Morgunblaðið - 18.11.2011, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011
✝ Sigrún Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 16.
júní 1927. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 10. nóv-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Kristjánsson vél-
stjóri, f. 23. apríl
1900, d. 6. sept-
ember 1965 og Valgerður Jóna
Ívarsdóttir húsmóðir, f. 28. júlí
1901, d. 27. ágúst 1987. Sigrún
átti sjö systkini, þau voru Ingv-
eldur, Kristján, Valgerður Guð-
laug og Ingibjörg, sem eru nú
látin. Eftirlifandi eru Sigurður
Ívar, Guðrún og Auður.
Eiginmaður Sigrúnar var Ás-
geir Skúlason, f. 22. júlí 1927, d.
17. október 1997. Þau giftust 11.
september 1948. Börn þeirra
eru: 1) Guðmundur, f. 18. febr-
úar 1947, maki Sigurrós Sigurð-
23. apríl 1965, maki Hafdís Haf-
steinsdóttir, börn þeirra eru Ey-
dís og Hafþór. Langömmubörn-
in eru 26.
Að loknum barnaskóla var
Sigrún kaupakona í sveit í
Hvammi í Hvítársíðu, Arnarbæli
í Grímsnesi og seinna á Búrfelli í
sömu sveit. Um tíma vann hún á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og
kynntist þá Ásgeiri, sem var í
Iðnskólanum í Hafnarfirði. Hún
fór í Kvennaskólann að Hvera-
bökkum í Hveragerði 1945-46.
Sigrún og Ásgeir hófu búskap
sinn í Garðhúsum í Ytri-
Njarðvík og eignuðust þar fimm
börn. Sjötta barnið fæddist eftir
að þau fluttu á Grundarveg 21
árið 1960, þar sem þau bjuggu
þar til Ásgeir lést árið 1997. Sig-
rún fór að vinna utan heimilis í
kringum 1970, í fiskvinnslu. Síð-
ar vann hún við fyrirtæki þeirra
hjóna, Rás, sem þau byggðu upp
saman. Hún tók virkan þátt í
starfi Kvenfélags Njarðvíkur
um árabil og starfaði sem sjálf-
boðaliði hjá Rauða krossi Ís-
lands síðastliðin 12 ár.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 18.
nóvember 2011, og hefst athöfn-
in kl. 14.
ardóttir. Börn
þeirra eru Sig-
urður og Sigrún. 2)
Gréta, f. 6. júní
1948, maki Konráð
Erlendsson, börn
þeirra eru Erlend-
ur, Sigrún og Arn-
grímur. 3) Hall-
fríður Ólöf, f. 17.
janúar 1953, maki
Charles Burke.
Börn Hallfríðar og
Jack Dennis frá fyrra hjóna-
bandi eru Greta Naomi og
Hannah Lisa. 4) Skúli Snæbjörn,
f. 23. janúar 1954, maki Elín H.
Hermannsdóttir. Börn þeirra
eru Áslaug, Ásgeir og Birna Ýr.
5) Valgeir, f. 29. júlí 1956, maki
Rannveig Lilja Garðarsdóttir.
Börn Valgeirs og Önnu Mar-
grétar Guðmundsdóttur frá
fyrra hjónabandi eru Guð-
mundur Freyr og Ágústa. Börn
Rannveigar Lilju eru Hulda og
Kristján. 6) Sigurður Ásgeir, f.
Tengdamóðir okkar er fallin
frá eftir stutt veikindi sem hafa
eflaust verið henni erfið því
hreysti var eitt af því sem ein-
kenndi hana alla tíð.
Sigrún var ýmsum hæfileikum
gædd. Hún var umhyggjusöm,
einlæg og dugleg og hafði
skemmtilega kímnigáfu. Hún var
nýtin og sparsöm kona sem kom
sér vel þegar hún ásamt eigin-
manni sínum byggði upp og vann
við fjölskyldufyrirtæki þeirra.
