Morgunblaðið - 12.11.2011, Qupperneq 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
óskaplega að geta ekki lengur
komið í heimsókn til þín og fengið
smá „lokk og bau“ og rætt málin
við þig í eldhúsinu í Sæbergi.
Ottó Freyr Jóhannsson.
Ég var svo einstaklega heppin
að fá að kynnast þér, þegar ég
varð kærasta barnabarns þíns,
hans Sigga. Ég varð þess fljótt
áskynja að þú varst einstök
manneskja. Þú sýndir öllum svo
mikla alúð og umhyggju. Hjá þér
voru ekki til nein vandamál, bara
lausnir. Það var eitthvað við þig
sem er svo erfitt að lýsa. Það var
eins og þú sæir inn í sálina á
manni og manni fannst að þú
skildir allt og skynjaði að þér
væri gott að treysta. Þó að leiðir
okkar Sigga hafi skilið, tókstu
mér og nýja manninum mínum
opnum örmum þegar við
ákváðum að banka uppá hjá þér í
Sæbergi, á ferðalagi okkar um
Austfirði. Það var eins og tíminn
hefði staðið í stað þegar ég kom
inn í eldhúsið þitt að fá sumar-
köku og kaffi og mér fannst ég
bara komin aftur til mennta-
skólaáranna.
Elsku Elsa mín, ég veit að þú
ert komin á góðan stað hjá hon-
um Arngrími þínum. Mér þótti
vænt um þig frá okkar fyrstu
kynnum og þér mun ég aldrei
gleyma. Hvíl í friði.
Guðbjörg Oddsdóttir
(Gugga).
Jæja, þá er Elsa búin að fá
hvíldina og komin í hóp sinna
gengnu ástvina.
Það væri fróðlegt að taka fljót-
lega upp við hana eitt hennar
hugleiknasta umræðuefni, lífið
eftir dauðann.
Ekki þannig að Elsa hafi ekki
haft áhuga á því sem við var að
eiga hérna megin. Síður en svo.
Ég hef oft hugsað um það hvað
þessi föðursystir mín var ótrú-
lega fjölhæf og snjöll. Allt lék í
höndunum á henni: vörubíla- og
rútuakstur, bílaviðgerðir, vinna
við rafmagn, smíðar, fatasaum,
list- og húsamálun, auk heimilis-
verkanna og matseldarinnar.
Þau voru ófáar flíkurnar sem
hún saumaði á okkur bræðurna
og oft var hún búin að klippa á
okkur þverhausana.
Hún var bjargið sem stóð upp
úr þegar litli bróðir hennar, hann
pabbi, fórst með bátnum sínum í
byrjun desember 1973. Þá tóku
þau hjónin, hún og Arngrímur,
mömmu og okkur bræðurna fjóra
inn á heimili sitt í Sæbergi og hjá
þeim dvöldum við fram á nýárið á
meðan við reyndum að horfast í
augu við grimma staðreynd.
Það var fastur liður hjá minni
fjölskyldu hin seinni ár þegar við
komum á Borgarfjörð að heilsa
upp á Sæbergshjónin og nú hin
síðustu ár Elsu. Enda var Sæ-
berg alltaf eins og annað heimili
okkar Svalbarðsbræðra. Aldrei
bankað á útidyr, kannski eitt létt
högg á eldhúsdyrnar um leið og
við gengum inn.
Elsa átti jafn auðvelt með að
spjalla við alla og sýndi áhuga á
viðfangsefnum ungra sem ald-
inna.
Þar sem gestrisnin er einlæg,
þar er gestagangur. Og þannig
var það í Sæbergi.
Eitt verð ég ævinlega þakklát-
ur Elsu fyrir. Sigrún amma dó
veturinn 1985 og vildi þannig til
að jarðarförin var ákveðin sömu
helgi og ég átti að spila í fjögurra
sveita úrslitum um íslandsmeist-
aratitil yngri spilara í brids. Ég
átti í talsverðu sálarstríði vegna
þessa og tók ekki ákvörðun fyrr
en Elsa stappaði í mig stálinu og
sagði, að það væri á hreinu að
hún amma mín hefði viljað að ég
tæki spilin fram yfir, hún hefði
verið það mikil spilamanneskja
sjálf.
