Morgunblaðið - 12.11.2011, Side 31

Morgunblaðið - 12.11.2011, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Opið hús Forsetahjónin taka þátt í landkynningarátaki, sem Íslandsstofa stýrir, og buðu erlendum ferðamönnum upp á pönnukökur og fleira í gær. Golli Það eru erfiðir tímar hjá íslenskum sósíal- demókrötum. Eitthvað hlaut undan að láta en fyrr má nú vera: Sumir virðast vera að ganga algjörlega af göflunum. Til að skilja ástandið verðum við fyrst að skoða forsöguna. Fyrri stjórnin Útrásin og vöxtur bankakerfisins sem Samfylkingin var dugleg að þakka sjálfri sér fyrir allt fram á haustið 2008 gekk ekki upp. Fram til 2008 höfðu íslenskir kratar talið útrásina sitt helsta af- rek enda þreyttust þeir ekki á að benda á að útrásin og vöxtur bank- anna væri afleiðing af EES- samningnum og hefði ekkert með þáverandi ríkisstjórn að gera. Í mars 2007 áréttaði Björgvin G. Sig- urðsson að kratar hefðu lagt grunn- inn að þenslunni (og notaði meira að segja það orð) með EES- samningnum en ríkisstjórnin hefði ekkert með það að gera og sér- staklega ekki Framsóknarflokk- urinn. Skömmu síðar komst Samfylk- ingin í ríkisstjórn. Þá var þenslan keyrð í botn og enn aukið á útrásina eins og sérstaklega hafði verið skráð í stjórnarsáttmálann að kröfu Samfylkingarinnar. Árangurinn af því var loks færður til bókar í níu binda rannsóknarskýrslu þar sem orðið „Samfylkingin“ birtist oftar en önnur orð. Seinni stjórnin Næst tók við rík- isstjórn sem hefur inn- leitt vinstriöfgar sem ekki hafa sést síðan á millistríðsárunum. Þús- undir hafa hrakist úr landi og flokkur sem kennir sig við al- þjóðahyggju hefur af- rekað það að hrekja burt nánast öll erlend fjárfestingarverkefni og komið Íslandi á lista með þróunarlöndum vegna pólitísks áhættustigs. Skyldi engan undra þegar allir atvinnuvegir eru settir í uppnám og skattar hækk- aðir 100 sinnum á tveimur árum. Til- raunir til að færa „alþjóðasamfélag- inu“ (þ.e. erlendum bönkum) gjafir á kostnað íslensks almennings hafa gengið brösuglega. Ríkisstjórninni var gert ljóst hvað hún gæti gert við Icesave-samninginn (og svo var hún neydd til að gera það) og vogunar- sjóðirnir sem fengu bankana end- urguldu ekki gjafmildina. Forsætis- ráðherra gerði þá tilraun til að dreifa athyglinni með miklu áróðursútspili. Ráðherrann henti vinnu sáttanefndar flokksbróður síns um sjávarútveg í ruslið og leitaði í staðinn í efnahags- kenningar Roberts Mugabe (og þó var sósíalistaflokkur Mugabe ekki fé- lagi Samfylkingarinnar í alþjóða- samtökum jafnaðarmannaflokka eins og flokkar Mubaraks og Ben Ali). Sjávarútvegsstefnan fékk neikvæða dóma frá öllum sem lögðu á hana fag- legt mat (og reyndar frá hinum líka) og hagfræðileg athugun leiddi í ljós að hún hefði kippt stoðunum undan grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og valdið samfélaginu gríðarlegum skaða. Afraksturinn Afrakstur Samfylkingarinnar í rík- isstjórn er því fyrst þensla og hrun og svo stöðnun í bland við pólitískar öfg- ar. Þetta hefur valdið mörgum krat- anum vonbrigðum en þau vonbrigði eru þó ekkert við hliðina á stóra áfall- inu. Áfallinu vegna málsins eina. Evr- ópusambandið er í fullkomnu uppnámi ef ekki upplausn. Enginn utan Íslands heldur því lengur fram að ESB geti lif- að áfram í óbreyttri mynd. Krísan varð auk þess til að tjöldin féllu og ESB birtist í sinni raunverulegu mynd. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands taka ákvarðanir fyrir rest- ina, vikið er frá lögum sambandsins þegar það hentar hinum stóru en hinir smærri beittir blygðunarlausum þvingunum. Skuldirnar aukast, hag- vöxtur dregst saman og atvinnuleysið eykst eins og það hefur gert frá því að evran var tekin upp. Meira að segja sölupunktarnir tveir eru foknir út í veður og vind. Er ekki stutt síðan einhverjir voru að auglýsa lægri vexti og lægra mat- arverð með ESB? Nú sýna jafnvel kannanir Evrópusambandsins sjálfs að matvælaverð á Íslandi er með því lægsta í álfunni, sérstaklega þegar litið er til innlendra matvæla, og ef evrukrísan hefur sannað eitthvað er það það að sameiginlegur gjaldmiðill tryggir ekki sömu vexti. Verðtrygg- ingin og óeðlilegur vaxtamunur gera þó íslenskum heimilum áfram erfitt fyrir. Núverandi forsætisráðherra taldi það lengi mesta forgangsmál stjórnmálanna að afnema verðtrygg- inguna. Ekki hefur það gengið eftir enda hætti allt að skipta máli nema evran og ESB. Eftir stendur afleiðing útrásar og þenslu og nú er stóra lausnin orðin að stærsta efnahags- vanda 21. aldar. Lægsta planið Það þarf því engan að undra að eitt og annað sé farið að bresta hjá áköf- ustu krötunum. Skjálftinn nú er meira en lausar skrúfur þoldu og af- leiðingarnar birtast okkur daglega. Titringurinn er þó mestur hjá nokkr- um ofstopakrötum sem gerast sífellt örvæntingarfyllri í viðbrögðum sín- um við ástandinu. Nokkrir þeirra hafa í örvinglan lagst niður á allra lægsta plan stjórnmálanna og gengið svo langt að kalla þá sem hafa efa- semdir um Evrópusambandsaðild þjóðernisöfgamenn. Einn af þeim sem reyna að spinna þennan þráð er Eiríkur Bergmann Einarsson Evr- ópuspekingur og, að því er virðist, blaðamaður á Fréttatímanum. Eirík- ur tók risastökk í þessa ólánsátt þeg- ar hann, í félagi við ritstjórn Frétta- tímans, reyndi að bendla Framsóknarflokkinn við þjóðern- isöfgastefnu. Það óþverrabragð byggðist að sjálfsögðu ekki á neinu í stefnu flokksins. Nei, tilraunin til að sverta flokkinn byggðist á því að ís- lenski fáninn hefði verið of áberandi á flokksþingi framsóknarmanna og því að félagar úr Ungmennafélagi Ís- lands hefðu sýnt þar íslenska glímu. Misstu af einni öld Þjóðrækni, þjóðleg gildi og trú á getu íslensku þjóðarinnar hafa allt frá upphafi verið einkenni Framsóknar rétt eins og friðarstefna, áhersla á vinsamleg samskipti við allar þjóðir og trúin á jafnræði allra manna. Þeir sem halda að tengsl Framsóknar og UMFÍ eða íslenskir fánar á flokks- þingi flokksins séu eitthvað nýtt hafa misst af tæplega 100 ára sögu. Það er reyndar undarlegt að fólk sem steytir hnefann og syngur þjóðsöng Sov- étríkjanna frá tíð Stalíns undir rauð- um fánum skuli sjá ofsjónum yfir því þegar aðrir flagga íslenska fánanum. Og þó, e.t.v. er það rökrétt. Í Austur- Þýskalandi voru allir þeir sem grun- aðir voru um skort á hollustu við kommúnismann og Sovétríkin kall- aðir fasistar. Grunuðum fasistum fjölgaði svo eftir því sem molnaði undan kommúnismanum. Grein Eiríks kemur í kjölfar grein- ar hans um ESB þar sem látið var í veðri vaka að samningamenn Íslands í viðræðum við ESB væru flestir al- gerir aular. Áhugasamir geta sann- reynt að greinin vakti mikla undrun í samninganefndinni, ekki vegna að- dróttana í garð nefndarmanna, held- ur fyrst og fremst vegna þess að þar á bæ þótti mönnum hún sýna umfangs- mikla vanþekkingu á Evrópumál- unum. Með hliðsjón af þjóðern- isgreininni og þeirri vanþekkingu sem þar birtist á íslenskum stjórn- málum má þó líklega fullyrða að höf- undurinn sé hlutfallslega vel að sér um Evrópumál. » Afrakstur Samfylk- ingarinnar í rík- isstjórn er því fyrst þensla og hrun og svo stöðnun í bland við póli- tískar öfgar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Þegar kratar hrökkva af hjörunum Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson Eitt af meginverk- efnum sjálfstæð- ismanna á komandi landsfundi er að velja formann sem leiðir okkur til sigurs í næstu kosningum. Aukið traust er for- senda þess að við vinnum þann sigur og það gerist einungis með því að flokkurinn hafi hag almennings að leiðarljósi í öllum störfum sín- um. Tökum slaginn fyrir almenning Ég boða ný vinnubrögð og nýjar áherslur en hugmyndafræðin sem ég treysti best er töluvert eldri en ég sjálf, a.m.k. 82 ára gömul, eða allt frá árinu 1929 þegar Sjálfstæð- isflokkurinn var stofnaður. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur frá upphafi hvílt á hugmyndafræði samstöðu en ekki sundrungar. Hann byggir á samvinnu stétta en ekki átaka á milli þeirra. Hann er flokkur al- mennings, fólksins í landinu. Áherslur Sjálfstæðisflokksins eiga að endurspegla baráttu fjöldans – þeirra sem hafa fundið fyrir hruninu á eigin skinni, upplifað fjárhagserfiðleika og jafnvel at- vinnuleysi. Sjálfstæðisflokkurinn á að berj- ast fyrir bættum hag fjölskyldn- anna í landinu. Það er ekki sann- gjarnt að hvetja almenning nú til þess að grípa í síðasta hálmstráið og skila lyklunum að heimilum sín- um þegar aðrir fá milljarða afskrif- aða en halda stóru lyklakippunum. Kippunum sem geyma lykla að sömu fyrirtækjum og áður, stórum einbýlishúsum, sumarhúsum og jafnvel íbúðum erlendis. Það þarf meira til. Við þurfum að mynda þjóðarsátt fjármálafyrirtækja, líf- eyrissjóða, Íbúðalánasjóðs og ann- arra hagsmunaaðila um sanngjarnar af- skriftir til handa al- menningi. Sjálfstæð- isflokkurinn á að leiða slíka þjóðarsátt og það gerist einungis með sterkri pólitískri for- ystu. Traust á almenningi Ein ástæðan fyrir því að almenningur líður enn fyrir banka- hrunið er sú að við sitjum uppi með ríkisstjórn sem heldur að hún ein hafi vit fyrir fólk- inu í landinu. Sótt er um aðild að Evrópusambandinu og skattkerfinu er umbylt án þess að borin sé virð- ing fyrir áhyggjum fólks og fyr- irtækja. Grafið er undan sjávar- útvegi og efnt til átaka um stór mál sem smá. Heiftin stjórnar því að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefur helgað allt sitt líf baráttunni fyrir betra samfélagi, er dreginn fyrir dóm með ósvífnustu vinnu- brögðum sem sést hafa í íslenskum stjórnmálum. Fáranleikinn er margþættur og meira að segja eru til stjórnmálamenn sem telja að helsta ógn barna í grunnskólum séu prestar sem flytja boðskap krist- innar trúar. Almenningi blöskrar, traustið molnar og vandinn eykst. Stjórnmálin, sem eiga að fjalla um það eitt að bæta hag þjóð- arinnar, eru ekki einkamál stjórn- málamanna. Kjósendur hafa sýnt að þeir geta haft vit fyrir stjórn- málamönnum, m.a. með því að hafna tvisvar hinu svokallaða Ice- save-samkomulagi. Dómsdags- spárnar sem áttu að hræða kjós- endur til hlýðni brugðust. Ríkissjóður og íslensk fyrirtæki fá áfram erlend lán, við erum ekki eingangruð lengst norður í Atlants- hafi og við vorum ekki étin af há- karli! Icesave-málið undirstrikar að almenningur þekkir muninn á réttu og röngu. Stjórnmálamenn eiga að treysta einstaklingum fyrir því að reka fyr- irtækin, velja sér þjónustu og um- fram allt ráða sem mest yfir af- rakstri eigin vinnu. Ríkið hrifsar nú til sín meirihluta tekna launþega í gegnum umfangsmikið og æ flókn- ara skattkerfi sem fullyrt er að sé óhjákvæmilegt. Hjá Reykjavík- urborg fórum við hins vegar í gegn- um mestu niðursveifluna án þess að hækka skatta. Við sýndum að hægt er að ná miklum árangri á erfiðum tímum án skattahækkana og ég fullyrði að hægt er að afturkalla allar skattahækkanir núverandi rík- isstjórnar. Krafa um endurnýjun Eftir það sem á undan er gengið gerist það ekki sjálfkrafa að traust almennings til stjórnmálaflokka aukist. Traustið er hægt að end- urvinna með aukinni áherslu á al- mannahagsmuni en einnig með breytingum hjá stjórnmálaflokk- unum sjálfum. Mikill meirihluti sjálfstæðismanna hvatti mig til framboðs vegna þess að þannig geti Sjálfstæðisflokkurinn tekið af skar- ið í þeirri endurnýjun sem verður að eiga sér stað í stjórnmálunum. Ég tók þeirri áskorun og vona að sem flestir taki henni með mér. Það er okkar sameiginlega verkefni að byggja upp sterkari Sjálfstæð- isflokk, vinna næstu kosningar og verða leiðandi afl í næstu rík- isstjórn. Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur » Traustið er hægt að endurvinna með aukinni áherslu á al- mannahagsmuni en einnig með breytingum hjá stjórnmálaflokk- unum sjálfum. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Endurvinnum traustið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.