Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
✝ Steinunn ErlaMarinósdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 7.
febrúar 1948. Hún
lést á sjúkrahúsi
Fjallabyggðar 31.
október 2011.
Steinunn Erla
var dóttir hjónanna
Einars Marinós Jó-
hannessonar frá
Viðvík við Bakka-
fjörð, f. 16. ágúst 1901, d. 18.
september 1955 og Guðrúnar
Hákonardóttur frá Höfnum, f.
24. febrúar 1911, d. 27. júlí 1984.
Steinunn Erla var yngst þriggja
systra, hinar voru Hilma, f. 30.
des. 1932 og Margrét Guðrún, f.
23. mars 1936, d. 7. jan. 2004.
Steinunn Erla var gift Sveini
Filippussyni frá Mjóafirði, f. 28.
maí 1947, d. 2. apríl 2010. For-
Stefán Dam, f. 7. jan. 2006. b)
Sveinn Filippus, f. 2. jan. 1991,
unnusta hans er Sandra Rós
Bríem, f. 15. mars 1994. c) Arn-
dís, f. 3. okt. 1993, unnusti henn-
ar er Þórhallur Dúi Ingvarsson,
f. 20. júlí 1989. d) Hildur, f. 11.
nóv. 1994, unnusti hennar er
Ingólfur Jón Lingberg Hall-
dórsson, f. 17. feb. 1992. e) Arna,
f. 18. maí 2003. 3) Kolbrún, f. 17.
maí 1974, hún á eina dóttur Lilju
Kristínu, f. 25. ágúst 1994.
Steinunn Erla ólst upp í Vest-
mannaeyjum til sjö ára aldurs,
þá missti hún föður sinn og flutt-
ist til Reykjavíkur með móður
sinni. Steinunn Erla var 16 ára
er hún fór á vertíð í Vest-
mannaeyjum og þar kynntist
hún eiginmanni sínum, þau byrj-
uðu búskap sinn í Reykjavík, en
árið 1976 fluttu þau með dætur
sínar til Siglufjarðar. Steinunn
Erla sinnti hinum ýmsum störf-
um þar til veikindi hennar herj-
uðu á.
Útför Steinunnar Erlu fer
fram frá Siglufjarðarkirkju í
dag, 12. nóvember 2011, og hefst
athöfnin kl. 14.
eldrar hans voru
Filippus Filipp-
usson f. 22. des.
1897, d. 9. sept.
1966 og Jóhanna
Margrét Björgólfs-
dóttir, f. 8. júlí
1923, d. 4. feb.
2009. Steinunn Erla
og Sveinn eign-
uðust þrjár dætur;
1) Stúlka, f. 23.
ágúst 1967, d. 23.
ágúst 1967. 2) Sigurrós, f. 17. júlí
1968, hún er gift Sverri Gísla-
syni, f. 8. feb. 1963, saman eiga
þau fimm börn, þau eru a) Erla
Heiða, f. 6. júlí 1988, sambýlis-
maður hennar er Kristinn Ingi
Sigurðsson, f. 11. jan. 1984, sam-
an eiga þau tvö börn, þau eru
Björn Sigurður, f. 6. júní 2008 og
Jóhanna Margrét, f. 13. sept.
2009, fyrir á Erla Heiða soninn
Elsku mamma.
Þakka þér fyrir allar okkar
samverustundir. Það eru nokkur
atriði sem standa mér efst í huga.
Það var mjög gaman að sjá hvað
þú og pabbi nutuð ykkar við smíð-
ar á skútunni, ég tala nú ekki um
gleðina og stoltið þegar þið sigld-
uð í kringum landið á meistara-
verki ykkar og hvað þið nutuð
þess að vera á siglingu í góðu
veðri. En þá tóku við erfiðir tímar
hjá þér þegar veikindin byrjuðu
hjá þér og ekki tók betra við þegar
þú lentir í þessu hroðalega slysi
fyrir sex árum og þér var ekki
hugað líf, en þrjóskan þín og lífs-
löngun var svo mikil að þú sigraðir
á því. Í kjölfarið sögðu læknar að
þú myndir ekki ganga á ný en á
þrjóskunni tókst þér að ganga
með hjálpartæki og ég tala nú
ekki um það þegar þú fékkst gull-
vagninn, þá gastu farið ein á ferð-
ina þegar þú áttir góðan dag og
gott veður var. Þú sýndir svo mik-
inn baráttuhug í öllum þínum
veikindum. En eftir að pabbi lést
fór baráttuhugur þinn hratt
minnkandi. En við áttum margar
góðar stundir þegar við fórum
vestur í afmæli hjá yngsta barna-
barni þínu og þú varst svo ánægð
að geta komist þangað . Ég tala nú
ekki um ferðina sem við fórum til
Hríseyjar nú í haust, þú, ég,
Sverrir, Hildur, Arna, Ingólfur og
Drabba, ég keyrði þig í hjólastóln-
um um eyjuna og svo fundum við
okkur góðan stað til að setjast nið-
ur og borða nestið okkar. Þú varst
svo glöð yfir að geta komist í eyj-
una til að skoða þig um og varst
mjög ánægð með þessa ferð. Síðan
fór allt að halla undan fæti hjá þér,
enn meiri veikindi og allur bar-
áttu- og lífsvilji farinn, þú varst
búin að fá nóg af þessum veikind-
um og stanslausum verkjum. Þín
heitasta ósk var að komast aftur
til pabba.