Hún Elsa sló ekki mikið af þó
aldurinn færðist yfir og heilsan
færi að bila. Hún var komin upp
á þak að mála áður en nokkur
vissi af og var ekki að bíða eftir
hjálp við að hengja upp jóla-
skrautið.
Fyrir hönd Svalbarðsfjöl-
skyldunnar þakka ég samfylgd-
ina, jafnt í gleði og sorg.
Sæbergssystkinunum og fjöl-
skyldum þeirra sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur.
Magnús Björn Ásgrímsson.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð kæra vinkonu mína,
hana Elsu Jónsdóttur. Ég var
svo lánsamur að hún var gift
móðurbróður mínum, honum
Arngrími Magnússyni kaup-
félagsstjóra. Þau hjónin bjuggu
að mér fannst í paradís á jörðu, á
Borgarfirði eystra. Alveg frá því
ég var lítill hef ég þekkt hana að
góðu einu og reyndist hún mér
alltaf einstaklega vel. Ungur var
ég sendur til þeirra hjóna á
Borgarfjörð að sumarlagi, sjálf-
sagt til að manna mig enda ör-
verpi að sunnan sem eitthvað var
látið eftir. Sambúð okkar Elsu
var með miklum ágætum og
ræddi hún ætíð við mig sem jafn-
ingja, það var helst að kaup-
félagsstjórinn væri að leggja mér
lífsreglurnar. Að lokinni dvöl hjá
þeim kvaddi hún mig alltaf með
hlýjum orðum og þeim orðum að
það væri reiknað með mér í sauð-
burðinn næsta vor.
Elsa var með hláturmildari
konum sem ég þekki og það var
alveg sama hvað á dundi, alltaf
var stutt í glettnina. Ég á góðar
æskuminningar af skemmtileg-
um samtölum móður minnar og
Elsu er þær töluðu í síma milli
landshluta. Símtölin voru yfir-
veguð og róleg í byrjun en end-
uðu ætíð í hlátrasköllum og mikl-
um hlátursköstum á báðum
endum línunnar. Oft var erfitt að
gera sér grein fyrir hvort um var
að ræða hlátur eða grát, enda
streymdu tárin á meðan á þessu
stóð. Meðan ósköpin dundu yfir
var erfitt fyrir heimilisfólkið að
heyra í ljósvakamiðlum, hvað þá
að einbeita sér að einhverju öðru.
Elsa var mjög ræðin við stóra
sem smáa og óþreytandi að segja
sögur frá fyrri tíð, jafnt af ætt-
ingjum sem atburðum sem þeim
tengdust. Ég er henni óendan-
lega þakklátur fyrir allar þær
sögur sem hún hefur sagt sonum
mínum, sögur af forfeðrum
þeirra sem þeir kynntust aldrei.
Þegar mest gekk á í frásögninni
af skemmtilegum atburðum lék
hún atburðina og hló eins og
forðum. Gestrisni hennar var
með eindæmum og var eldhús-
borðið ávallt hlaðið kræsingum
frá morgni til kvölds. Einhverju
sinni spurði ég son minn hvað
hann vildi í morgunmat? „Köku“
sagði hann. Ég sagði: „Maður
borðar ekki köku í morgunmat“.
Hann var þá fljótur að svara:
„Jú, hjá Elsu á Borgarfirði“.
Elsa er einhver albesta mann-
eskja sem ég hef kynnst, hennar
verður sárt saknað.
Við fjölskyldan vottum að-
standendum og öðrum sem sjá
eftir henni innilega samúð. Megi
minningin um einstaka konu ylja
okkur öllum um hjartarætur.
Björgvin Örn Eggertsson.
✝ Stefán IngiVagnsson
fæddist á Þverá í
Blönduhlíð, Skaga-
firði, 7. október
1937. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks 27.
október 2011.
Foreldrar Stef-
áns voru Vagn
Gíslason, f. 6. nóv-
ember 1901, d. 4.
október 1986, og Fjóla Stef-
ánsdóttir, f. 9. október 1914, d.
14. maí 2004. Systkini Stefáns
eru Guðrún Þrúður, f. 16. janúar
1939, d. 23. maí 2007, gift Hreini
Þorvaldssyni, f. 5. júní 1937, d.
