Hús & Búnaður - 01.05.1968, Side 23

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Side 23
Skartgripaverzlun Magnúsar E. Baldvinssonar Laugavegi 12 hefur þessa skcmmtilegu borðbjöllu til sölu og eins samstæðu með öskubakka. vindlingaöskju og kertastjaka. Hvort tveggja er gyllt og til prýði á fögru heimili. Einkan- lega viljum við vekja athygli á hinum djúpa og skcmmti- lega hljómi borðbjöllunnar. Borðbjallan kostar kr. Ö20.00. Húsgagnahöllin hefur gert tilraun með það að flytja inn þessi barna- húsgögn. Húsgögnin eru sænsk og mjög vel úr garði gerð hvað áferð og hirðingu snertir. Tveir stólar fylgja hverri samstæðu og á hillu- skápnum er hurð scm fellur niður og myndar þá borðið. sem setið er við. Að neðan er borðplatan skólatafla. sem börnin geta skrifað á þcgar skápurinn er lokaður. Enda þótt verð- ið sé nokkuð hátt. er hér um merka tilraun að ræða, og vonandi verður þetta upphaf að því að fleiri slíkar fylgi á eftir. Verzlunin Hamborg hefur þetta handhæga statíf, undir brauð. tertur cða niðurskorið kjöt, til sölu. Það er gert úr gegnsæju harðplasti. Statífið má taka í sundur og er þá þægilegt í geymslu. Þetta áhald getur verið þægilcgt þar sem borðpláss cr lítið og eins til þess að auka tilbreytnina við að Icggja á borð. Verð kr. 40.00. Áskrifendasöfnunin Nokkrir, en þó enn of fáir, hafa tekið virkan þátt í áskrifendasöfnuninni. Vekið athygli vina ykkar og kunningja á efni og markmiði blaðsins. Gerum það að útbreiddu og öflugu málgagni heimilanna. Hver nýr áskrifandi færir okkur nær því marki, tryggir betri þjónustu og öflugra starf. Heitið er þrennum verðlaunum: 1. Fyrir að safna 5 áskrefendum Málverkaeftirprentun. 2. Fyrir að safna 12 áskrifendum Bókin: Matur og drykkur. 3. Fyrir að safna 100 áskrifendum Flugfar til London með Ferðaskrifst. rikisins. HÚS O G BÚNAÐUR Sími:52550. Pósthólf 54, Garðahr. Vinsamlegast tilkynnið bústaðaskipti í síma 52550 HÚS & BÚNAÐUR Útgefandi: Hús & Búnaður. Pósthólf 54, Garðahreppi. Blaðið kemur út mánaðarlega. Áskriftarsími: 52550. Ábyrgðarmaður: Ragnar Ágústsson, sími 52550. Híbýlafræðingur: Snorri Hauksson, síml 12329. Tæknifræðingur: Stefán Guðjohnsen, sími 82142. Innanhúsfræði: Agla Marta Marteinsdóttir. Áskriftarverð: Kr. 300.00 á ári. Gjalddagi 1. marz. Myndamót: Rafgraf h.f. Setning: Prentsmiðja ÞJóðvÍIJans h.f. Prentun: Viðey.

x

Hús & Búnaður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.