Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 15

Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 Með miða frá 28. 1 til 31. 1 getur þú upplifað allar þrjár vörusýningarnar. Nánari upplýsingar og miðapantanir eru á: www.christmasworld.messefrankfurt.com www.paperworld.messefrankfurt.com www.creativeworld.messefrankfurt.com Sími +45 39 40 11 22 dimex@dimex.dk Sjáðu nýjustu strauma, stefnur og nýjungar – og pantaðu þær. Fáðu innblástur fyrir hátíðlegum skreytingum, pappír, skrifstofuvörum, tómstundar- og handverksefnum. Þín bíða einstök framboð á fremstu vörusýningunum Christmasworld, Paperworld og Creativeworld. 28 – 31. 1. 2012 The World of Office and Stationery 28 – 31. 1. 2012 The World of Art and Craft Supplies 27 – 31. 1. 2012 The World of Event Decoration Hámarks Innblástur3 STUTTAR FRÉTTIR ● Óttinn við ástandið í fjármálaheim- inum er orðinn slíkur að svissneska rík- ið fær nú borgað með skammtíma- lánum, sem það tekur. Á þriðjudag lánuðu fjárfestar svissneska ríkinu 830 milljónir franka (um 106 milljarða króna) á -0,3% vöxtum. Um miðjan ágúst fóru vextirnir niður fyrir núll í fyrsta sinn í sögu Sviss. Ein ástæðan er sú að svissneski seðlabankinn ákvað út af háu gengi svissneska frankans að draga úr framboði á skuldabréfum til að auka peninga í umferð. Önnur ástæða er öllu alvarlegri. Í ótryggu fjármálaástandi í heiminum eru traustir skuldunautar orðnir svo fáir að lánardrottnar eru tilbúnir að lána með tapi. Svisslendingar fá borgað fyrir að taka lán Raunaukning á áætluðu verðmæti eigna gamla Landsbankans á milli ársfjórðunga er rúmlega níu millj- arðar króna. Miðað við gengi krón- unnar þann 22. apríl 2009 eru end- urheimtur áætlaðar 1.353 milljarðar króna sem er um 34 milljörðum meira en sem nemur heildarfjárhæð forgangskrafna en sú upphæð er 1.319 milljarðar króna. Miðað við sömu forsendur skilanefndar Landsbankans hefur áætlað verð- mæti eignasafnsins hækkað um 249 milljarða króna frá 30. apríl 2009. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem slitastjórn og skilanefnd gamla Landsbankans efndu til í gær, eftir að hafa kynnt kröfuhöfum eigna- stöðu gamla bankans og áform um greiðslur til kröfuhafa. Fyrsta greiðsla 432 milljarðar Ráðgert er að fyrsta greiðsla til kröfuhafa í þrotabú Landsbankans fari fram í körfu helstu gjaldmiðla sem nú eru til reiðu hjá bankanum, það er í evrum, pundum, Banda- ríkjadölum og íslenskum krónum. Greiðslan á að skiptast þannig á milli mynta: 740 milljónir punda, 1.110 milljónir evra, 710 milljónir Bandaríkjadala og 10 milljarðar ís- lenskra króna. Um er að ræða jafn- virði 432 milljarða króna. Enn ligg- ur ekki fyrir hvenær sú greiðsla fer fram. Áætlað er að greidd verði 30% af samþykktum kröfum en búið er að samþykkja kröfur fyrir 2.985 millj- arða króna. Þar af eru 1.323 millj- arðar króna forgangskröfur. Slita- stjórnin hefur hafnað kröfum fyrir 3.150 milljarða króna. Þar af eru kröfur sem lýst var með forgangi fyrir 1.536 milljarða króna. Heild- arkröfur í búið námu um 6 þúsund milljörðum króna en alls bárust um 13 þúsund kröfur í búið. Morgunblaðið/RAX Gamli Landsbankinn Staða þrotabúsins var kynnt í gær, fyrst kröfuhöfum, síðan á blaðamannafundi með slitastjórn og skilanefnd gamla bankans. Hækkað um 250 milljarða króna  Slitastjórn og skilanefnd gamla Landsbankans kynna stöðu þrotabúsins Hörður Ægisson hordur@mbl.is Staðan í ríkisfjármálum lítur miklu betur út