17. febrúar 2006. Hjörtína Dóra,
f. 11. apríl 1943, gift Ólafi S.
Pálssyni, f. 25. maí 1938 og Aðal-
björg, f. 21. nóvember 1951, sam-
býlismaður Kristján Alexand-
ersson, f. 23. maí 1956.
Stefán giftist þann 26. desem-
ber 1962 Sigurlaugu Jónsdóttur,
f. 20. júlí 1941. Foreldrar Sig-
urlaugar voru Sigurbjörg Theo-
dóra Guttormsdóttir, f. 4. októ-
ber 1904, d. 19. febrúar 1952 og
Jón Sigtryggur Sigfússon, f. 1.
september 1903, d. 17. nóvember
1987. Börn Stefáns og Sig-
urlaugar eru: 1) Sigurbjörg Th.,
f. 20. febrúar 1964, gift Magnúsi
Hlíðdal Guðjónssyni, börn þeirra
eru: a) Droplaug Ýr, f. 10. febr-
úar 1990, b) Magnús Hlíðdal, f. 8.
febrúar 1996, c) Ingi Már, f. 20.
júlí 1999. 2) Vagn Þormar, f. 31.
júlí 1965, sambýliskona Guðrún
Elva Ármannsdóttir, börn þeirra
eru: a) Jóna Kristín, f. 21. sept-
ember 1995, b)
Anna Baldvina, f.
27. janúar 1998, c)
Stefán Ármann, f.
11. mars 2000, d)
Helgi, f. 4. apríl
2002. 3) Jón Hjört-
ur, f. 12. apríl 1968,
giftur Þorbjörgu
Harðardóttur, börn
þeirra eru: a) Inga
Margrét, f. 21. jan-
úar 1996, b) Ólafur
Þórarinn, f. 21. október 1999. 4)
Guttormur Hrafn, f. 25. maí
1979, giftur Kristínu Höllu
Bergsdóttur, börn þeirra eru: a)
Ragnhildur Sigurlaug, f. 8. febr-
úar 2007, b) Sigurbjörg Svandís,
f. 28. janúar 2010.
Stefán fluttist með foreldrum
sínum að Minni-Ökrum vorið
1938 og bjó þar alla sína ævi. Þar
ólst hann upp við hefðbundin
sveitastörf. Á sínum yngri árum
fór hann á vertíðir til Vest-
mannaeyja en einnig vann hann
ýmis önnur störf á lífsleiðinni
svo sem við vegagerð og þjón-
ustu. Stefán tók við búi foreldra
sinna á Minni-Ökrum ásamt Sig-
urlaugu konu sinni og var þar
oft margt um manninn. Á Minni-
Ökrum var og er stundaður
blandaður búskapur og var ís-
lenska sauðkindin í miklu uppá-
haldi hjá Stefáni. Eftir að hann
hætti búrekstri fór hann þó dag-
lega í fjárhúsin og hafði mikla
ánægju af.
Jarðaför Stefáns fer fram frá
Miklabæjarkirkju í dag, 12. nóv-
ember 2011, og hefst athöfnin kl.
14.
Minning um afa.
Ungar systur eru þögular og
hugsandi þegar þeim er sagt frá
andláti afa síns. Margt flýgur um
hugann hjá þeirri eldri sem er
fjögurra ára. Báðar hafa þær notið
hlýju og nærveru afa síns. Eftir
langa þögn læðast þó tár niður
vangann um leið og sagt er: „Er afi
þá hjá Guði? Guð er uppi á himn-
inum, hann kemur aldrei niður.
Hann er fyrir ofan fuglana og ský-
in og himininn. Þar er afi líka.“
Já, margt er það sem börnin
skilja en samt læddist ein spurn-
ing með eftir langa íhugun: „Fer
afi ekki örugglega upp á himininn?
Skýst hann afi þá upp úr kassan-
um og til Guðs?“
Þetta voru fallegar hugsanir hjá
ungri afastelpu og að lokum sagði
hún um leið og sú yngri kinkaði
kolli til sannfæringar: „Afastjarna
er stærsta stjarnan í loftinu.“
Takk fyrir okkur, afi minn, og
takk fyrir að vera svona góður við
okkur.
