlægð- in er stillt á 4 metra, en það þýðir, að að- eins hlutir í 4 metra fjarlægð verða skarp- ir, ef við notum stærsta Ijósop (2). Ef við notum ljósop 8 verða, eins og við sjáum á myndinni, allir hlutir skarpir, sem eru í ca. 2,75 til 7 metra fjarlægð frá mynda- vélinni. Ef við ætlum að fá óendanlega Það er ekki mikill vandi finnst okkur, að taka mynd sem þessa. Allur ealdurinn er að finna indónesískan drcne, eins oe hálfs árs eins oc þessi er. scm ber í auga dauða heillar þjóðar. blístra til hans og smella af. Myndin er eftir D. de Boer (IIol.) og hlaut verðlaun sem listrænasta fréttamynd ársins 1967. Það fer ekki hjá því. að þessi mynd nái tilgangi sínum: — bcrum við ckki ósjálfrátt saman í huganum fcitu og pattaralegu börnin okkar og þetta unga ellirista andlit?

x

Hús & Búnaður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.