Morgunblaðið - 12.11.2011, Page 43

Morgunblaðið - 12.11.2011, Page 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Ég hef verið reglulegur og tíður gestur á heimili Sigþórs og Krist- ínar Auðar á Sólbakka, í Fífuseli og í Brúnalandinu. Sem náin vin- kona Kristínar Maríu á ég auk þess margar góðar minningar úr sumarbústaðaferðum í Úthlíð og útilegum um landið, sem mér var boðið í með fjölskyldunni. Ég kynntist þannig töffaranum Sig- þóri, sem setti upp prakkarasvip og gaf í á heiðinni þótt báðar Kristínar sætu óandi í bílnum og bæðu hann að hægja á. Ég kynnt- ist ábyrga pabbanum sem setti upp rannsakandi svip og spurði mann spjörunum úr um það hvað við hefðum verið að gera af okkur. Ég kynntist gestgjafanum og hin- um örláta fjölskylduföður, sem sá alltaf til þess að allir hefðu nóg af öllu og engan vantaði neitt. – Allt- af boðinn og búinn, hjálpsamur og umhyggjusamur. Þegar við vorum litlar úti í Kö- ben man ég mest eftir honum inni í eldhúsi í kollegi-íbúðinni á Sól- bakka, með svuntu. Og á síðustu árum hitti ég hann helst ekki öðru- vísi en með bor í hönd að hengja upp hillu eða að tengja þvottavél heima hjá vinkonu minni. Alltaf hress, alltaf áhugasamur og alltaf til í spjall. Við Sigþór vorum alls ekki alltaf sammála, síst í pólitík og við rökræddum hana oft, að ég tel okkur báðum til jafn lúmskrar ánægju. Enda hafði Sigþór gaman af því að skiptast á skoðunum, hann hafði áhuga á umhverfi sínu og gleði af fólki. Sigþór Sigurjónsson ✝ Sigþór Sig-urjónsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1948. Hann lést á krabbameins- lækningadeild Landspítalans 26. október 2011. Útför Sigþórs var gerð frá Bú- staðakirkju 10. nóvember 2011. Í undirbúningi fyrir brúðkaup Kristínar Maríu og Ben fyrir nokkrum árum átti ég síðast í miklum og nánum samskiptum við Sig- þór. Þau Kristín Auður buðu þá til ótrúlegrar veislu, sem einkenndist ekki síst af rausn og gleði Sigþórs. Hann sinnti hverju smáatriði í skipulagningunni af slíkri natni og nákvæmni að fáir gætu leikið það eftir, án þess þó nokkurntíma að missa yfirsýn eða sjónar á hamingjunni sem ein- kenndi viðburðinn. Síðan þá hef ég kynnst afanum Sigþóri. Gagnkvæm ástin sem geislaði af bæði afa og Irisi Æsu þegar þau voru saman fór ekki framhjá neinum. Og það er ljóst að missir allra afabarnanna er mikill. Megi minningarnar um hörkudug- legan, ástríkan, glaðlyndan mann, litríkan karakter og ekki síst gef- andi og umhyggjusaman fjöl- skylduföður lifa með þeim og okk- ur öllum sem kynntumst Sigþóri. Elsku Kristín Auður, Sophus og Kristín María, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Málfríður Garðarsdóttir. Maður getur haft mikil áhrif á fólk án þess að hafa hugmynd um það. Sömuleiðis getur fólk haft mikil áhrif á mann án þess að mað- ur sjálfur átti sig á því fyrr en löngu síðar. Sigþór var einn af stærri áhrifavöldunum í lífi okkar systra. Það líður ekki árið að við minnumst ekki einhvers sem við eigum Kringlukránni og Sigþóri að þakka. Þetta var svo miklu meira en bjór og ungversk gúll- assúpa. Svo miklu meira. Sigþór tók okkur systur í vinnu á sínum tíma – sína í hvoru lagi. Við vorum unglingar með enga reynslu í veitingabransanum og höfðum ekki hugmynd um hvers var vænst af okkur. Það kom fljótt og örugglega í ljós undir styrkri stjórn Sigþórs; maður afgreiðir ekki fólk með hangandi hendi eða fýlusvip. „Ímyndaðu þér að þú sért eigandi Kringlukráarinnar,“ sagði hann einhvern tímann. „Þá sérðu hvað þarf að gera.