Morgunblaðið - 18.11.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Allir helstu þjóðvegir landsins eru
bara meira og minna auðir núna.
Það hafa verið einhverjir hálku-
blettir fyrir norðan en þá er það
eiginlega upptalið,“ segir Jón Hálf-
dán Jónasson hjá Vegagerðinni
spurður um ástandið á vegum
landsins í ljósi mikilla hlýinda að
undanförnu.
Færið sé nánast eins og að sumri
en engu að síður verði að hafa var-
ann á. Kuldapollar myndist alltaf
öðru hvoru þrátt fyrir hlýindin.
„Þetta getur fyrir vikið verið svolít-
ið varasamt en engu að síður er
þetta alveg ofsalega góð tíð,“ segir
Jón.
Skráðir ófærir að vetri til
Fram kom í tilkynningu frá Vega-
gerðinni um miðjan dag í gær að
hálkublettir væru á Mývatnsheiði
og í kringum Mývatn. Þá væri hálka
á Mývatnsöræfum og ennfremur
hálkublettir á Möðrudalsöræfum.
Hvað hálendisvegi varðar segir
Jón að þeir séu skráðir sem ófærir
að vetri til einfaldlega vegna þess að
ekkert eftirlit sé með þeim af hálfu
Vegagerðarinnar yfir vetrartímann
og því ekkert vitað í raun um ástand
þeirra. Ekki sé bannað að fara þá að
vetri til en það þurfi einfaldlega að
hafa allan vara á.
„Þetta er nánast
eins og sumarfæri“
Helstu þjóðvegir landsins meira og
minna auðir vegna mikilla hlýinda
Morgunblaðið/Arnaldur
Umferð Góðar aðstæður eru á þjóð-
vegum landsins vegna hlýjinda.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Nokkrir aðilar hafa farið þess á leit
við Umhverfisstofnun og Siglinga-
stofnun Íslands að hætt verði við að
mjókka námuveg á Hamragarðaheiði
í Rangárþingi eystra. Vegur upp í
grjótnámu á Kattarhrygg í Selja-
landsheiði var lagður vegna efnistöku
til byggingar Landeyjahafnar. Veg-
urinn var lagður 12 til 14 metra breið-
ur til að svokallaðar búkollur gætu
mæst þar auðveldlega. Skilyrði var í
starfsleyfinu að hann yrði færður í sjö
metra breidd þegar framkvæmdum
lyki.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra,
Landgræðsla ríkisins, Vegagerðin, al-
mannavarnanefnd Rangárvalla- og
V-Skaftafellssýslu og landeigendur á
Seljalandi vilja ekki að vegurinn verði
mjókkaður, sérstaklega með al-
mannahagsmuni í huga en náman er
á náttúruhamfarasvæði og gæti þurft
að ná í efni úr henni með litlum fyr-
irvara til að byggja varnargarða við
Markarfljót ef t.d. jökulhlaup yrði í
kjölfar eldgoss.
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar-
stjóri Rangárþings eystra, segir veg-
inn ekki vera lýti í umhverfinu því
hann sjáist nánast ekkert ef keyrt er
undir Eyjafjöll. „Við höfum barist við
að koma í veg fyrir þetta. Það hafa
verið náttúruhamfarir hjá okkur og
við komum til með að þurfa á þessum
námum að halda í framtíðinni, örygg-
isins vegna, og hugsanlega þarf að
gera meira við Landeyjahöfn. Það
kostar mikla peninga að mjókka hann
og okkur finnst það bara splæs.“
Rökin frekar veik
Siglingastofnun Íslands er fram-
kvæmdaaðili Landeyjahafnar. Sig-
urður Áss Grétarsson forstöðumaður
segir að vegurinn hafi þurft að vera
svona breiður út af framkvæmdinni
og fékkst heimild til þess með því skil-
yrði að hann yrði mjókkaður aftur.
Þeir séu bara að fylgja úrskurði frá
Skipulagsstofnun. „Ef á að hafa hann
breiðan áfram hefði þurft að fjalla um
það í umhverfismatinu á sínum tíma
því þetta er veruleg röskun á nátt-
úrunni. Rök fyrir samfélagslegri þörf
eru líka frekar veik. Það er ekkert
sem segir að sjö metra breiður vegur
verði ekki fullnægjandi til að fara upp
í námuna ef til kemur.“
Kostnaður við að mjókka veginn er
innfalinn í framkvæmdinni sem Suð-
urverk sá um að sögn Sigurðar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Suðurverki
verður líklega farið í þessa fram-
kvæmd eftir helgi ef engar breyting-
ar verða á.