Nú líður þér mikið betur, elsku
mamma mín, komin til pabba og
verkjalaus.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Hvíld í friði, elsku mamma mín,
ég sakna þín svo mikið.
Ég sendi þér kæra kveðju,
Nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
Ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
Þá laus ert úr veikinda viðjum
Þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
Þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
Svo margt sem í huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
Ég hitti þig ekki um hríð,
Þín minning er ljós sem lifir
Og lýsi um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð geymi þig og varðveiti.
Kveðja, þín dóttir,
Sigurrós.
Elsku mamma mín.
Þvílíkur kraftur og styrkur sem
í þér bjó, þú barðist ávallt áfram,
sama hvað. Það er misjafnt hvað
lagt er á hvern og einn í þessu
jarðneska lífi, en oft spurði ég guð
„er ekki komið nóg“. Þú varst bú-
inn að vera svo veik svo lengi með
miklum kvölum og mörgum
sjúkrahúslegum. Oft hef ég heyrt
þessi orð í gegn um árin: „Ekki
gera þér vonir um að hún lifi“, en
ávallt afsannaðir þú orð læknanna
og komst aftur heim og hélst
áfram að lifa. Þú sagðir ávallt að
það væri pabbi sem héldi í þér líf-
inu og ást ykkar hvors til annars,
En eftir að pabbi dó apríl í fyrra
fór stór hluti af þér með, og bar-
áttan dofnaði. Nú ertu komin í
faðm pabba og ég veit og trúi að
nú séuð þið saman að gera
skemmtilega hluti eins og hér áð-
ur.
Elska þig að eilífu.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý
ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Þín dóttir
Kolbrún.
Elsku tengdamamma.
Þakka þér fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman,
einnig þakka ég þér fyrir að hafa
eignast svona góða dóttur sem síð-
ar varð kona mín. Það eru svo
margar minningar sem ég geymi í
hjarta mér og gleymi aldrei. Þeg-
ar þú sást einhvern sem var veik-
ur þá heyrðist alltaf í þér aum-
ingja konan eða maðurinn, hvað
hún eða hann ætti bágt þegar ein-
hver veikindi voru og sagðir alltaf
að það væri ekkert að þér eins og
þú varst mikið veik sjálf. Þú gerðir
mikið meira en þú gast því þú ætl-
aðir ekki að lúta í lægra haldi fyrir
þessum veikindum. Það var aðdá-
unarvert að sjá hvað þú varst dug-
leg að standa við bakið á manni
þínum þegar hann veiktist einnig.
Þetta er búið að vera mikið bar-
áttulíf hjá þér, en svo fór allt að
halla undan fæti hjá þér þegar
maðurinn þinn lést, ég veit að þér
líður miklu betur núna, allir verkir
farnir og þú komin aftur í faðminn
hjá Sveini þínum.
Hvíl í friði, elsku tengda-
mamma mín.
Það er sumt sem maður saknar
vöku megin við.
Leggst út af
á mér slokknar,
svíf um önnur svið.
Í svefnrofunum finn ég
sofa lengur vil.
Því ég veit að ef ég vakna upp
finn ég aftur til.
Kær kveðja
Sverrir.
Elsku amma.
Það hefur verið mikill heiður að
hafa þig í lífi okkar. Mínar fyrstu
minningar um þig eru frá því við
eldhúsborðið heima hjá þér þar
sem ég sit með litabók og vaxliti
og lita fallegar myndir með gyllt-
um lit, þú segir mér alltaf hvað þér
finnst þær flottar hjá mér, alveg
sama hversu mikið ég krota, en
hvetur mig samt til þess að halda
mig innan línanna. Ég man líka
eftir því þegar við sátum inni í
svefnherberginu þínu og þú last
fyrir mig úr stóru rauðu sögubók-
inni sem ég man því miður ekki
hvað heitir, þú last líka fyrir mig
Doddabækurnar sem mér fannst
alveg æðislegar. Alltaf þegar ég
fór með þér í búðina þurfti ég að
sýna þér eitthvað: „Amma sjáðu
hvað þetta er flott… amma sjáðu
mig langar rosa mikið í svona…“
Þetta var nú bara fín aðferð fyrir
mig til að betla það sem mig lang-
aði í. Það mun einnig alltaf verða
sterkt í minningunni þegar ég var
að reyna að kenna þér að hlaupa.