ef tekið væri tillit til þess að ríkið gæti aflað sér tugmilljarða króna í tekjur strax á næsta ári yrði viðskiptabönkunum leyft að greiða út arð til eigenda sinna. Þetta segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið. Daníel bendir á að verðmæti eign- arhlutar ríkisins í bönkunum hafi aukist umtalsvert frá því stjórnvöld endurfjármögnuðu bankana fyrir 190 milljarða króna. Þrátt fyrir að eigin- fjárframlag ríkisins til bankanna hafi vissulega hækkað skuldir ríkissjóðs til skamms tíma þá sýni þróun síðustu missera að það fé sé ekki tapað. Þvert á móti hafi afkoma bankanna verið talsvert umfram væntingar frá stofn- un þeirra. „Ríkissjóður hefur hins vegar ekki notið ávaxta þess í fullum mæli enn sem komið er,“ segir Daníel. Hann bætir því við að allir við- skiptabankarnir þrír hafi umtalsvert svigrúm til að ráðast í útgreiðslu arðs í ljósi hárra eiginfjárhlutfalla bank- anna. Staða þeirra yrði eftir sem áður mjög sterk. Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um 16% lágmarks eiginfjárhlut- fall, en eiginfjárhlutfall bankanna er á bilinu 21% til 28%. Hægt að loka fjárlagagatinu Daníel segir að í tilfelli Landsbank- ans, en ríkið á 81% hlut í bankanum, væri hægt að greiða út 48 milljarða króna arð til ríkisins að því gefnu að eiginfjárhlutfallið yrði lækkað í 16%. Þriggja ára banni á útgreiðslu arðs hjá íslensku bönkunum lýkur í júlí á næsta ári. Daníel bendir á að Fjármálaeftirlit- ið hafi nýlega framkvæmt strangt álagspróf á eiginfjárþörf viðskipta- bankanna. „Niðurstaðan var að 16% eiginfjárhlutfall væri fullnægjandi og jafnvel í rýmri kantinum.“ Jafnframt segir Daníel að 16% eiginfjárkrafa á íslensku bankana sé um helmingi hærra hlutfall en gengur og gerist hjá evrópskum bönkum. Að sögn Daníels getur of hátt eig- infjárhlutfall orðið íþyngjandi fyrir bankana. „Til að viðhalda þeirri arð- semiskröfu sem eigendur bankanna setja þeim þá þarf hagnaður sífellt að aukast eigi að halda sömu arðsemi eigin fjár.“ Hann segir auk þess hátt eiginfjárhlutfall bankanna auka um- talsvert þörf þeirra til að halda uppi háum vaxtamun sem aftur þýði verri kjör fyrir viðskiptavini bankanna. Í fjárlögum fyrir næsta ár er ekki gert ráð fyrir neinum tekjum til rík- issjóðs vegna útgreiðslu arðs hjá bönkunum. Daníel segir að ef við- skiptabönkunum yrði heimilað að greiða út arð að því marki að eigin- fjárhlutfallið lækkaði í 18% þá myndi það skila ríkissjóði tæplega 50 millj- örðum króna. „Við gætum því lokað fjárlagagatinu strax á næsta ári.“ Daníel segir há eiginfjárhlutföll bankanna auk þess þýða að bankarnir hafi yfir að ráða miklu lausafé. „Það hefur þau áhrif að draga úr áhrifa- mætti miðlunarferlis peningastefnu Seðlabankans. Óvissa er um útlána- vexti bankans þar sem enginn tekur lán. Ef eiginfjárhlutföllin lækkuðu þá myndu stýrivextir Seðlabankans bíta betur,“ að sögn Daníels. Verðmæti eignarhlutar ríkis- ins í bönkunum aukist mikið  Hægt að bæta stöðu ríkissjóðs verulega  Of hátt eiginfjárhlutfall íþyngjandi Fjárlagagat Staða ríkisfjármála ekki jafn þröng og stundum er af látið. Morgunblaðið/Golli                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0.-1 ++2-,3 1+-102 14-10/ +,-34+ +1,-5 +-.150 +03-.0 +.0-21 ++,-0, +0.-5. ++.-4, 1+-325 14-32/ +,-3.1 +1,-/5 +-.3+3 +02-+3 +.0-05 1+2-5,/. ++0-+. +05-+ ++.-2+ 1+-240 14-24/ +,-243 +10-31 +-.3.0 +02-50 +./-3 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.