Hús & Búnaður - 01.05.1968, Page 20
%
^ Stlvhkvrihn.
Ritstjóri: KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, handavinnukennari
Vegghengja saumuð í hörefni
með bómullar- eða áróragarni.
Munstrið er saumað með krosssaum
yfir 2 þræði í efni.
Velja má grunnlit efnisins eftir
vild. Hér er miðað við óbleikt hör-
efni.
Ef valinn er annar grunnlitur,
verður einnig að velja liti garnsins
(svo þeir fari vel) við þann grunn-
lit.
Hæfilegur grófleiki efnisins er
10 þræðir á hvern sm. Kaupið 35x
70 sm. af hörefni í þessum gróf-
leika. Ath.: ef efnið er grófara verð-
ur að kaupa meira af því, svo
munstrið komist fyrir. Frágengin
verður vegghengjan um 31x60 sm.
Saumað er með 3 þráðum af áróra-
garni, en 2 þráðum af fínu bómull-
argarni, sé það notað. Til að hengja
teppið upp þarf 2 bambusstengur
og snúru um 65 sm. langa. Einnig
má hengja bað upp á bambusnum
sjálfum, þá með tveim nöglum við
sinn hvorn enda sem bambusinn
hvílir á. Snúrunni er sleppt.