Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 18.11.2011, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2011 hreinskilni. Og svo hafði hann ótrúlega þolinmæði þegar ég þurfti að tjá mig um aldraða. Einn af örfáum sem nennti virkilega að setja sig inn í þetta áhugamál og tala um það eins og það skipti virkilegu máli. Það þótti mér afar vænt um. Trúaráhugi Villa var einlægur. Fyrir nokkrum vikum sat ég við rúmstokkinn hans og var að lesa fyrir hann bók eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Þegar ég hafði lesið um stund stoppar hann mig og segir: Viltu fara og kaupa fyrir mig Biblíu? Það er fyrir ungan strák sem er að fara að fermast. Villi átti síðustu vikurnar erfitt með að muna öll orð og koma frá sér því sem hann vildi segja svo ég hringdi í Vigdísi þegar ég kom heim og spurði hvort hún vissi fyr- ir hvaða dreng ég ætti að kaupa Biblíuna. Þá var það þannig að hann hafði frétt af ungum dreng sem tengdur var konunni hans sem hafði að eigin frumkvæði beð- ið foreldra sína um að fá að verða skírður og fá að fermast núna í vor. Honum fannst mikilvægt að pilturinn ætti Guðs orð. Þegar ég kom með bókina daginn eftir spurði ég hvað hann vildi að stæði fremst í bókinni. Eitthvað sem væri skrifað frá honum. Við fund- um út í sameiningu með Vigdísi, sem síðustu vikurnar sat einatt við rúmstokkinn hans, að 23. Davíðs- sálmur segði allt sem segja þyrfti. Sá sálmur fylgir líka hér því hann endurspeglar þá sannfæringu sem Vilhjálmur átti í sínu hjarta. Það mun sefa sorg þeirra sem nú syrgja – sú fullvissa að hann er nú kominn heim. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Guðbjörg R. Guðmundsdóttir. Hávær hlátur og ósvikinn áhugi gerði Villa að skemmtilegum ferðafélaga þar sem við brunuðum suður Frakkland áleiðis til Lyon. Á leiðinni tilbaka þótti okkur til- valið að koma aðeins við á Ítalíu. Ef Villi hefði fengið að ráða hefði ferðlagið tekið mánuði þar sem allt þurfti að skoða og svo helst að mála það í kjölfarið. Í Ölpunum einn morguninn fóru þeir saman nafnarnir í dagrenn- ingunni, sá stóri og sá litli. Það þurfti að ná dögginni og mála Mar- íulíkneski sem stóð á fjallstoppi gegnt þeim þegar sólin kæmi upp. Þeir sátu einbeittir hvor með sínar trönurnar og máluðu meðan dal- urinn svaf. Sá stóri hvatti þann litla, hrósaði og leiðbeindi á víxl. Þolinmæði og einstaklega gott skap var ríkjandi karakterein- kenni Villa ásamt endalausri væntumþykju fyrir sínum nánustu og fjölbreyttum áhugamálum. Þetta varð mér ljóst þennan fal- lega morgun í Ölpunum og frekari kynni staðfestu það seinna. Natni, þolinmæði og umhyggja hans fyrir Tedda var nánast takmarkalaus alla tíð. Síðar kom stoltið. Sá stutti er orðinn stór og hefur fengið í arf góða lund afa síns. Missirinn er mikill og sár. Kvarnast hefur úr þriðja heimili Kristu í Breiðholtinu en þar var afinn ætíð áhugasamur og gaf sér tíma. Kartöflur voru settar niður, myndir málaðar eða farið yfir heimanámið. Hanna átti föður sinn að sem klett í lífinu, sama hvað, sama hvenær. Á samband okkar Villa bar aldr- ei skugga allt fram til síðasta dags og það þakka ég honum frekar en mér. Ég er þakklátur fyrir kynnin og samfylgdina. Vigdísi og afkom- endum þeirra votta ég samúð mína. Börkur.  Fleiri minningargreinar um Vilhjálm Grímsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ ÞórhildurHrefna Jó- hannesdóttir fædd- ist á Skagaströnd 3. september 1911. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 9. nóv- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru Helga Þor- bergsdóttir frá Dúki í Sæmund- arhlíð, Skagafirði, f. 30. apríl 1884, d. 30. september 1970, og Jóhannes Pálsson frá Ófeigs- stöðum í Köldukinn, Þingeyj- arsýslu, f. 23. maí 1878, d. 9. mars 1972. Systkini Hrefnu voru alls fimmtán: Guðjón Þorberg- ur, f. 1902, d. 1907, Guðbjörg Sigríður Jóhanna, f. 1904, d. 1989, Elín Aðalbjörg, f. 1905, d. 1995, Páll Ólafsson Reykdal, f. 1907, d. 1989, Þorbergur Gísli, f. 1908, d. 1953, sveinbarn, f. 1910, d. 1910, Þorleifur Skagfjörð, f. 1913, d. 1988, Guðjón Skagfjörð, f. 1914, d. 2010, Jóhanna Helga Skagfjörð, f. 1916, d. 2002, Hart- mann, f. 1918, d. 1976, Guð- mundur Jakob, f. 1920, Birna Þur- íður, f. 1921, d. 2006, Árni Jón, f. 1924, d. 