Morgunblaðið - 18.11.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011
Opið virka daga frá 9.00-18.00
og lau. frá 10.00-16.00
Laugavegi 29 - Sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
Hefilbekkir
Þrjár stærðir
fyrirliggjandi
hann það upp að tólf þúsund einstaklingar eru nú
atvinnulausir. Helmingur þeirra hefði verið at-
vinnulaus í að minnsta kosti hálft ár, þar af fjögur
þúsund og fimm hundruð í heilt ár eða lengur. Ný-
birt lífskjarakönnun Hagstofunnar sýndi að meira
en helmingur heimila á erfitt með að ná endum
saman og þeim hefði fjölgað umtalsvert frá því í
fyrra.
„Þetta er hinn svokallaði árangur vinstri rík-
isstjórnarinnar. Þetta er hrikaleg uppskeran af
ráðaleysi hennar og rangri stefnu. Þetta er skjald-
borgin sem vinstristjórnin lofaði íslenskum heim-
ilum. Hin svokallaða norræna velferð hefur falist í
því að kalla fram hrun yfir heimilin á hverju ein-
asta ári,“ sagði Bjarni og bætti því við að staðan í
efnahagsmálum þjóðarinnar væri ekki glæsileg.
Hagvöxtur væri alltof lítill og verðbólga vax-
andi. Gjaldþrotum fjölgaði. Skattbyrði almenn-
ings væri þyngri en í nokkru öðru OECD-ríki og
nú ætlaði Steingrímur J. Sigfússon að láta kné
fylgja kviði og hækka skattana enn meira.
„Nýtum tækifærin“ eru kjörorð landsfundarins.
Lagði Bjarni áherslu á að hefja yrði sköpun nýrra
verðmæta. „Ef kraftar fólks og fyrirtækja á Ís-
landi eiga að fá að njóta sín til að skapa verðmæti
verður að leiða stefnu Sjálfstæðisflokksins til önd-
vegis við stjórn landsins,“ sagði Bjarni og rifjaði
upp tillögur flokksins í efnahagsmálum sem ný-
lega voru kynntar.
Sýndarviðræður við ESB
Bjarni fór yfir afstöðu flokksins til umsóknar
um aðildar að Evrópusambandinu. Draga bæri
umsóknina til baka. Þá sagði hann að ríkisstjórnin
væri ekki trúverðugur viðsemjandi og ESB-ríkin
væru að átta sig á því að viðræðurnar væru miklu
nær því að vera sýndarviðræður en aðildarviðræð-
ur. „Það er sannfæring mín að hagsmunum Ís-
lands sé best borgið utan ESB,“ sagði formað-
urinn.
Hann sagði að framundan væri mikil barátta
fyrir því að koma núverandi vinstristjórn frá völd-
um og stefnumálum sjálfstæðismanna til fram-
kvæmda. „Þessa baráttu vil ég leiða sem formaður
Sjálfstæðisflokksins og berjast við hlið ykkar fyrir
hugsjónum okkar allra og fyrir því að leiða Sjálf-
stæðisflokkinn inn í nýja tíma – til glæstra sigra.
Ég mun hvergi draga af mér. Því heiti ég ykkur.
Ég veit að barátta okkar mun leiða íslensku þjóð-
ina út úr erfiðleikunum,“ sagði Bjarni undir lok
ræðu sinnar.
Upphaf baráttunnar
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafinn Formaðurinn vill koma ríkisstjórn-
inni frá og leiða stefnu Sjálfstæðisflokksins til öndvegis við stjórn landsins
Morgunblaðið/Ómar
Við setningu Það var tilfinningarík stund þegar Bjarni Benediktsson lýsti eindregnum stuðningi sjálfstæðismanna við Geir H. Haarde í landsdómsmálinu.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við skulum berjast sem einn maður gegn vinstri-
öflunum sem nú eru við völd í þessu landi, því þeg-
ar við sjálfstæðismenn stöndum saman stenst
enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi okkur snún-
ing. Við skulum nýta þennan landsfund sem upp-
haf þeirrar baráttu,“ sagði Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, í setningarræðu
við upphaf 40. landsfundar flokksins sem hófst í
gær. Fundinum lýkur á sunnudag. Þá verður kos-
in forysta. Bjarni og Hanna Birna Kristjánsdóttir,
fyrrverandi borgarstjóri, gefa kost á sér í for-
mannskjöri.
Bjarni fór yfir þróunina frá því hann bauð sig
fram til formennsku, vorið 2009. Þá hefði fylgi
flokksins verið í frjálsu falli. Í þingkosningunum
mánuði seinna hefði flokkurinn fengið tæp 24% at-
kvæða, minnsta fylgi í sögu sinni. Nú mælist fylgið
hins vegar 36%. „Við höfum endurheimt fylgið
sem tapaðist í síðustu kosningum,“ sagði Bjarni og
bætti við: „Þetta er sannarlega mikill árangur. Af
honum er ég stoltur – og það eigum við öll að vera,
því þetta er okkar sameiginlegi árangur.“ Hann
sagði mikilvægt að halda kosningar sem fyrst.