“ Þeir voru ófáir öskubakkahringirnir sem voru teknir með stolti eftir þetta. Sigþór bar virðingu fyrir öllum þeim sem sóttu hann heim: gestum kráarinnar sem og starfs- fólki – og það var alls konar fólk. Við munum alltaf búa að því sem Sigþór kenndi okkur – ekki bara í veitingabransanum heldur í mannlegum samskiptum: að bera virðingu fyrir öðrum; að vera kát- ur þótt á brattann sæki en um- fram allt að vera einbeittur í því sem þarf að gera og gera það af fullum krafti, með bros á vör. Við kveðjum Sigþór með þungri sorg í hjarta – síðast þegar við hittum hann áttum við svo sann- arlega ekki von á að það væri í hinsta sinn. Hann tók okkur fagn- andi með faðmlagi og kossi. Við kveðjum hann með faðmlagi og kossi – í huganum. Með dýpstu samúð. Sara Stef Hildardóttir og Rakel Stefánsdóttir. Elsku Sigþór. Fyrsta daginn minn í vinnu hjá þér grunaði mig ekki hve mikil áhrif þú og Kringlukráin ættu eft- ir að hafa á líf mitt. Fyrir mér var þetta bara vinna, eitthvað sem þyrfti að gera. Ekki grunaði mig að þessi vinna og þú og fólkið þitt ætti eftir að kenna mér svona margt í sambandi við vinnu, lífið og þroska og umhyggju fyrir náunganum. Það eru óteljandi hlutirnir sem þú hefur bent mér á sem ég nota dags daglega, hvort sem það er í vinnu, námi eða upp- eldinu á börnunum mínum. Þú hefur veitt mér öxl til að gráta á, eyru sem hlustuðu á vandamál þó þau tengdust ekki vinnu og ráð sem nýtast mér alla ævi. Takk fyrir allt, elsku Sigþór. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Elsku fjölskylda, innilegar sam- úðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Eva María Sveinsdóttir. HINSTA KVEÐJA Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Hafðu þökk fyrir allt. Við munum geyma minningu um góðan vin í hjarta okkar. Þórhallur og Gróa. Allt frá fyrstu árum Háskóla Ís- lands hefur skólinn haft yfir að ráða allmörgum styrktarsjóðum sem veita styrki til góðra málefna og þá oftast námsstyrki til nem- enda við skólann. Einn slíkur er Minningarsjóður prófessors dr. phil. Jóns Jóhannessonar, en til hans var stofnað skömmu eftir sviplegt fráfall Jóns í maí 1957. Skipulagsskrá sjóðsins var sam- þykkt árið 1984 og var þar tekið fram að sjóðurinn skyldi styrkja stúdenta eða kandídata í kennslu- greinum Jóns, íslensku og sagn- fræði, til frekara náms eða rann- sókna. Var fyrsti styrkur sjóðsins afhentur á afmælisdegi Jóns, 6. júní 1984. Ólafur Oddsson var kjörinn í fyrstu stjórn Minningarsjóðsins, og var hann lífið og sálin í starfi stjórnarinnar næstu árin enda var honum minning stjúpföður síns mjög kær. Veitti sjóðurinn styrki nær árlega næstu árin, en hlé varð á starfi hans eftir að upphafleg stjórn lét af störfum árið 2003. Fyr- ir réttum tveimur árum ákvað stjórnin að taka þráðinn upp á nýju og hringdi ég, sem formaður sjóðs- stjórnar, í Ólaf til að láta hann vita af þeirri ákvörðun okkar. Þótti honum greinilega mjög vænt um ákvörðunina og gaf mér holl ráð varðandi framkvæmdina. Vegna Ólafur Oddsson ✝ Ólafur Odds-son fæddist í Reykjavík 13. maí 1943. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 3. nóv- ember 2011. Útför Ólafs Oddssonar var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 10. nóvember 2011. veikinda gat Ólafur ekki verið viðstaddur úthlutunarathöfn í júní 2010, en hann kom aftur á móti þeg- ar úthlutað var úr sjóðnum á 102 ára af- mæli Jóns Jóhannes- sonar í júní síðast- liðnum. Hvatti hann stjórnina þar til dáða, því að þótt styrkir sjóðsins séu ekki háir þá skipta þeir máli. Fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðs Jóns Jó- hannessonar þakka ég Ólafi fyrir vel unnin störf fyrir sjóðinn og sendi ekkju hans og afkomendum samúðarkveðjur mínar. Guðmundur Hálfdanarson, formaður stjórnar Minningarsjóðs Jóns Jóhannessonar. Ég hóf kennslu í Menntaskólan- um í Reykjavík haustið 1995. Þar lágu leiðir okkar Ólafs Oddssonar saman. Frá fyrstu stundu var ljóst að þar fór heill maður. Að öðrum ólöstuðum reyndist hann mér þá bestur drengur. Með tímanum þró- aðist