„Sjáðu amma… þú gerir bara
svona, þetta er ekkert mál, þú get-
ur þetta alveg.“ Svo sýndi ég þér
hreyfingarnar mjög hægt svo þú
myndir læra það. Ég man líka
mjög vel þegar þið afi komuð í
heimsókn til okkar á Túngötuna
með Skugga. Ég vildi endilega fá
að fara með hann út að labba, og
það var ekkert mál, ég mátti bara
ekki sleppa honum og átti að
passa hann rosalega vel. Þegar ég
var búin að vera með hann úti í
smástund sá hann kött, og auðvit-
að hljóp hann á eftir kettinum, en
ég sleppti ekki, hann dró mig í
smátíma eftir mölinni en ég
sleppti samt ekki, ég var að passa
hann… Það hefur verið mikið
hlegið að þessu atviki svona á
seinni árum. Það sem mér þykir
þó allra vænst um er þegar þú
komst með mömmu alla leið á
Hólmavík til að koma í eins árs af-
mælið hennar Jóhönnu okkar. Það
var mjög gaman að fá þig í heim-
sókn til okkar, elsku amma mín.
En núna er komið að kveðju-
stund, ég er ekki aðeins að kveðja
ömmu mína, heldur er ég einnig
að kveðja mína bestu vinkonu og
trúnaðarvin. Þín verður sárt sakn-
að og ávallt minnst með bros á vör,
ég mun alltaf muna eftir öllum
góðu stundunum sem við áttum
saman. Þakka þér fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig í gegnum lífið.
Ég mun alltaf elska þig.
Með kærri kveðju.
Erla Heiða.
Elsku amma.
Það er ótrúlega sárt að þú sért
ekki lengur hjá okkur, en tilhugs-
unin um að þú sért ekki lengur að
stríða við erfið veikindi, og að þér
líði miklu betur núna þegar þú ert
komin til afa er samt góð.
Við áttum margar góðar minn-
ingar saman. Ég mun aldrei
gleyma hvað það var alltaf ótrú-
lega gaman að koma í heimsókn til
þín þegar ég var lítil. Það voru
alltaf til litabækur hjá þér og við
áttum sér litabók sem var okkar
en var bara geymd hjá þér.
Bestu minningarnar mínar eru
samt síðan á síðustu árum þegar
ég kom í heimsókn til þín og við
vorum bara tvær og gátum talað
saman um allt milli himins og jarð-
ar. Mér leið alltaf svo vel eftir að
við töluðum saman, það var ótrú-
lega skemmtilegt.
Ég er þakklát fyrir allan þann
tíma sem við höfðum saman. Ég
vil bara segja þér að ég elska þig
ótrúlega mikið og mun aldrei
gleyma þér.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson)
Kveðja,
Arndís.
Elsku amma.
Ég er mjög þakklát fyrir þær
stundir sem við áttum saman, það
eru nokkur atriði sem eru mér
minnisstæð. Það var svo gaman
þegar þú varst á gullvagninum
þínum á ferðinni um allan bæinn
og ef ég hitti þig í bænum þá
bauðstu mér með þér á ferðina.
Þetta var voðalegt sport að keyra
um með þér á honum. Þegar ég
kom í heimsókn til þín þá sá ég oft-
ast ópal-pakka á borðinu og ég
varð alltaf svo svöng og þá vissir
þú alltaf að mig langaði í ópal. Við
sátum oft við saman við eldhús-
borðið og lituðum og púsluðum.
Við áttum mjög góðar stundir
saman. Það eru enn fleiri minn-
ingar sem ég ætla að geyma í
hjarta mínu.
Takk fyrir mig, elsku amma
mín.
Guð geymi þig.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín
Arna.
Elsku amma.
Ég veit að ég mun ekki sjá þig
aftur og það er sárt að hugsa um
það. Ég mun alltaf sakna þín og
stundanna sem við áttum saman.
Við áttum margar góðar stundir
saman, eins og til dæmis þegar ég
var yngri og þú varst oft að mála
mig og gera mig sæta. Ég man
líka eftir því hvað ég var ótrúlega
hrædd við töngina þína, þú þurftir
bara að segja töngin og þá varð ég
hrædd. Við vorum alltaf svo góðar
vinkonur, ég mun aldrei gleyma
því, þú munt alltaf eiga stóran
part af hjarta mínu. Ég man þegar
ég var að kveðja þig í hinsta sinn,
það var mjög erfitt, en ég veit að
þér líður betur núna, núna ertu
hjá afa, sem þú vildir alltaf, þar
sem þér líður best. Ég mun alltaf
muna síðustu orðin sem ég sagði
við þig, þau voru: Ég elska þig,
amma.