Það hefur eflaust þurft dugnað
og þrautseigju að koma fjórum
sonum og tveimur dætrum til
manns við erfiðar aðstæður og oft
þröngan kost. En þetta tókst
henni með ágætum og eftir
stendur stór og samheldin fjöl-
skylda. Sigrún hafði mörg áhuga-
mál þar á meðal söfnun á öllu
mögulegu sem henni fannst vera
nýtilegt. Lýsir það skipulags-
hæfileikum hennar hvernig hún
umgekkst safnið og skráði eins
og á besta bókasafni.
Hún tók virkan þátt í uppeldi
margra barnabarna sinna. Þegar
barnabörnin komu í heimsókn
var ekki leikið með venjuleg leik-
föng heldur var tómum skyrdós-
um og tvinnakeflum raðað upp
við ómælda ánægju ungu kyn-
slóðarinnar.
Sköpunarkrafturinn var henni
eðlislægur, handavinna átti ávallt
hug hennar allan. Útsaumur, leir-
list, glermálun, tréútskurður og
margt fleira. Seinni árin tók Sig-
rún þátt í ýmsum námskeiðum á
Nesvöllum og á handverkssýn-
ingunum var hún stolt af góðu
verki.
Handverkið var hún óspör á að
gefa okkur og sýna þegar við
heimsóttum hana og nutum við
tengdadæturnar góðra ráðlegg-
inga um ýmsa hluti.
Það að fá að kynnast Sigrúnu
hefur gefið okkur dýrmætt vega-
nesti. Hún var okkur góð tengda-
móðir og börnunum okkar ein-
stök amma. Fyrir það færum við
henni okkar bestu þakkir.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Sigrún.
Við þökkum þér fyrir sam-
fylgdina, sem var bæði ánægju-
leg og lærdómsrík.
Sigurrós, Elín, Rannveig
og Hafdís.
Elsku amma Sigrún.
Að kveðja þig í ágúst var það
erfiðasta sem ég hef gert, vitandi
það að við myndum ekki hittast
aftur hérna megin. En fyrir þann
tíma tókst mér að fjárfesta í dýr-
mætum tíma með þér, þar sem
við sátum og skoðuðum gamlar
myndir. Þú sagðir mér síðan sög-
urnar á bakvið myndirnar, fullt af
ferðalögum og gamlar fjölskyldu-
myndir. Síðustu sögurnar sem þú
sagðir mér áður en ég kvaddi þig
í hinsta sinn, voru frá þeim tíma
sem þú hittir afa og hvernig lífið
var á stríðsárunum. Ég er viss
um að afi hefur tekið vel á móti
þér og það er gott að hugsa til
þess að þið séuð sameinuð aftur.
Grundarvegurinn ykkar er mér
minnisstæður þar sem ég var
með mitt annað heimili þegar ég
var í grunnskólanum. Ef þið vor-
uð heima gat ég alltaf valið á milli
kalds hafragrautar eða fisks, ef
enginn var heima gat ég valið á
milli hafragrautarins eða fengið
mér ristað brauð og kakó. Við
spiluðum oft lönguvitleysu eða
röðuðum upp skyrdósum sem var
nú eitt vinsælasta leikfangið hjá
þér. Þú varst einstök handverks-
kona, alltaf að sauma, prjóna eða
búa til einhverja flotta hluti sem
ég kann ekki að nefna.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Gerða, Skúli Björn og Brynja
Dröfn biðja að heilsa.
Ásgeir Skúlason
(nafni eða frændi).
Sigrún amma er dáin. Það eru
skrítnar tilfinningar þegar mað-
ur finnur fyrir þakklæti og óskar
þess að fólk fái hvíld frá ólækn-
anlegum veikindum, en á sama
tíma vill maður alls ekki missa
fólk úr lífi sínu og saknar þess
mikið. Það er furðulegt til þess að
hugsa að á dagskrá næstu Ís-
landsferðar sé ekki heimsókn til
ömmu á Vallarbrautina til að sjá
alla handavinnuna frá því síðast.