með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Menntaskólinn í Reykjavík er góður vinnustaður með friðsamleg- an andblæ, fullan hefða en þó létt- ari en ýmsir kunna að álíta. Geng- inn félagi okkar sagði að MR væri „heilbrigðasti“ vinnustaður sem hann hefði unnið á. Þar mætast margir sérfræðingarnir á jafnrétt- isgrundvelli enda þótt sumir verði ævinlega fremstir meðal jafningja. Ólafur var einn þeirra. Þar fór vandaður fræðimaður sem lagði sig fram um að inna starf sitt óaðfinn- anlega af hendi. Til hans var gott að leita með hvers kyns vandamál. Með mannkærleika að leiðarljósi fann hann lausn á þeim eða gaf góð ráð á sinn hófstillta og prúðmann- lega hátt, oftar en ekki á þann veg að fyrirspyrjanda fannst hann fara ríkari af hans fundi og að honum sjálfum væri nokkur sómi að lausn- inni. Sjálf þá ég mörg heilræðin af Ólafi og hann gaukaði að mér ýms- um gullmolum sem hann átti í fór- um sínum. Ég nota þá enn þótt reynslan hafi með tímanum létt mér róðurinn í starfinu. Ólafur var kennari af köllun. Hann bar virðingu fyrir starfinu, nemendunum og samstarfsmönn- unum. Ekkert í samskiptum nem- anda og kennara var svo auvirði- legt að þar væri ekki gætt fyllstu virðingar og hlutleysis. Orð eins og: „Maður veit aldrei hvernig aðstæð- ur þeirra eru…“ eða „Ef þú ert í vafa hvora töluna þú átt að gefa þá láttu nemandann njóta vafans… maður er ekki óskeikull, það er lengi hægt að finna eitthvað sem orkað getur tvímælis…“ sýndu umhyggju hans fyrir skjólstæðing- um sínum en um leið virðingu fyrir hinum mannlega þætti kennara- starfsins sem kannski er sá allra mikilvægasti þegar allt kemur til alls. Einlæg ást Ólafs á íslenskri tungu skein í gegnum alla hans vinnu. Gilti þá einu hvort fræði- maðurinn hélt á penna eða kenn- arinn lauk upp leyndardómum bókmenntanna. Honum var kenn- arastarfið hjartfólgið og að fræða og miðla var honum unun en um leið alvara. Ekki kom þó alvaran í veg fyrir kímnina þegar Ólafur sagði frá. Glettni skein úr augum hans og hláturinn krimti í honum. Hann átti það til að bregða á leik í hita frásagnarinnar öllum til gleði en gætti þess þó vandlega að meiða engan ef svo bar undir. Persónur hans voru nafnlausar, þær voru herrar eða dömur. Stundum nægði frásagnarháttur hans einn og sér til þess að atvik yrðu brosleg. Ólafur Oddsson var einn vand- aðasti maður sem ég hef kynnst. Hann var glöggskyggn á kjarna hvers máls og ekki ólíkur þjóð- skáldinu Matthíasi að hafa þá gáfu að hefja sig yfir sviðið og skoða við- fangsefnið af hærri sjónarhóli en aðrir. Menn hlustuðu á málflutning hans. Heilindi hans og væntum- þykja í garð samferðamanna var ótvíræð. Kynni mín af honum gerðu mér gott, bæði sem mann- eskju og kennara. Fari minn vinur í friði. Innilegar samúðarkveðjur til Dóru og annarra ástvina. Kristín Jónsdóttir. Keflavík var nafli heimsins á sjötta áratug síðustu aldar og reyndar leng- ur. Ungir drengir léku sér og að því er virtist í áhyggjulaus- um heimi, en kalda stríðið var allt um kring. Bandarískur her var kominn í heiðina fyrir ofan Keflavík og ekkert var sem áð- ur var. Guðni „málari“ Magn- ússon, faðir Eiríks Guðnasonar var nálægur og móðir Eiríks, Hansína Kristjánsdóttir, og þar var skjól mitt í ærslafullum leikjum æskuáranna. Mikið þótti okkur æskufélögum Ei- ríks vænt um foreldra hans og bárum mikla virðingu fyrir þeim. Hvernig átti líka annað að vera? Guðni var séntilmað- ur, hávaxinn stór og stæðilegur en um allt fagmaður, sannur listamaður, alltaf traustvekj- andi og fyrirmynd okkar ungra drengja og æskufélaga Eiríks. Á horninu á Suðurgötu og Heiðarvegar komum við saman og hófum leiki. Bíósýningum var nýlokið í Nýja bíói þar sem Elísabet Ásberg og hennar maður Björn Snæbjörnsson stóðu fyrir kvikmyndasýning- um árum