Aðeins umsagnaraðili
Það er ekki ákvörðun Umhverfis-
stofnunar að mjókka veginn, stofnun-
in er bara umsagnaraðili í málinu
samkvæmt Ólafi A. Jónssyni, sviðs-
stjóra náttúruauðlindasviðs. „Við mat
á umhverfisáhrifum var ekki gert ráð
fyrir svona breiðum vegi. Okkur þyk-
ir æskilegt að mjókka veginn út frá
sjónrænum áhrifum en erum ekki að
taka afstöðu til hugsanlegrar notkun-
ar í framtíðinni. Ef hann verður ekki
mjókkaður þarf að sjá til þess að hann
haldi sér án þess að skemma nánasta
umhverfi, ganga frá vegfláum og
tryggja að ekki verði úrrennsli. Það
er Siglingastofnunar að afhenda
ábyrgð á veginum yfir á einhvern að-
ila eins og sveitarfélagið eða Land-
græðsluna sem dæmi.“
Vilja ekki láta mjókka námuveg
Vegurinn var lagður vegna efnistöku úr grjótnámu við gerð Landeyjahafnar Á að mjókka hann úr
14 metrum niður í 7 Óþarfi og peningaaustur að mati sveitarstjóra Rangárþings eystra
Námuvegur á
Seljalandsheiði
Námur
NámuvegurSelja-
landsfoss
Þjóðvegur 1
Þórs-
mörk
Ma
rka
rflj
ót
Stóradalskirkja
Eyjafjalla-
jökull
Grunnkort: LMÍ
Útför Matthíasar Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra
og alþingismanns, var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í
gær. Matthías gegndi fjölda trúnaðarstarfa um ævina,
var meðal annars þingmaður í yfir þrjátíu ár og ráð-
herra í mörg ár. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, minntist hans sérstaklega við setn-
ingar landsfundar flokksins í gær. Séra Þórhallur
Heimisson jarðsöng. Líkmenn voru, frá vinstri: Árni
Mathiesen, Frosti Bergsson, Þorgils Óttar Mathiesen,
Þór Gunnarsson, Matthías Árni Ingimarsson, Bjarni
Benediktsson, Valdimar Svavarsson og Geir H.
Haarde.
Útför Matthíasar Á. Mathiesen
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
„Hvernig í ósköpunum á að trúa
því að sjö metra vegur sé eitt-
hvað fallegri en 14 metra vegur?
Mér finnst þetta vera dæmigerð
2007-sóun og vitleysa. Menn
eru að tala um að efri hluti veg-
arins, næst námunni, verði líka
fjarlægður. Það er ljóst að sækja
þarf grjót þarna á komandi ár-
um og ef menn ætla að leyfa sér
að moka í burtu hluta af vegi til
að byggja hann aftur upp síðar,
fyrir almannafé, er kominn tími
til að stöðva ruglið. Svo er verið
að bæta við úrrennsli og
skakstri ef veginum verður
mokað burtu,“ segir Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri.
2007 sóun
og vitleysa
LANDGRÆÐSLA RÍKISINS
LISTMUNA
UPPBOÐ
Sunnudaginn 20. nóvember næstkomandi fer fram
listmunauppboð í Gásum. Forsýning á verkum
stendur nú yfir í sýningarsal Gása, Ármúla 38.
Opið kl. 10-17 föstudag, laugardag og sunnudag.
Á uppboðinu verða verk eftir Jóhannes Kjarval,
Tryggva Ólafsson, Tolla, Dag Sigurðarson, Baltasar,
Alfreð Flóka, Karl Kvaran o.fl.
Óli G. Jóhannsson
Án titils
Gásar gallerí hefur fengið viðurkenningu frá
Myndstef fyrir fagleg viðskipti og heiðar-
leika gagnvart listamönnum og kaupendum
listaverka.
Verð á dísilolíu hækkaði í gær um
þrjár krónur á lítra hjá N1, Olís og
Skeljungi og nemur verðmunur á
dísilolíu og 95 oktana bensíni nú 15
krónum á hvern lítra. Olíulítrinn
stóð í kr. 244,70 í sjálfsafgreiðslu hjá
félögunum í gær en hjá Atlantsolíu
og ÓB 241,40 og 10 aurum minna hjá
Orkunni. Algengt verð á bensíni er
kr. 229,70 og munurinn því orðinn
heilar 15 krónur.
Yfirleitt hefur verið talið hagstæð-
ara að vera á dísilknúnum bíl en að-
spurður segir Runólfur Ólafsson hjá
FÍB orðið ljóst að þegar verðmun-
urinn er orðinn þetta mikill séu þeir
ekki hagkvæmari eins og forsend-
urnar eru núna, þrátt fyrir að vera
eyðslugrennri en bensínbílar.
Runólfur segir skýringanna að
leita í mun hærra heimsmarkaðs-
verði og aukinni eftirspurn í Evrópu
þegar fari að kólna en dísilolían sé
einnig notuð þar til húshitunar.
sigrunrosa@mbl.is
Dísilolían orðin 15
kr. hærri en bensín
Hagkvæmni dísilbíla að hverfa
Morgunblaðið/Árni Sæberg