Áfram lifa góðar minningar
um góða og hressa ömmu sem
alltaf tók á móti mér með opnum
örmum, og var til staðar fyrir
mig. Ömmu sem gaf mér soðna
ýsu og kartöflur í hádegishléinu í
skólanum. Ömmu sem sagði mér
sögur frá stríðstímum og ferða-
lögum um heiminn. Ömmu sem
kenndi mér að prjóna og spila á
orgel. Ömmu sem lék sér með
mér við að byggja turna og virki
úr skyrdollum. Maðurinn minn á
góðar minningar um ömmu sem
bjó til heimsins bestu fiskibollur,
og það gjarnan eftir pöntun úr
okkar afla úr sjóstangaveiði. Hjá
strákunum mínum lifa áfram
minningar um langömmu sem
sippar. Langömmu sem býr til
margt spennandi í höndunum úr
garni, plasti og öðrum efnum.
Langömmu sem bakar rosalega
góðar pönnukökur.
Elsku amma mín. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa fengið að alast
upp í návist þinni og afa, takk fyr-
ir allt saman. Eins og ég sagði
stundum við þig þá vonast ég til
að verða jafn heilsuhraust og þú
varst langt fram eftir aldri til að
geta verið jafn virk í félagslífinu
og handavinnunni og þú, þegar
ég kemst á efirlaun.
Með saknaðarkveðju frá
Áslaugu, Tom-Erik,
Borgari og Theodóri.
Við minnumst góðs félaga og
nágranna, Sigrúnar Sigurðar-
dóttur. Við, sem búum í eldri
borgara fjöleignahúsinu að Vall-
arbraut 6 í Ytri- Njarðvík, höfum
flest búið þar í meira en áratug.
Við teljum okkur heppin að búa
þar með fólki á svipuðu reki, þar
sem ríkir friður, öryggi og ein-
drægni og fólk lætur sig velferð
hvað annars varða. Sigrún hafði
misst mann sinn, sómamanninn
Ásgeir Skúlason fyrir 14 árum.
Þau höfðu búið allan sinn búskap-
artíma í Njarðvík og byggt sér
hús við Grundarveg í Njarðvík.
Þegar börnin voru komin á legg
og farin að heiman keypti hún
íbúð að Vallarbraut 6 og þar undi
hún vel hag sínum þangað til hún
dó.
Sigrún var ekki mikið fyrir að
sitja auðum höndum, t.d. var hún
í sjálfboðavinnu hjá Rauða kross-
inum. Sigrún var mjög listræn og
listmunir eftir hana voru til sýnis
á listmunasýningum Félags eldri
borgara (FEB) og prýddu hið fal-
lega heimili hennar á Vallarbraut
6 og margra afkomenda hennar.
FEB rak félagsmiðstöð í „Selinu“
sem var áfast við Vallarbraut 6.
Þar var boðið upp á dans, spila-
mennsku, námskeið og tóm-
stundaaðstöðu með tilsögn. Þetta
nýtti Sigrún sér vel enda hafði
hún unun af útskurði, glerlist og
hannyrðum. Þegar leyfi fékkst til
að glerja svalirnar á Vallarbraut
6 þá lét Sigrún strax glerja sval-
irnar hjá sér og útbjó þar unaðs-
reit þar sem hún gat sinnt sínum
hugðarefnum og haft útsýn yfir
fótboltavöllinn í Njarðvík sem þá
var mikið notaður til æfinga og
kappleikja. Í bakgrunninum var
Grundarstígurinn og svæðið í
kring þar sem fjölskylda hennar
hafði búið. Mér þykir ekki ólík-
legt að þá hafi hugur hennar oft
leitað aftur til þeirra tíma. Síðan
voru Nesvellir og fleiri byggingar
reistar. Starfsemi Selsins fluttist
yfir á Nesvelli og Sigrún hélt
áfram þar líka. En útsýnið og
knattspyrnuvöllurinn var ei meir.
