Morgunblaðið - 12.11.2011, Page 47

Morgunblaðið - 12.11.2011, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Hefndarþorsti er önnurbók Michaels Ridpathsum Magnús Jonsson, að-stoðarvarðstjóra í lög- reglunni í Boston, sem skolar upp á Íslandi og gengur í lögreglustörf. Foreldrar Magn- úsar voru íslensk- ir þannig að Ís- lendingurinn á stóran hlut í hjarta hans, þótt stundum líði hon- um eins og hann passi ekki inn í samfélagið. Sögusviðið í Hefndarþorsta er annars vegar bankahrunið og eftirmálar þess og hins vegar atvik á fjórða áratug 20. aldar sem tveir litlir drengir verða vitni að. Ridpath gerir mótmælin í byrjun árs 2009 að vettvangi glæps, sem síðan vindur upp á sig. Margir eru illa brenndir eftir hrunið og ör- væntingin leiðir til örþrifaráða. Höf- undur fer þá leið að halda sig við at- burðarásina í stórum dráttum, en skálda lykilpersónur á borð við auð- menn og stjórnmálamenn og er það vel til fundið í ljósi alls þess, sem á dynur. Það var ljóst strax í fyrstu bók Ridpaths um Magnús, Hringnum lokað, að hann þekkir vel til Íslands. Í þeirri bók studdist hann við ís- lenskan sagnaarf með vísunum í ýmsar áttir, þar á meðal í Hringa- dróttinssögu J.R.R. Tolkiens. Þar leikur uppgjör Magnúsar við fortíðina – faðir hans var myrtur í Bandaríkjunum og morðið er enn óleyst – stórt hlutverk. Ráðgátan um morðið á föður hans leikur enn stærra hlutverk í Hefndarþorsta og er kafað ofan í fjölskyldusöguna með köflum úr fortíðinni. Íslendingasögurnar leika einnig hlutverk í þessari bók. Þær eru tenging Magnúsar við gamla landið og hann er betur lesinn í þeim en flestir Íslendingar. Ljóst er að íslenskir lesendur munu lesa Hefndarþorsta með mjög gagnrýnum augum í þeirri von að geta hankað höfundinn á vanþekk- ingu á Íslandi og íslenskum að- stæðum. Á frásögninni er hins vegar hvergi að sjá að útlendingur skrifi hér um land, sem hann hefur nýver- ið kynnst. Lýsingar á hugarfari landans fyrir og eftir hrun hitta beint í mark. Ridpath er einnig mjög vel heima í staðháttum á Íslandi og stundum fara fulllangir kaflar í að lýsa fjöll- um og firnindum. Hann er líka glöggur og tekur vel eftir. Á einum stað sér söguhetjan kirkjuna í Stykkishólmi: „Þetta var annars konar geimflaug en Hallgrímskirkja í Reykjavík en Magnús gat ekki annað en velt vöngum yfir því hvort á bak við hönnun íslenskra kirkna lægi einhvers konar undarleg geimguðfræði.“ Hann er ekki einn um að hafa velt fyrir sér hönnun á kirkjum á Íslandi. Hefndarþorsti er spennandi og skemmtileg aflestrar. Þarna ægir saman íslenskum byltingarsinnum, gjaldþrota bankamönnum, rótlaus- um lögreglumönnum og glefsum úr fortíðinni. Ridpath sýnir ekki leiftr- andi stílbrögð, en hann er ágætur penni, skrifar hnökralausan og læsi- legan texta og sögunni vindur hratt fram. Í lokin er ljóst að sögu Magn- úsar er ekki lokið. Ein gáta er leyst, önnur óleyst og uppgjörið við fortíð- ina er eftir. Einhverjir eiga ef til vill eftir að eiga erfitt með að trúa því upp á Ís- lendinga að þeir grípi til þeirra ráða, sem lýst er í bókinni, en reynslan sýnir þó að þegar kemur að hinu ótrúlega er skáldskapurinn yfirleitt langt að baki raunveruleikanum. Hefndarþorsti bbbnn Eftir Michael Ridpath. Þórdís Gísladótt- ir þýddi. Veröld gefur út, 389 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Michael Ridpath „Þarna ægir saman íslenskum byltingarsinnum, gjaldþrota bankamönnum, rótlausum lögreglumönnum og glefsum úr fortíðinni“. Örþrifaráð hinna örvæntingarfullu Ínýjustu skáldsögu sinnistefnir Steinar Bragi tveim-ur pörum, nútímavæddumborgarbörnum fram í fing- urgóma og firrtum eftir því, inn á hálendi Íslands þar sem þau mæta … tja … örlögum sínum mætti segja. Að vanda er ekki allt sem sýnist hjá Steinari Braga, undirtexti fylgir meginsög- unni, nokkrir meira að segja og hann vinnur á nokkrum sviðum í einu; hér er í aðra röndina magnaður hroll- vekjutryllir á ferð en í hina sál- greining á nútímamanninum og þjóðfélaginu sem getur hann af sér. Næmar lýsingar á sálarlífi brot- hættra einstaklinga, saman með minnum úr íslenskum þjóðsögum og atburðarás sem kallar fram has- armyndir frá Hollywood – Steinar er með marga og sumpart ólíka bolta á lofti. Pörin tvö lenda í því að keyra jeppa sínum á hús í sand- auðninni fyrir ofan Vatnajökul og á því augnabliki hrekkur sagan í gang. Hið nýja (og sjúka) klessu- keyrir í bókstaflegri merkingu á hið gamla og forna (sem reynist á sinn hátt, jafn sjúkt og hið nýja). Í gegnum söguhetjurnar fjórar vinn- ur Steinar svo markmiðsbundið með gagnrýni á nútímasamfélagið, hrunið og þá siðferðislegu hnignun sem þar varð. Hér tekst honum hvað best upp. Eftir því sem sög- unni vindur fram magnast svo upp torkennilegur óhugnaður sem ligg- ur undir öllu, einhver ógn sem ýjað er að af meiri ágengni eftir því sem síðunum fjölgar. Kvikmyndir eins og The Human Centipede, þar sem gengið er markvisst fram af fólki með viðbjóði, koma óneitanlega upp í hugann. Lokaspretturinn minnir þá helst á James Bond þó að í blá- endann spretti fram torræðni og súrrealismi sem fer höfundi til muna betur en kvikmyndalega nálgunin. Stíll Steinars er kald- hamraður nokk og myrkur og hann hefur það á valdi sínu að draga mann óskiptan inn í textann. Hér fara því oft og tíðum fram mögnuð stíl-áhlaup og Steinar kann vel að skrifa, það er ekki vandamálið. Nei, vandi þessarar bókar liggur fyrst og síðast í erfiðleikum með að binda saman þessa ólíku frásagn- arhætti sem nefndir hafa verið, bókin er hreinlega of mikið í lausu lofti þegar lestri er lokið þrátt fyrir glæsitilþrif hér og hvar. Innstu myrkur Hálendið bbbnn Eftir Steinar Braga. Mál og menning gefur út. 253 bls. ARNAR EGGERT THORODDSEN BÆKUR Steinar Bragi Nýtir hálendi Íslands undir glúrna samfélagsrýni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.