Morgunblaðið - 12.11.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 12.11.2011, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. Sendið tilkynn- ingar um viðburði á netfangið ritstjorn@mbl.is. 41 dagur til jóla Árlegt jólakaffi Hringsins verður haldið á Broadway sunnudaginn 4. desember næstkomandi, kl. 13:30. Miðasala hefst kl. 13. Boðið er upp á girnilegt kaffihlaðborð að hætti Hringskvenna og dagskráin glæsi- leg að vanda. Margir listamenn koma fram með hljóðfæraleik, söng, dansi og glensi fyrir unga sem aldna. Allir gefa þeir vinnu sína. Þá verður happdrætti með góð- um vinningum sem ýmis fyrirtæki hafa gefið. Allur ágóði rennur til veikra barna á Íslandi. Kvenfélagið Hringurinn hefur um árabil verið helsti bakhjarl barnaspítalans. Á hverju ári styrkir Hringurinn m.a. nauðsynleg tækja- kaup fyrir minnstu sjúklinga lands- ins. Á niðurskurðartímum verður spítalinn að stóla á slíkar gjafir. Góðir gestir á jólakaffi Hringsins Jólakökur Hið vinsæla jólakaffi Hrings- kvenna verður 4. desember nk. Waldorf-leikskólinn Ylur og Waldorf- skólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar í dag, laugardaginn 12. nóvember, frá kl. 12-17. Margskonar handverk verður í boði sem börn og foreldrar allra bekkja hafa unnið. Einnig verður boðið upp á brúðuleikhús, barna- kaffihús, veiðitjörn, eldbakaðar pits- ur, jurtaapótek, tónlist og töfrar. Waldorf-uppeldisfræðin byggist á heildarsýn á hinni vaxandi manneskju þar sem leitast er við að örva og þroska öll svið mannsins til jafns: félags- og tilfinningalega,vitsmunalega, siðferðislega og ekki síst viljalífið. Til að komast í Lækjarbotna er beygt til hægri inn afleggjara fyrir ofan Lögbergsbrekku sem er fyrsta brekkan þegar ekið er frá Reykjavík austur þjóðveg 1. Allir hjartanlega velkomnir Jólabasar í Lækjarbotnum Jólakortasalan er hafin hjá Hjartaheillum, landssamtökum hjartasjúklinga. Félagsmenn og aðrir velunnar samtakanna eru beðnir um að taka vel á móti sölu- fólkinu okkar. Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru tíu kort í pakka og kosta 1.200 kr. Jólakortið í ár hannaði 18 ára gömul hjartveik stúlka sem heitir Hafdís Erla. Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla og einnig er hægt að panta kort á netfanginu hjartaheill@hjartaheill.is Kortið hannað af hjartveikri stúlku Basar og nytjamarkaður verður haldinn í safnaðarheimili Áskirkju á morgun, sunnudaginn 13. nóv- ember, klukkan 12:00. Á boðstólum verða kökur og ýmsir eigulegir hlutir bæði nýir og notaðir, segir í tilkynningu. Velunnarar Áskirkju eru hvattir til að mæta og leggja þannig kirkju- starfinu lið. Basar og nytja- markaður í Áskirkju Barnaheill fengu Eggert Pétursson listmálara og Þórarin Eldjárn ljóðskáld og rithöfund til liðs við sig við gerð jólakorts í ár. Með því að kaupa kortið er stutt við bakið á starfi samtak- anna í þágu barna hér á landi og erlendis. Eggert Pétursson málaði sérstaklega málverkið, Án titils, fyrir kortið. Inn í kortið er prentað ljóð Þórarins Eldjárns, Skamm skamm skammdegi sem hann samdi sérstaklega við málverk Eggerts. Báðir listamennirnir gefa vinnu sína. Jólakortin fást á skrifstofu Barnaheilla og á netinu, barna- heill.is Eggert og Þórarinn til liðs við Barnaheill Jólakort Eggert Pétursson og Þórarinn Eldjárn gera jólakort Barnaheilla í ár. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna býður í ár upp á tvær gerðir af jólakortum. Bragi Einarsson hef- ur búið til jólakortamyndir fyrir fé- lagið í mörg ár og er nú komið að jólasveininum Hurðarskelli. Á hinu kortinu er fallegt íslenskt grenitré í jólabúningi. Einnig geta fyrirtæki keypt rafræn jólakort þar sem vörumerki fyrirtækisins og kveðja er sett í kortið. Hægt er að panta jólakortin á www.skb.is. Jólakort til styrktar krabbameinssjúkum ið er að leita að fyrstu skyttunum svo allt er samkvæmt venju. Þó ekki alveg allt. Lítið eða ekkert hefur sést af rjúpu. Sumum finnst það með ólíkindum í ljósi friðunar- aðgerða. Heimamenn hafa þó aðra skoðun og eru ekki undrandi. Eitt- hvað verður rebbi að éta. Þar er rjúpan auðveld bráð. Ef ekki verður stemmt stigu við gífurlegri fjölgun refsins verður engin rjúpa innan skamms tíma.    Íbúar í dreifbýlishluta Borg- arbyggðar héldu fund með forsvars- mönnum sveitarfélagsins fyrir skömmu. Umræðuefnið var að reyna að skera upp herör gegn refnum. Fram kom að ríkið greiðir ekki lögbundið mótframlag vegna refaveiða svo sveitarfélögin sitja uppi með krógann. Mörg dreif- býlissveitarfélög eru illa fjáð og hafa ekki getu til meiri fjárútláta. Eftir því sem best er vitað hefur lögum ekki verið breytt, ríkisvald- inu ber enn að greiða fyrir eyðingu refs, að hluta. Ráðherra umhverf- ismála hefur sem sé ákveðið að brjóta lög. Merkilegt þykir að slíkt sé hægt og varð mönnum á fund- inum tíðrætt um hina frægu nafna, Jón og séra Jón í því samhengi.    Maðurinn veiðir sér til matar og ánægju. Ákveðið jafnvægi er yf- irleitt á þeim veiðum, ef skynsemin er við stjórnvölinn. Hins vegar, ef einni tegund er hlíft, sem ekki er í útrýmingarhættu, raskast öll fánan. Slíkt er staðreynd í dag. Refurinn hefur fjölgað sér gífurlega. Hann þarf æti og ræðst á það sem hentar helst. Innan skamms tíma gætu landsmenn þurft að velja, hvort þeir vildu rebba eða rjúpu. Rebbi eða rjúpa Morgunblaðið/Ómar Fáar rjúpur Rjúpnaskyttur í Borgarbyggð sjá fáa fugla á fjalli og telja bændur skýringuna m.a. vera fjölgun refs. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÚR BÆJARLÍFNU Birna G. Konráðsdóttir Borgarfjörður Flestir bændur eru búnir að heimta fé sitt af fjalli. Ein og ein eftirlegu kind er þó að líkindum ein- hvers staðar ráfandi. Hitt er verra að sumt fé kemur aldrei fram og hefur þá kannski lent í öðrum kjafti en ætlað var. Mikil aukning hefur orðið á ref í sveitarfélaginu Borg- arbyggð, svo mjög að bændur eru uggandi og finnst dapurlegt að ala lambfé í refinn. Mörg dæmi eru um að lágfóta hafi sótt sér æti heim undir bæjarhús. Er þá ekki kyn að bændur kvarti. Er svo komið að í sumar heyrðist nær ekkert í mó- fugli á sumum svæðum.    Nú er rjúpnaveiðin hafin. Bú- • Arðsemi Landsvirkjunar: Óraunhæfar eða nauðsynlegar kröfur? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar • Samkeppnishæfni í grænu hagkerfi Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs • Vindorka – raunhæfur kostur á Íslandi? Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs • Ný stefna Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs • Spurningar og umræður Árið 2010 markaði Landsvirkjun nýja stefnu sem leggur áherslu á að hámarka arðsemi fyrirtækisins. Á fundinum verða dregin fram áhrif nýrrar stefnu á rekstur fyrirtækisins. HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2011 www.landsvirkjun.is Finndu okkur á Facebook Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar Allir velkomnir Skráning á: www.landsvirkjun.is/skraning Fundurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu, þriðjudaginn 15. nóvember, kl. 14-16. Markmið opinna funda Landsvirkjunar er að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins. Að klífa fjallið Hvernig getur Landsvirkjun orðið leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.