1924, Guð- rún, f. 1925 og sveinbarn, f. 1927, d. 1927. Tíu af börn- um Helgu og Jó- hannesar áttu af- komendur og eru þeir nú orðnir fleiri en fimm hundruð. Hrefna giftist ekki og eign- aðist engin börn. Hún bjó lengst af hjá foreldrum sínum í Garði á Skagaströnd og vann því heimili mikið en þar var ávallt mikill gestagangur ættingja og vina. Einnig vann hún nokkuð við fisk- og rækjuvinnslu. Eftir fráfall foreldra sinna leigði Hrefna íbúð í húsi Guðmundar bróður síns að Hólabraut 25 á Skagaströnd í nær 40 ár. Síðustu tvö árin bjó hún á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd. Útför Hrefnu verður gerð frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag, 18. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku Hrefna frænka. Létt á fæti, glaðlynd, lágvaxin kona sem hefur verið órjúfanleg heild af stórfjölskyldunni í Skeifunni áratugum saman. Okkar fyrstu minningar um þig eru frá Garði þar sem þú bjóst hjá ömmu og afa, við komin í jólaboð og þú að hella súkkulaði í fínu, gylltu sparibollana. Börnin löðuðust að þér og þú áttir alltaf til bros og hlátur handa þeim. Þú passaðir þau oft og leiddir margar litlar hendur. Það var ekki ósjaldan sem kaffilyktin hjá þér kitlaði nefið á morgnana og við kíktum í eld- húsið til þín. Þá sagðir þú kímin: „Viljið þið ekki smá sopa?“ Þegar við komum norður var það fastur liður hjá okkur systr- um að setja í þig rúllur, greiða þér og gera þig fína. Það líkaði þér vel. Þú hafðir svo gaman af því að sýna hvað þú varst að gera í föndrinu, keramíkið þitt, dúkana og fleira sem þú gerðir svo lista- vel. „Viltu ekki velja einn?“ sagðir þú oft og það var nú vel þegið. Ein jólin gafstu börnun- um okkar koddaver sem þú hafðir málað á, það var lýsandi fyrir þig að hugsa vel til allra. Þú varst eins og drottning á 100 ára afmælinu þínu núna í september og naust þess virki- lega að halda stórveislu og hitta fólkið þitt. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Megi ljós og friður umvefja þig, elsku frænka. Helga og Lára. Elsku Hrefna mín. Þú sast oftast á stólnum við dyrnar í stofunni hjá mömmu og pabba þegar þú komst upp af neðri hæðinni hjá þeim þar sem þú bjóst. Þú sagðir yfirleitt ekki margt að fyrra bragði en svar- aðir vel ef á þig var yrt. Heyrn- in bagaði þig mjög seinni árin og heyrnartækin virtust ekki alltaf virka vel. En nærvera þín var góð og oftast stutt í brosið, sérstaklega þegar börnin voru nærri. Ég man fyrst eftir þér í Garði hjá afa og ömmu en þangað var alltaf gott að koma. Það er líka til mynd af okkur 3 yngri systk- inunum þar sem þú situr með Láru í fanginu og við tvíbur- arnir stöndum og höllum okkur upp að þér – ótrúlega falleg mynd. Svo fluttir þú til Palla og Heiðu með afa og ömmu og eftir andlát þeirra fluttir þú fljótlega á neðri hæðina hjá mömmu og pabba. Ég og mínir eigum bara góð- ar minningar um þig. Það var alltaf gott að kíkja niður til þín og fá brjóstsykur eða annað nammi. Það breyttist ekkert við að þú fluttir niður á Sæborg fyr- ir aðeins 2 árum. Það var líka frábært að þú gast haldið veglega upp á 100 ára afmælið fyrir rúmum 2 mán- uðum í hópi ættingja og góðra vina. Þó tíminn haldi áfram þá falla þeir smám saman frá sem aldraðir verða og nú var þinn tími kominn. Það var gott að þú hélst öllu þínu andlega alveg fram á síðustu stund. Nú ert þú komin til afa og ömmu og ég veit að þér líður líka vel hjá þeim. Karl Guðmundsson. Þórhildur Hrefna Jóhannesdóttir tóku vel á móti þér. Nú getið þið rifjað upp ykkar minningar öll saman. Elsku Olli minn, mig langar til þess að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allar minningarnar munu lifa áfram hjá mér. