Hús & Búnaður - 01.05.1968, Page 21

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Page 21
Þræðið með mislitum tvinna þráðrétt langs eftir miðju efnisins. Mælið um 10 sm. frá efstu brún, við miðju og byrjið að sauma þar efsta hluta blómsins. Á fyrirmynd- inni eru fuglarnir saumaðir í röð í efrirfarandi litum. Vinstri hlið munstursins að ofan. 1. fugl: Blár, ljósblár vængur. 2. fugl: Ljós lilla, dökk lilla væng. 3. fugl: Blár, dökk lilla vængur. 4. fugl: Dökk lilla, ljósblár væng. Hægri hlið að ofan. 1. fugl: Dökk lilla, ljós lilla væng. 2. fugl: Ljós lilla, blár vængur. 3. fugl: Dökk lilla, blár vængur. 4. fugl: Blár, ljósblár vængur. Saumið með aftursting eða þræðispori fram með hliðum ljósari lita. Notið dekkri lit í sömu setter- ingu. Saumið á sama hátt í kring- um blómið. Með þessu fáum við munstrið skýrara. Þegar tveir efstu fuglarnir hafa verið saumaðir, eru allir hinir 6 saumaðir á sama hátt, en breytt um liti eins og getið hefur verið um að framan. Ganga má frá hliðum vegg- hengjunnar með gatafaldi allt í kring. Faldar á hliðum eru um 1 sm. á breidd. Á endum um 3Vi—4 sm. á breidd, svo hægt sé að þræða bambusstengurnar í gegum fald- ana. Gatafaldur er saumaður frá röngu yfir 2 þr. í efni. Saumið með hörgarni í sama lit og efnið. Pressið vel á röngu, gætið þess að hafa vel mjúkt stykki undir svo útsaumurinn verði ekki klesstur. Ekki þarf að vera síðra að sauma vegghengjuna í handofinn ullar- jafa og þá með ullargarni. Vegg- hengjan verður stærri þar sem efn- ið er grófara. Breyta má um saumagerð og sauma með góbelínsaumi í stað krosssaums. Ullarjafi og garn í öllum litum fæst hjá Karólínu Guðmundsdótt- ur, vefnaðarstofu, Ásvallag. lOa. Jurtalitað ullargarn fæst í verzl. íslenzkur heimilisiðnaður að Lauf- ásvegi 2. HOLLRÁÐ Hellur i gangstíginn þarf ekki að vera nauðsynlegt að kaupa, ef þið viljið búa þœr til sjálf. Smíðið ferkantaðan ramma t.d. 50 cm á hvern kant og leggið hann á slétt gólf og leggið dagblað tmdir. Síðan blandið þið steypuna, 1 hluta af sementi á móti 3 hlutum af sandi, bleytið hana hæfilega og hrcerið vel saman. Þá er hcegt að hella henni í mótin. Viljið þið halda gúmmístígvélunum fallegum skuluð þið, eftir að hafa þvegið þau hrein, bera á þau venjulegt gólfbón. Komið getur fyrir, að óþcegileg lykt myndist í kceli- skápum. Reynið að leggja Morgunblaðið og Þjóðviljann inn í hann um tíma. Það hreinsar loftið. Oreinar hendur cetti ekki að byrja að þvo úr heitu vatni, því að þá berast óhreinindin víðar um og setjast föst í húðina. Bleytið hendurnar fyrst í köldu vatni og notið síðan heita vatnið á eftir.

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.