Ég mun alltaf elska þig.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Þín,
Hildur.
Elsku besta amma mín. Þú
varst svo ótrúlega sterk og góð
kona. Þú settir alltaf aðra á undan
þér og það var næstum alveg
sama hver það var. Þú varst húm-
oristi og gast látið mann hlæja úr
sér allan mátt. Ég á svo margar
góðar minningar um þig sem ég
mun varðveita mjög vel. Þú áttir
samt þínar stundir, eins og þegar
þú vildir tala við mann, þá gastu
hringt alveg mjög oft ef maður
svaraði ekki, en það var samt alltaf
svo gaman að tala við þig. Ég á eft-
ir að sakna þess mjög að fá ekki
símtöl frá þér og geta ekki talað
við þig né hitt þig svona almennt.
Það var alltaf svo auðvelt að tala
við þig, alveg sama hvað það var.
Þú varst lengi búin að berjast
við mjög erfið veikindi og hefur
þurft að upplifa margt erfitt í lífinu
sem gerði þig líka að þeirri sterku
manneskju sem þú varst. Ég veit
að þú varst tilbúin til að fara eftir
alla þessa sterku baráttu við veik-
indi þín. Núna líka ertu komin til
þinnar heitt elskuðu ástar, hans
afa. Ég bið kærlega vel að heilsa
afa og ég elska ykkur rosalega
mikið. Þú varst besta amma sem
ég hefði getað fengið. Mér þykir
alveg óskaplega vænt um þin,
elsku amma mín. Ég mun aldrei
gleyma öllum þeim æðislegu
stundum sem við áttum saman.
Hvíldu í friði amma mín.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson)
Þín ömmustelpa,
Lilja Kristín.
Elsku amma mín.
Það er mjög sárt að þú sért búin
að kveðja þennan heim en það eru
margar stórar og góðar minningar
sem þú skilur eftir þig í huga mér.
Til dæmis hvað það var æðislegt
að fara í heimsókn til ykkar afa
þegar þú varst að baka svona
brúna köku með hvítu kremi á
milli, sem mér fannst svo rosalega
góð, aðallega þegar þú skarst end-
ann af kökunni og sendir mig með
heim í poka svo ég ætti einhvað til
að narta í heima. Síðan voru mínar
bestu minningar þegar ég fór með
ykkur afa að sigla á skútunni og
skoða höfrunga.
En nú styttist óðum í jólin og þá
fljúga upp minningar um það hvað
það var gaman að fara í heimsókn
til þín á aðfangadagskvöld þegar
ég bjó ennþá á Siglufirði í svona
smájólakaffi. Þá varstu búin að
standa á haus heilan dag að
smyrja brauð og baka kökur og
gera kakó handa okkur öllum. En
síðustu dagarnir sem ég sá þig
voru mér rosalega erfiðir því ég
vissi að þú myndir yfirgefa heim-
inn fljótlega. En ég vissi að þú
værir tilbúin að fara og það hjálp-
aði mér svolítið að líða betur. Þú
verður alltaf í minningu minni og
ég mun alltaf sakna þín, elsku
amma.
Ég heyrði Jesú himneskt orð: Kom, hvíld
ég veiti þér. Þitt hjarta’ er mætt og höfuð
þreytt, því halla’ að brjósti mér.
Ég kom til Jesú sár af synd, og sorg, af
þreytu’ og kvöl, og nú er þreytta hjartað
hvílt og horfið allt mitt böl.
Ég heyrði Jesú ástarorð: Kom ég mun
gefa þér að drekka þyrstum lífs af lind,
þitt líf í veði er.
Ég kom til Jesú. Örþyrst önd þar alla
svölun fann, hjá honum drakk ég lífs af
lind. Mitt líf er sjálfur hann.
Ég heyrði Jesú himneskt orð: Sjá, heims-
ins ljós ég er. Lít þú til mín, og dimman
dvín og dagur ljómar þér.
Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er
nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal
að Drottins náðarstól.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Sveinn Filippus.
Steinunn Erla
Marinósdóttir
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI A. EIRÍKSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
andaðist laugardaginn 5. nóvember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13.00.
Guðbjörg Árnadóttir, Sigfús Jóhannesson,
Árni Þ. Sigfússon,
Sonja D. Sigfúsdóttir, Elvar H. Aðalgeirsson,
Sigfús Kári og Dagný Lilja.
✝
Okkar ástkæri
RAGNAR RAGNARSSON,
Goðatúni 12,
Garðabæ,
lést miðvikudaginn 9. nóvember.
Júlíana, Jóhanna, Sveinn,
Kristján og Ingibjörg Magnúsarbörn,
Sigurjón, Arnleif Margrét,
Hrefna og Bjarni Kristinsbörn
og fjölskyldur.