Nú hvílir yfir opna svæðinu ein-
hver hrundoði. Vonandi verða
fyrri áætlanir framkvæmdar og
nýtt líf færist í opna svæðið. Það
hefði glatt Sigrúnu.
Sigrún hefur átt við erfið veik-
indi stríða um langt skeið og
endalokin fyrirsjáanleg. Ég hef
sjaldan séð manneskju bregðast
við slíkum vátíðindum af jafnmik-
illi reisn og æðruleysi. Ég heim-
sótti Sigrúnu á spítalann nokkr-
um dögum áður en hún dó. Þar
sat dóttir hennar við rúmstokk-
inn, komin frá Ameríku, Sigrún í
rúminu brosandi út að eyrum,
mæðgurnar nýkomnar úr bíltúr
um svæðið þó veðrið væri hrá-
slagalegt. Ég veit ég tala fyrir
munn annarra í húsfélaginu þeg-
ar við vottum aðstandendum Sig-
rúnar okkar dýpstu samúð og
þökkum henni samfylgdina.
Guðmundur Jóhannsson,
Elísabet Vigfúsdóttir.
Sigrún
Sigurðardóttir
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
g|Ä Å|ÇÇ|ÇztÜ âÅ
{xyâÜ etâ"t ~ÜÉáá| ˝áÄtÇwá äxÜ|" y—Ü" z}≠yA
`x" |ÇÇ|ÄxzÜ| átÅØ"
Minnist vina og ættingja
með stuðningi við starf
Rauða krossins.
Farið á raudikrossinn.is
eða hringið í síma 570 4000
MINNINGARKORT RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Samúðarkveðjur
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRHILDUR GUÐNADÓTTIR,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Þing-
eyinga föstudaginn 11. nóvember, verður
jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
19. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
ÁGÚSTU SIGRÍÐAR ERLENDSDÓTTUR,
Garðvangi,
áður til heimilis að
Birkiteigi 3,
Keflavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Garðvangs
fyrir einstaka umönnun.
Erlendur Karlsson, Elísabet Andrésdóttir,
Vilborg Tryggvadóttir MacNealy, Christopher MacNealy,
Sigmar Scheving, Linda Helgadóttir,
Davíð Scheving, Harpa Frímannsdóttir,
Andrés Már Erlendsson,
Linda Malín Erlendsdóttir,
Sandra Ösp MacNealy,
Andri Scheving,
Birgitta Kristín Scheving,
Lovísa Scheving,
Lilja Scheving,
Birgir Scheving.
✝
Móðir okkar,
VIGDÍS EINARSDÓTTIR,
áður til heimilis að Fornastekk 11,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn
12. nóvember.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, föstudaginn 18. nóvember kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Friðberg Hjartarson,
Einar Friðberg Hjartarson,
Stefán Friðberg Hjartarson,
Ævar Sigmar Hjartarson.
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
NJÁLL STEINÞÓRSSON,
lést laugardaginn 12. nóvember.
Útför hans fer fram frá Prestsbakkakirkju á
Síðu laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00.
Steinþór Jóhannsson, Margrét Ísleifsdóttir,
Árni Steinþórsson, Hulda Jónasdóttir,
Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, Tryggvi Þórhallsson,
Sif Steinþórsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI MAGNÚSSON
skipstjóri,
Suðurmýri 16,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. nóvember.
Móeiður M. Þorláksdóttir og fjölskylda.
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði
miðvikudaginn 16. nóvember.
Magnús Magnússon,
Sigursveinn Magnússon,
Örn Magnússon,
Þorgeir Gunnarsson
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EÐVALDÍNA MAGNEY
KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Glerárskógum,
Dvergabakka 4,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
15. nóvember.
Viðar G. Waage,
Björk Magnúsdóttir, Steinar T. Karlsson,
Bjarnheiður Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.