Morgunblaðið - 12.11.2011, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 12.11.2011, Qupperneq 56
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þetta eru matvælin sem bæta … 2. Dönsk söngkona flytur til Íslands 3. Vörslusvipt fyrir mistök 4. Fundu spor við jökulinn  Fjallabræður halda tvenna tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 19. nóv- ember. Þeim til halds og trausts verða vitfirringarnir þrír, Jónas Sig., Magnús Þ. Sigmundsson og Mugison. Fjallabræður syngja í Fríkirkjunni  Gallerí Fold og Bókin Klapparstíg efna til bóka- uppboðs á vefn- um uppboð.is í dag. Á uppboðinu verða sjaldgæfar og sögulega merkilegar bækur og má þar nefna frumútgáfu af God rest you merry Gentlemen eftir Hemingway sem gef- in var út í New York 1933. Upplagið var aðeins 300 eintök og er þetta eintak tölusett nr. 175. Bókauppboð á vefnum uppboð.is  Disney mun frumsýna The Secret World of Arrietty, japanska teikni- mynd á vegum Ghibli-versins á næsta ári með ensku tali. Stikla er nú komin inn á verald- arvefinn og styðst hún að megninu til við tón- list frá Jónsa okkar. Um er að ræða lagið „Around Us“ sem heyra má á sóló- plötu Jónsa, Go. Jónsi og Disney – er það eitthvað? Jónsi í stiklu fyrir Disney-mynd FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Minnkandi austanátt og væta með köflum, en úrkomulítið á N- og V-landi síðdegis. Hiti 3 til 10 stig. Á sunnudag Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil fram eftir degi, annars fremur hæg austlæg átt. Skýjað og víða dálítil væta í fyrstu. Hiti 4 til 10 stig. Á mánudag Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en hægari og yfirleitt þurrt á norðaustanverðu landinu. Golfsamband Íslands sótti um að fá að halda eitt stærsta áhuga- mannamót í heimi, Evrópumót ein- staklinga, en fékk ekki náð fyrir aug- um Evrópska golfsambandsins. Framkvæmdastjóri þess kom hingað til lands og gerði úttekt á íslenskum aðstæðum. Innan golfhreyfing- arinnar eru menn ekki alls kostar sáttir við niðurstöður hans. »1 Ísland sótti um að halda EM einstaklinga Stjarnan komst upp í annað sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar liðið vann Snæfell, 90:89, í háspennuleik í Ás- garði í Garðabæ. Sigurganga Grindavíkur heldur áfram í deildinni en liðið lagði Hauka. Þá lagði ungt lið Njarðvíkur liðs- menn ÍR á útivelli og held- ur áfram að kroppa saman stig. »4 Stjarnan vann í háspennuleik Stjarnan heldur sínu striki á gervigrasinu Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þeir sem vilja vita hvort stór- hneykslum hafi í tímans rás verið sópað undir teppið hjá Eimskip og SÍS gætu nú komist í feitt. Nor- ræni skjaladagurinn er í dag og settur þjóðskjalavörður, Eiríkur G. Guðmundsson og Pétur Sigurðs- son, forstjóri Straums, munu und- irrita í hádeginu samkomulag um að Þjóðskjalasafnið fái á næstunni alls um 120 hillumetra af skjölum Eimskipafélagsins og Burðaráss. Einnig er verið að semja við ráðamenn núverandi Eimskipa- félags um álíka magn skjala. Sam- band íslenskra samvinnufélaga, SÍS, er enn formlega til og hefur ákveðið að afhenda safninu öll sín gögn, um 600 hillumetra en félagið var stofnað 1902, Eimskip hins vegar 1914. Verður nóg pláss fyrir þessi gögn? Þarf aukið hillupláss „Ekki eins og er en við erum núna að láta endurbæta húsakynn- in hér við Laugaveg 162, setja upp nýjar hillur og rúlluskápa þannig að hámarksnýting verði á gólf- plássinu,“ segir Eiríkur. „Við feng- um fé frá ríkinu til að lagfæra þann hluta hússins sem ekki var tilbúinn og erum að taka í notkun eina hæð.“ Hann segir aðspurður að hver sem er geti fengið að rannsaka skjölin sem nú bætast við og þau séu ágætlega skráð og aðgengi- leg. „Almennt er þetta opið og menn panta það sem þeir vilja sjá. En það gilda auðvitað um þetta landslög um upplýsingar og persónuvernd. Ef þarna eru viðkvæmar upplýsingar sem varða t.d. einkafjárhag manna mega bara þeir fá þær.“ – En ef ég rekst á eitthvað æsilegt sem mér var ekki ætl- að að sjá? „Þá ber þér skylda til að láta okkur vita af því, þú ert settur undir landslög eins og aðr- ir!“ Margir hafa áhyggjur af því að í rafrænum heimi fari sum mikilvæg skjöl beint í netgrafreitinn og hverfi þar, ekkert afrit verði til á safni handa afkomendunum. En Eiríkur segir að ný gögn séu í vax- andi mæli varðveitt með rafrænum hætti til frambúðar. Hann nefnir sem dæmi hrunskýrslu Alþingis og öll gögn sem henni fylgdu, stór hluti þeirra verði geymdur líka rafrænt. Og allt er þetta kerfis- óháð, notaðir opnir staðlar og myndabankar. Eftir 100 ár þarf því ekki löngu gleymd forrit frá Microsoft til að nálgast gögnin. Leyndarmál undan teppinu?  Þjóðskjalasafn- ið fær skjalasöfn Eimskips og SÍS Morgunblaðið/Kristinn Þjóðskjalasafnið Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður, segir að hver sem er geti rannsakað skjölin. Þema norræna skjaladagsins er að þessu sinni Verslun og viðskipti, dagskráin hefst í Þjóðskjalasafn- inu kl. 12. Eftir hádegið flytja sagn- fræðingar erindi, m.a. um brenni- stein og byssupúður og framlag Íslendinga til hergagnafram- leiðslu Dana. Héraðsskjalasöfn- in á Akranesi og í Dalasýslu verða með opið hús og safnið á Akureyri með sýningu sem stendur til 25.11. Þar verða tíndar til allar verslanir sem vitað er um í bænum frá lok- um einokunartímans. Til eru bækur fjölmargra versl- ana frá 19. og 20. öld, úttektir ein- stakra viðskiptavina sýna vel neyslumynstrið, segir á síðunni skjaladagur.is. Og fólk keypti lítið í búðunum á 19. öld, mest timbur, járn, korn og smávegis af mun- aðarvöru, þ.e. tóbaki og brennivíni. Munaðarvaran var fábrotin ÞEMA SKJALADAGSINS ER VERSLUN OG VIÐSKIPTI Stjörnumenn ætla halda sínu striki og spila á gervigrasi næstu árin. Nýtt knattspyrnugras verður lagt á Stjörnuvöllinn í vetur og formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar seg- ir að það hafa geysilega mikið hag- ræði og sparnað í för með sér. »2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.