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Jögga, Silla, Þröstur og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín frænka og vinkona, Helga Stefánsdóttir. Hann Olli bróðir er dáinn og ég á svo erfitt með að sætta mig við það. Við sem vorum orðin svo náin og farin að sækja hvort ann- að heim. Olli var 13 árum eldri en ég og var hann að fara að heiman þegar ég var að komast á ung- lingsárin. Hann var mér alltaf ákaflega góður bróðir og færði mér gjafir þegar hann kom heim í lok vertíðar. Eftir að Olli var far- inn að búa með henni Þorfinnu sinni kom ég oft til þeirra og urð- um við Þorfinna mjög góðar vin- konur. Lífið tók við með sínu amstri og hver hafði nóg með sitt en væntumþykjan var alltaf til staðar. Þó hittumst við alltaf hjá mömmu og pabba í jólaboðum. Vissi ég að hann var mjög ham- ingjusamur með Þorfinnu sinni og börnunum þeirra þremur. Eft- ir að hann missti ástina sína má segja að slokknað hafi á ein- hverju hjá honum, svo sárt sakn- aði hann hennar. Það tók líka mikið á hann þegar sonur hans, hann Þröstur, missti Brynju sína sem var Olla einstaklega góð. En Olli bróðir var samt harður af sér og bar ekki sorgir sínar á torg. Það má segja að síðustu 6 eða 8 árin hafi samgangurinn á milli okkar hafist aftur, við hjónin skruppum til hans í kaffi og hann kom til okkar. Í sumar og fyrra- sumar kom hann oft á pallinn til okkar og spjallaði um heima og geima, og um hana Þorfinnu sína. Olli varð okkur samferða til Reykjavíkur í sumar og kom til baka með okkur eftir tæpan hálf- an mánuð og má segja að það hafi verið hlegið mikið á leiðinni. Hann sagði okkur svo margt frá sínum manndómsárum sem ég vissi ekki og söng hann með mér og það var ekki leiðinlegt. Ég sá ekki betur en að mínum manni líkaði vel. Þetta var dásamlegur tími sem aldrei gleymist. Það gladdi mig líka þegar hann fór á Hornbrekku og fór að blanda geði við bróður okkar sem þar var fyrir og það var gott að sjá þá svona mikið saman og gaman að heimsækja þá og hlusta á þá rifja upp gömlu dagana. Og gleðilegt að þeir bræður skyldu fá þennan tíma saman sem var þó alltof stuttur. Elsku Olli, þakka þér fyrir að hafa verið mér alla tíð góður bróðir og vinur. Guð geymi þig, ég veit að þú ert búinn að hitta hana Þorfinnu þína á ný. Elsku Þröstur, Silla og Jörg- ína, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Kær kveðja, Guðrún Elísabet (Gunna Beta systir og frænka). ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVANHILDUR SNÆBJARNARDÓTTIR, áður til heimilis á Hellu, Hellissandi, sem lést fimmtudaginn 10. nóvember, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Gunnar Már Kristófersson, Auður Jónsdóttir, Steinunn J. Kristófersdóttir, Lúðvík Lúðvíksson, Sigurjón Kristófersson, Sigurlaug Hauksdóttir, Snæbjörn Kristófersson, Kristín S. Karlsdóttir, Svanur K. Kristófersson, Anna Bára Gunnarsdóttir, Þröstur Kristófersson, Sigurbjörg E. Þráinsdóttir, Kristinn Valur Kristófersson, Guðríður A. Ingólfsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, STEFÁNS INGA VAGNSSONAR bónda, Minni-Ökrum. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Jónsdóttir, Sigurbjörg Th. Stefánsdóttir, Magnús Hlíðdal Guðjónsson, Vagn Þormar Stefánsson, Guðrún Elva Ármannsdóttir, Jón Hjörtur Stefánsson, Þorbjörg Harðardóttir, Guttormur Hrafn Stefánsson, Kristín Halla Bergsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður, frænda og afa, PÁLS HERSTEINSSONAR prófessors. Ástríður Pálsdóttir, Hersteinn Pálsson, Elínborg Hákonardóttir, Páll Ragnar Pálsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Anna Margét, Sigmundur og Elfur. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýju og hjálpsemi vegna andláts ÁRNA ÞORKELSSONAR. Sérstakar þakkir til Valgerðar Sigurðardóttur læknis, heimahlynningar og starfsfólks líknardeildar fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Þorkell S. Árnason, Rakel Egilsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR úr Von, Reykási 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Lilja Sigurðardóttir, Jón Gunnar Sigurðsson, Cheryl Jonsson, Viðar Marel Jóhannsson, Birgir Marel Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við fráfall systranna ERLU OG SVÖNU TRYGGVADÆTRA. Sigríður Svana Pétursdóttir, Ólafur Tryggvi Egilsson, Arndís Erla Pétursdóttir, Snorri Már Egilsson, Tryggvi Pétursson, Guðrún Björg Egilsdóttir, Katrín Pétursdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúðar- kveðjur við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JAKOBSDÓTTUR LÍNDAL kennara. Kristinn Gíslason, Jakob Líndal Kristinsson, Kristín Gísladóttir, Halldóra Kristinsdóttir, Þorkell Traustason, Gísli Kristinsson, Bjarney Sigvaldadóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir, Gylfi Kristinsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.