saman. Sigurður Baldursson, „Diddi Bíló“ var ávallt eins og upphafsmaður að leikjum okkar æskufélaganna. Ég hef sagt frá því í endur- minngabók minni, Ævintýra- þorpinu. Snemma eða þegar vinátta okkar Eiríks hófst vissi ég að hann var sá drengur sem ég vildi gera að vini mínum ævilangt. Jú. Viðmót hans var þannig, drengskapur, trygg- lyndi og umfram allt kærleikur til vina, að ég var viss um að hann var okkar alltaf hvað sem á gekk í umhverfinu sem úti í hinum stóra heimi, sannur vin- ur og félagi. Árin liðu og oft langt á milli funda en ávallt þegar við hitt- umst var hann mér kær vinur. Við rifjuðum upp liðnar stundir á æskuárunum í Keflavík. Hann fylgdist með því þegar ég var að rita endurminningar frá Keflavík og studdi mig með Eiríkur Guðnason ✝ Eiríkur Guðna-son fæddist í Keflavík 3. apríl 1945. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 31. októ- ber 2011. Útför Eiríks fór fram frá Hallgríms- kirkju 9. nóvember 2011. fjárframlögum. Hann var þannig drengur að ég mun ávallt minnast hans með kærleika í huga. Guð blessi minn- ingu æskuvinar míns Eiríks Guðnasonar. Ólafur Orms- son. Leiðir okkar Eiríks lágu saman fyrir 20 árum þegar hann réði mig til starfa við mál er vörðuðu Verðbréfaþing Ís- lands. Samstarf okkar stóð með hléum í 15 ár og naut ég hans í ýmsum málum, bæði stórum og smáum. Hann var gagnrýninn og spurði oft erfiðra spurninga en hann var alltaf sanngjarn og víðsýnn og var tilbúinn að reyna nýjar aðferðir ef honum þóttu rök hníga að því að þær gætu verið til bóta. Hann reyndist mér góður leiðbein- andi og kenndi mér margt er varðaði stjórnsýslu og rekstur. Eiríkur var nákvæmur og hafði yfirgripsmikla þekkingu á starfsháttum og tölfræði Seðla- bankans og hafði jafnan skoð- anir á því hvernig betur mætti gera. Í þeim hremmingum sem yfir dundu haustið 2008 komu mannkostir hans berlega í ljós, því að hann reis tvíefldur upp og tókst á við ný og oft fram- andi verkefni af mikilli atorku og einbeitni og gott var að eiga hann að þegar kom að úrlausn vandamála. Starfslok hans í bankanum voru honum ekki að skapi. En eftir að hann lét af störfum sendi hann okkur nokkrum sinnum orðsendingar þar sem hann benti á hnökra í tölfræði, sem hann hafði hnotið um, því þótt hann væri hættur störfum var hann ekki hættur að fylgjast með. Síðustu orð- sendinguna fengum við viku fyrir andlát hans og var ekki að merkja að erfið veikindi stæðu honum fyrir þrifum. Eiríkur var gamansamur og orti stundum kviðlinga um menn og málefni og einstöku sinnum flutti hann vísur við eigin gítarleik og fór vel með enda flinkur gítarleikari. Það hafa verið mér forréttindi að hafa unnið með og kynnst Ei- ríki Guðnasyni og hans mun ég sakna. Þorgerði og aðstandend- um sendi ég samúðarkveðjur. Tómas Örn Kristinsson. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR SVEINSDÓTTUR, Sunnuvegi 9, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Foss- heima fyrir góða umönnun. Ingvar Jónsson, Þórdís Kristjánsdóttir, Þórir Jónsson, Pálmi Jónsson, Guðrún Elíasdóttir, Guðmundur Jónsson, Áslaug Pálsdóttir, Haukur Jónsson, Aldís Anna Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall STEINUNNAR EIRÍKSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- deildar 3B Hrafnistu Hafnarfirði fyrir virðingu og alúð. Guð blessi ykkur öll. . Ármann Eiríksson, Sigrún Gísladóttir, Ferdinand Róbert Eiríksson, Jóhanna Erla Eiríksdóttir, Jón Pétur Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA GÍSLADÓTTIR, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 5. nóvember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Þorbjörg Steins Gestsdóttir, Guðmundur Helgi Gústafsson, Magdalena Lára Gestsdóttir, Pétur Haukur Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.