Morgunblaðið - 18.11.2011, Side 10

Morgunblaðið - 18.11.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is S látursaumaskapurinn reddaði mér fyrir horn. Ég var bara í meðallagi í hinum keppnisgrein- unum,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson sem landaði titl- inum „Ungi bóndi ársins 2011“ í keppni um þann titil sem haldin var í Borgarnesi samhliða Sauðamessu í október. „Ég hef enga reynslu í því að sauma slátur, þetta var mitt fyrsta skipti í þessari grein, en af ein- hverjum ástæðum gekk mér svona vel í því. Mér gekk ekki eins vel í sviðaátinu sem var ein af keppnis- greinunum, en þar fannst mér vera brotið á rétti mínum, því ég fékk hel- víti feitan sviðakjamma, sem sjálfsagt hefur verið af sjálfdauðum vetur- gömlum hrút, slíkt óæti sem þetta var. Kjamminn gekk allavega ekki vel ofan í mig,“ segir Hermann og hlær. „Í sviðaátinu voru stúlkur af Vestfjörðum sem gerðu lítið úr mér og voru ekki lengi að gleypa í sig kjammana sína. Þær eru grjótharðar þarna fyrir vestan,“ segir Hermann, sem er norðanmaður, búsettur í Eyjafjarðarsveit. Jafn margar konur og karlar Honum gekk alveg ágætlega í liðléttingafimi, eða leikni á fjósvélum. Slátursaumaskapur skilaði honum sigri Hann hafði ekkert í stelpurnar að vestan í sviðaátinu en stóð sig þeim mun betur í því að sauma slátur. Hann landaði nýlega titlinum Ungi bóndi ársins 2011. Ungi kraftmikli bóndinn horfir björtum augum til framtíðar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ungi bóndi ársins 2011 Hermann Ingi Gunnarsson heima á Klauf í Eyjafjarðarsveit ásamt hundinum Rambó. Vefsíðan fazeteen.ca er vefræn út- gáfa kanadíska tímaritsins Faze sem er sérstaklega ætlað unga fólkinu. Ferðahluti síðunnar er sérstaklega skemmtilegur en þar er hægt að fá hugmyndir um spennandi áfanga- staði, en einnig má þar lesa ferðasög- ur og fylgjast með ferðabloggum fólks sem er á flakki um fjarlæga staði. Í þessum hluta er hægt að lesa sér til um sögu Kínamúrsins, skoða myndir úr brjáluðum skemmtigarði í Kanada og vita allt um köfunarferðir í Tabago. Svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Góðar ferðaleiðbeiningar eru líka á síðunni og hugmyndir að stöðum fyr- ir þá sem vilja vinna og læra tíma- bundið í öðru landi. Þarna gætu leynst nokkrar góðar hugmyndir fyrir hina ferðaglöðu. Á fazeteen.ca er líka að finna heil- an helling af viðtölum við rithöfunda, söngvara og leikara. Svo og hefð- bundið afþreyingarefni, slúður og greinar um allt það nýjasta í græju- heiminum. Dorm Room Divas eiga líka sinn stað á fazeteen.ca en þær eru ósköp venjulegar stelpur sem gefa góð og einföld ráð varðandi hár og förðun. Fazeteen.ca er fjölbreytt og skemmtileg síða og ættu þar flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vefsíðan www.fazeteen.com Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölfarinn Margir leggja leið sína til að skoða hinn mikla Kínamúr. Ferðasögur og ferðablogg Á morgun, laugardag, verður haldin ráðstefna um íslenskar æskulýðs- rannsóknir 2011 í húsakynnum menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Margs konar erindi verða á ráðstefnunni sem hefst klukkan 10. Meðal annars verður kynnt skýrsla ráðgjafanefndar um æskulýðsrannsóknir, en meðal þeirra viðfangsefna sem erindi verða flutt um má nefna forvarnir gegn átrösk- unum meðal unglingsstúlkna, um- fang og áhrif reykinga í kvikmyndum, sýn unglinga á félagsmiðstöðvar og eigin þátttöku í starfi þeirra og börn og sjónvarp á Íslandi. Auk þessa eru ótal fleiri erindi á dagskrá en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook undir Ráðstefnan Íslenskar æsku- lýðsrannsóknir 2011. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í póstfangið ar- ni@hi.is, aðgangseyrir er 500 krónur en ókeypis fyrir nema. Endilega … … sækið æskulýðsráðstefnu Morgunblaðið/Ernir Unga fólkið Æskulýðsrannsóknir verða í brennidepli á ráðstefnunni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. JÓLABLAÐIÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 21. nóvember NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út stórglæsi- legt jólablað laugardaginn 26. nóv. 2011 SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.