Þínar afastelpur,
Ragnhildur Sigurlaug og
Sigurbjörg Svandís.
Mig langar að minnast elsku-
legs bróður míns og kveðja hann
með fátæklegum orðum. Hann var
mér ætíð ljúfur, góður og tryggur
bróðir.
Ég man er þú vannst á vellinum
og gafst mér fallegustu skó sem
ég hafði á ævi minni séð, þetta
voru rauðar bomsur sem kallaðar
voru bullubomsur. Ég var svo glöð
yfir því að bróðir minn væri að
hugsa til mín.
Mig langar að þakka þér hvað
þú varst góður við börnin mín.
Oft þurfti ég að vinna yfir sum-
artímann og alltaf voru þau þá vel-
komin á Minni-Akra til ykkar
Sillu.
Ég kveð þig með þessu ljóði
sem ég held mikið upp á.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Minning þín mun lifa áfram í
hjarta mínu.
Þín systir,
Aðalbjörg Vagnsdóttir
(Abba).
Stefán Ingi
Vagnsson
• Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
• Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
• Næg bílastæði og gott aðgengi.
Grand erfidrykkjur
Grand hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, sími 514 8000.
erfidrykkjur@grand.is
grand.is
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
TILBOÐSDAGAR
Frí uppsetning á
höfuðborgarsvæðinu og frí
sending út á land á legsteinum
sem pantaðir eru í nóvember
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MATTHÍAS Á. MATHIESEN,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn
9. nóvember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13.00.
Sigrún Þ. Mathiesen,
Árni M. Mathiesen, Steinunn K. Friðjónsdóttir,
Halldóra M. Mathiesen, Frosti Bergsson,
Þorgils Óttar Mathiesen,
Matthías Árni, Bergur, Sigrún, Kristín Unnur,
Halla Sigrún, Einar Páll og Arna Steinunn.
✝
Elskuleg systir okkar,
ÞÓRHILDUR HREFNA
JÓHANNESDÓTTIR
frá Garði á Skagaströnd,
dvalarheimilinu Sæborg,
Skagaströnd,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
miðvikudaginn 9. nóvember.
Guðmundur Jóhannesson,
Guðrún Jóhannesdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
GUÐMUNDAR S. JÓNSSONAR ÆRLÆK.
Guðný Tryggvadóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Gísli Halldórsson,
Jón Halldór Guðmundsson, Guðný María Sigurðardóttir,
Kristján Þráinsson,
Tryggvi Arnsteinn Guðmundsson, Guðrún Torfadóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur,
KRISTJÁN ERNST KRISTJÁNSSON
frá Eftri-Dálksstöðum,
Svalbarðsströnd,
sem lést á Landspítalanum að morgni föstu-
dagsins 11. nóvember, verður jarðsunginn
frá Svalbarðskirkju laugardaginn 19. nóvember
kl. 13.30.
Elíta Benediktsson,
Friðrika Stendevad Larsen, Poul Stendevad Larsen,
Benedikt Kristjánsson, Álfheiður Björk Karlsdóttir,
Jóhannes Kristjánsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR JÓNSSON,
lést á sjúkrahúsi í Northampton, Massa-
chusetts, sunnudaginn 6. nóvember.
Sigmundur Magnús Jónsson,
Ingveldur Sigmundsdóttir Potter, Clifford Mark Potter,
Arndís Edda Jónsson, Bergþór N. Bergþórsson,
Gunnar B. Jónsson,
Ásthildur H. Jónsson, Bjarni Jónsson,
Ómar G. Jónsson, Rannveig H. Hermannsdóttir,
Tryggvi S. Jónsson, Jennifer H. Jónsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ODDNÝ PÉTURSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar-
firði fimmtudaginn 10. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju
Hafnarfirði fimmtudaginn 17. nóvember
kl. 15.00.
Sigurður Ólafsson, Ásdís Hildur Finnbogadóttir,
Örn Ólafsson, Margrét Gledhill,
Ólafur Þröstur Ólafsson, Agnes Anna Sigurðardóttir,
Valur Ólafsson, Auður Arna Guðfinnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.