Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 14
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Skylt er þingmanni að vera við- staddur og taka þátt í atkvæða- greiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi.“ Þannig hljómar 2. málsgrein 71. greinar laga um þingsköp Alþingis. Fjar- veru stjórnarandstöðuþingmanna við atkvæðagreiðslu á miðvikudag og í gærmorgun má að einhverjum hluta skýra með lögmætum forföll- um. Hins vegar er ljóst að all- margir þingmenn brutu þingskapa- lög. Athygli vakti að síðdegis á mið- vikudag gengu þingmenn stjórnar- andstöðunnar úr þingsal þegar greiða átti atkvæði um hvort halda ætti kvöldfund. Í framhaldinu boð- uðu þingflokksformenn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Hreyfingarinnar, að þingmenn þeirra hygðust ekki mæta til atkvæðagreiðslu sem hald- in var í gærmorgun. Var þetta gert í mótmælaskyni við vinnubrögð í kringum afgreiðslu frumvarps til fjáraukalaga, og óþarfi er að rekja frekar. Engin samþykkt nema yfir helmingur þingmanna mæti Atkvæðagreiðslan síðdegis á mið- vikudag var ógild þar sem færri en 32 þingmenn tóku þátt í henni. Er það í samræmi við 53. grein stjórn- arskrár Íslands en í henni segir: „Eigi getur Alþingi gert samþykkt um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu.“ Í gærmorgun tóku hins vegar 34 þingmenn þátt í atkvæðagreiðslunni og taldist hún því lögmæt. En hvaða örlög hljóta þeir þing- menn sem brjóta þingskapalög? „Það eru engin viðurlög, ekki í þingskapalögum,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis. „Þingmenn standa ábyrgir gagnvart kjósendum. En svo getur náttúrlega verið um lögmæt forföll að ræða og mönnum er í sjálfsvaldi að til- kynna þau. En það er regla sem reynt er að ganga eftir að ef um lögmæt forföll er að ræða þá tilkynni menn fjarvist. Það skiptir máli fyrir alla framkvæmd þing- starfanna, að það sé ljóst ef einhverjir eru fjarverandi, eru með lögmæt forföll. Þá er heldur ekki verið að kalla eftir þeirra svörum og viðbrögðum í þingsalnum.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, útilokar ekki að um lögmæt forföll hafi verið að ræða, einhverjir hafi til dæmis til- kynnt sig veika. „En þetta verða þingmenn að eiga við sjálfa sig og kjósendur sína.“ Hún segist halda að nóg úrræði séu fyrir alla í þing- skapalögum til að láta skoðun sína koma fram. „Það er nú einu sinni þannig að ef maður er í minnihluta verður að nýta þær leiðir sem eru í lögunum til þess að láta sína and- stöðu eða athugasemdir koma fram í gegnum þátttöku í þingstörfunum. En auðvitað er það hvers og eins að meta þetta.“ Dæmi um að heilu þingflokk- arnir hafi horfið úr þingsal Spurð hvort eftirmál verði af fjarveru þingmannanna segir hún svo ekki vera. „Það er ekki nema kjósendum þeirra mislíki þetta. En ekki gagnvart mér.“ Hún áréttar þó að þetta sé náttúrlega brot á lög- um. Fordæmi eru þó fyrir því að þingmenn mótmæli með fjarveru við atkvæðagreiðslu. „Það eru dæmi um þetta í fortíðinni, en þau eru ekki fögur og engum til sóma,“ segir Helgi. „Þetta hefur gerst áður og ýmsir komið að því. Dæmi eru um að heilu þingflokkarnir hafi horfið úr þingsalnum. En þetta er ekki algengt og þetta er ráð sem ég held að menn ættu að hugsa aðeins betur.“ Fjarvera þingmanna skýrt brot  Fordæmi fyrir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæli með fjarveru við atkvæðagreiðslu  Engin viðurlög þótt um sé að ræða brot á þingskapalögum né eftirmál gagnvart forseta Alþingis Morgunblaðið/Kristinn Fámennt Fjölmörg sæti voru auð í þingsal Alþingis í gærmorgun þegar greidd voru atkvæði um fjáraukalög. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Þingfundur hófst á Alþingi í gærmorgun kl. 10 á atkvæðagreiðslu um frumvarp til fjáraukalaga. Þriðja umræða um frumvarpið fór fram síðdegis á miðvikudag og var stutt, enda yfirgáfu stjórnarand- stöðuþingmenn þingsal áður en hún hófst. Í gærmorgun var mesta spennan að sjá hversu margir þingmenn myndu mæta úr liði stjórnarandstöðunnar. Í ljós kom að tveir mættu, báðir úr þingflokki framsóknarmanna, þ.e. Siv Friðleifsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Guðmundur Steingrímsson var einnig mætt- ur en hann er utan þingflokka. Þá var kallaður til varamaður fyrir Ög- mund Jónasson innanríkisráðherra, sem staddur er í útlöndum. Svo fór að fjáraukalögin voru samþykkt með 29 atkvæðum, Siv sagði nei, fjórir sátu hjá og 29 voru fjarverandi. Fjáraukalögin samþykkt ÞRJÁTÍU OG FJÓRIR ÞINGMENN Í ÞINGSAL Í GÆRMORGUN Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið um málið. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fram kemur í nýrri ævisögu Gunn- ars Gunnarssonar rithöfundar eftir Jón Yngva Jóhannsson að Gunnar hafi að öllum líkindum eignast son með fyrrverandi unnustu sinni, Anne Marie Pedersen, í Danmörku árið 1912 en aldrei gengist við hon- um. Þegar barnið fæddist var Gunnar nýtrúlofaður Franziscu Jørgensen sem varð eiginkona hans en barnið virðist hafa komið undir þegar Gunnar hitti Anne Marie á ný snemma árs 1912. „Sonurinn hét Alf [Alfred] Peder- sen og hann og afkomendur hans hafa alist upp við það sem stað- reynd að hann væri sonur Gunnars. Ég get ekki fullyrt að Alf hafi verið sonur hans en mér finnst allar líkur benda til þess,“ segir Jón Yngvi. „Anne Marie feðraði hann aldrei, hann var sjóliðsforingi og allir pappírar um hann glötuðust þegar herskipum Dana var sökkt í seinni heimsstyrjöld. Það er því svolítið erfitt að staðfesta þetta. En þessi maður átti tvö börn, þ.á m. listakon- una Søs Brysch sem ég hef verið í dálitlu sambandi við. Hún var alin upp hjá systrum Annie Marie og þær fullyrtu alltaf við hana að Gunnar væri faðir Alfs.“ Ekki fundust heldur nein skjöl í búi Alfs Pedersens sem sýndu fram á faðernið þegar hann lést 1965. Fram kemur í viðtölum Sveins Skorra Höskuldssonar við Gunnar að drengurinn dvaldi hjá honum og Franziscu í Kaupmannahöfn ein- hvern tíma á þriðja áratugnum og Grímur Gunnarsson blaðamaður, sem Gunnar átti fram hjá eiginkonu sinni 1929 og gekkst við, vissi af til- veru Alfs. En ekki er vitað hvort hann vissi um skyldleikann. Margir sem skrifað hafa um Gunnar hafa velt fyrir sé áleitinni sektarkennd sem birtist í verkum Gunnars og ástæðunum. Sveinn Skorri nefndi til kvennamál Gunnars á þriðja áratugnum. Sigurjón Björnsson benti m.a. á samband Gunnars við yngri bróður sem taldi að Gunnar hefði, ómeðvitað, kennt honum um dauða móður þeirra. En þarna bætist ef til vill þriðja ástæðan við: barn sem hann gekkst ekki við. Gunnar, sem lagði áherslu á að vera siðferðislega heilsteyptur maður, samdi smásögu árið 1925 sem Jón Yngvi segir ljóst að byggist á endurfundum hans og Anne Marie 1912. En í sögunni frá 1925 er ekki minnst á son enda þótt Alf byggi hjá móður sinni. Þögnin er ærandi. Átti Gunnar Gunnarsson launson?  Jón Yngvi Jóhannsson hefur ritað ævisögu skáldsins og þar kemur margt óvænt fram í dagsljósið Ófeðraður Alf Pedersen, ungur. Alf Pedersen Anne Marie Pedersen Fram kemur að Gunnar hafði mikið álit á Halldóri Laxness sem lista- manni og var illa við að þeir væru kallaðir keppinautar um vinsældir og áhrif. Gunnar kom til greina sem nóbelshafi. En virðingin sem nasistar höfðu sýnt metsöluhöf- undinum (hann gekk eitt sinn á fund Hitlers) gerði út um þær von- ir. Sjálfur áleit Gunnar aldrei að hann hefði gert neitt rangt og ljóst að honum sárnaði mjög að fá ekki verðlaunin. Eftir stríð gerðist hann geysiharður andstæðingur komm- únisma sem hann daðraði þó við í grein fyrir Politiken 1927 eftir heimsókn til Moskvu. Greinin birt- ist ekki, Politiken sagði nei! Jón Yngvi segir að árið fyrir andlátið hafi Gunnar, sem lést 1975, hins vegar ritað 20 síðna grein, Gert að gleymni, þar sem hann rakti syndir Laxness. „Gunn- ar er ekki sáttur. Honum finnst Halldór í Skáldatíma hafa gert heldur lítið úr sínum hlut við að koma honum á framfæri á sínum tíma í Danmörku,“ segir Jón Yngvi. „Gunnar lagði á sig óhemjumikla vinnu við að fá danska forleggjara til að taka Halldór upp á sína arma.“ Og Halldór hafi ekki sagt frá því að það var Gunnar sem stakk upp á titlinum á Sölku Völku. Langt bréf gegn Laxness VAR ÓSÁTTUR SÍÐUSTU ÆVIÁRIN OG VILDI GERA UPP SAKIR Vinir? Gunnar og Halldór hittust í móttöku þegar hinn fyrrnefndi fékk fálkaorðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.