Hrikaleg uppskera af ráðaleysi
Bjarni sagði ekki síður mikilvægt að ræða stað-
reyndir um stöðu heimilanna í landinu. Rifjaði
Formaður Bjarni Benediktsson er ánægður með
stöðu flokksins eftir tvö ár í embætti.
„Hann er dæmi um almennan flokksmann sem hefur
staðið með okkur í gegnum þykkt og þunnt,“ sagði
Bjarni Benediktsson í setningarræðu sinni og lands-
fundarfulltrúar þökkuðu Friðriki Jónssyni fyrir ötult
starf í þágu hugsjóna sjálfstæðisfólks í áratugi.
Friðrik er níræður og hefur starfað í Sjálfstæðis-
flokknum frá því hann gekk í Félag sjálfstæðra
drengja árið 1935, þegar flokkurinn var sex ára. Hann
er elsti landsfundarfulltrúinn. „Hann vill taka þátt í að
móta framtíð Íslands,“ sagði Bjarni.
Félagar Bjarni Benediktsson formaður, Friðrik Jónsson
og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður.
Tekur þátt í að móta
framtíð Íslands
Landsfundarfulltrúar stóðu upp og
klöppuðu lengi þegar Bjarni Bene-
diktsson lýsti yfir stuðningi við Geir
H. Haarde, fyrrverandi formann
flokksins, í landsdómsmálinu: „Við
styðjum þig öll.“
Bjarni sagði að það hefði verið
sérstakt áhugamál núverandi
stjórnvalda að ná sér niðri á fyrr-
verandi forystumönnum Sjálfstæð-
isflokksins. Nefndi að ítrekað hefði
verið vegið að Davíð Oddssyni og
hann hrakinn úr stóli seðlabanka-
stjóra „undir þeim ótrúlegu for-
merkjum að ráðast þyrfti í hreins-
anir í þjóðfélaginu“.
„Íslensk stjórnmál náðu síðan
nýjum lægðum, og íslenskir stjórn-
málamenn sýndu á sér sínar verstu
hliðar, þegar meirihluti þingmanna
ákvað að efna til pólitískra réttar-
halda yfir Geir H. Haarde, fyrrver-
andi formanni okkar. Með því
freistuðu andstæðingar flokksins
þess að gera Geir ábyrgan fyrir
hruninu, einan stjórnmálamanna,“
sagði Bjarni.
Hann beindi orðum sínum að Geir
og sagðist standa heilshugar að
baki honum í þessu máli, það gerði
einnig hver einasti þingmaður og
sveitarstjórnarmaður flokksins.
„Og ég veit að ég tala fyrir hönd
allra sem hér eru inni, fyrir hönd
hvers einasta sjálfstæðismanns á
landinu, og þúsunda Íslendinga,
þegar ég segi: Við styðjum þig öll.“
Við styðjum
þig öll
Tillögur siða- og fjármálanefndar verða kynntar á
landsfundi kl. 9 í dag og kl. 10 verður skýrsla framtíð-
arnefndar kynnt. Fyrirspurnatími forystu flokksins
hefst klukkan 11. Dagurinn fer annars í störf nefnda.
Á morgun, laugardag, verða kynnt drög að stjórn-
málaályktun kl. 11 og umræður hefjast. Eftir hádegið
hefst afgreiðsla ályktana frá starfshópum. Frambjóð-
endur til formanns og varaformanns halda ræður kl.
16. Á sunnudag verður kosið til þessara embætta og
miðstjórnar og haldið áfram afgreiðslu ályktana.
Kosningar Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Krist-
jánsdóttir gefa kost á sér í formannskjöri.
Kosið til embætta og í
miðstjórn á sunnudag
Bjarni Benediktsson
sagði frá baráttu sinni
og þingmanna flokks-
ins gegn fyrri samn-
ingum um Icesave og
færði rök fyrir þeirri
afstöðu sinni og meiri-
hluta þingmanna flokksins að styðja
síðustu samningana.
Bjarni sagði að fyrstu tveir Ice-
save-samningarnir sem ríkisstjórnin
bar á borð hefðu falið í sér stórhættu
á þjóðargjaldþroti. Þeir yrðu lengi í
minnum hafðir sem einhver mestu
afglöp íslenskrar stjórnmálasögu.
Málið hefði tekið á sig allt aðra
mynd í samningalotunni sem lauk
seint á síðasta ári. Áhættan hefði
minnkað um fjögur hundruð millj-
arða, hið minnsta.
„Niðurstaða mín í Icesave-málinu
var byggð á því sem ég taldi best og
skynsamlegast fyrir íslenska þjóð,
fyrir íslenska hagsmuni,“ sagði
Bjarni. Hann sagðist aldrei hafa litið
svo á að landsfundarfulltúar hefðu
hafnað því á síðasta landsfundi að
samið yrði í deilumálinu, ef hags-
munir Íslands væru tryggðir.
Ekki brot á
samþykkt